Lokaspretturinn

Nú eru ekki nema tveir dagar til kosninga og þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir raunverulegri umræðu um stefnu flokkanna, sem hefur fallið í skuggann fyrir alls kyns aukaatriðum og skítkasti í garð frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, er loks að koma í ljós hvers er von frá vinstri flokkunum eftir kosningar.

Þrátt fyrir ástand atvinnumála, vilja vinstri grænir enga atvinnuuppbyggingu og ekki má einu sinni rannsaka olíusvæðin fyrir norð-austan land, hvað þá reisa iðjuver, sem geta skapað þúsundir starfa.  Smáflokkafylkingin boðar engar aðrar launsnir en inngöngu í ESB, sem hún segir lausn á öllum vanda þjóðarinnar, án þess að rökstyðja það nokkuð frekar.

Eini flokkurinn sem boðar raunhæfar lausnir á vandamálunum er Sjálfstæðisflokkurinn, en vinstri flokkarnir fást ekki til alvöru umræðu um þessi mál, heldur kynda undir óhróðri um flokkinn og frambjóðendur hans, til þess að leiða athyglina frá hinum raunverulegu vandamálum og úrræðaleysi sínu gagnvart þeim.

Sannir og heiðarlegir borgarar eiga enga samleið með þessum "skítkösturum" og láta ekki bjóða sér þannig málflutning.  Þeim, sem fylgjast með t.d. í bloggheimum, blöskrar algerlega sá sóða málflutningur og óhróður, sem þar er dreift.  Almenningi ofbýður þetta og á enga samleið með slíku öfgafólki.

Sjálfstæðisfólk, sem situr heima á kjördag, eða skilar auðu, gerir í raun ekkert annað en að styðja öfgafyllstu stjórnmálaöflin.  Það er næg áminning til Sjálfstæðisflokksins, vegna þess sem fólk telur að hann hefði mátt betur gera í fortíðinni, að gefa sig ekki upp í skoðanakönnunum.  Það er næg refsing.

Nú verða allir heiðvirðir borgarar að gera allt, sem mögulegt er, til að forða þjóðinni frá vinsta slysi.


mbl.is Dregur saman með flokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband