Svartar horfur

Gylfi Zoega telur að erfitt verði fyrir íslendinga að fá lán í útlöndum á næstu árum ef þeir bæti ekki samband sitt við umheiminn.  Málið er bara það, að það eru ekki bara íslendingar sem munu eiga erfitt með að fá lán í útlöndum á næstu árum, útlendingar verða líka í vandræðum með að fá lán í sínum heimalöndum næstu árin, því það er banka- og efnahagskreppa um allan heim.

Bankastarfsemi heimsins undanfarin ár hefur ekki byggst á neinum eðlilegum hagfræðilögmálum, heldur hefur "nýja hagkerfið" byggst upp á Matadorspili með allskyns fjármálagerningum sem engin verðmæti voru á bakvið.  Snillingarnir lærðu ekkert á netbólunni en fóru þess í stað að selja hver öðrum allskyns vöndla sem þeir á endanum skildu ekkert í sjálfir og þá hrundi "nýja hagkerfið".

Þetta kallar á uppstokkun peningakerfisins í heild og milliríkjaviðskipti verða ekki eins og áður, allra síst á fjármálasviði.  En þegar sæmilegt skikk kemst á fjármálakerfið aftur er það eðli peninganna að leita þangað sem vextir eru hæstir hverju sinni og þá þarf traust auðvitað að vera fyrir hendi.

Vinstri stjórn á Íslandi mun ekki skapa það traust sem Ísland mun þarfnast á erlendum fjármálamörkuðum.

 


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú vilt frekar hægri mennina áfram.... þá sem bjuggu til þetta hrun... common Axel... þessi málflutningur er hlægilegur núna í ljósi sögunnar.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2009 kl. 09:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Banka- og efnahagskreppa heimsins er varla hægri mönnum á Íslandi að kenna.  Reyndar voru reglurnar allar teknar upp með EES tilskipunum.  Ekki stjórna íslenskir hægri menn í þeim  löndum öllum og ekki heldur í Bandaríkjunum, Japan, Kína o.s.frv.

Hitt vita jú allir, að efnahagskreppa veraldarinnar er Davíð Oddssyni að kenna.

Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2009 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband