Smákóngakerfi

Heilbrigðiskerfið er hið mesta smákóngakerfi og hafa heilbrigðisráðherrar undanfarna áratugi ekki náð miklum árangri við að hemja útþensluna, enda hefur verið afar auðvelt að æsa almenning upp gegn hvers kyns breytingum á kerfinu.

Allt kerfið þarfnast uppstokkunar og endurskipulagningar, en það verður ekki auðvelt, þar sem læknar hóta því jafnan að flytjast úr landi, ef hróflað verði við veldi þeirra.

Ögmundur var fullfljótur á sér að tilkynna að hann ætlaði að hætta við lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.  Þegar hann fór síðan að kynna sér málið blöskraði honum greiðslurnar sem læknunum hefur tekist að krafsa til sín, jafnvel fyrir hlutastörf.

Ætli sama sagan sé ekki um allt heilbrigðiskerfið?


mbl.is Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Heilbrygðiskerfið hefur verið rekið af læknum alla tíð. þeir skara eld að eigin köku. enda voru þeir hoppandi vitlausir þegar Drífa hjúkrunarfræðingur var ráðinn á lansann en ekki einhver læknir.

það á setja skýr lög um þá sem starfa í heilbrygðisgeiranum. 

læknir vinni annað hvort á eigin stofum eða hjá ríkinu. ekki hvoru tveggja. að sitja beggja vegna borðsins og segja að það sé svo langur biðlisti hjá lansanum en að viðkomandi geti komið eftir hálftíma á stofuna hans og þar verði öllu reddað á notime. 

bara spilling. 

Fannar frá Rifi, 19.2.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband