Sleggjudómur Kastljóss um dómara

Kastljós RÚV hefur farið mikinn að undanförnu, t.d. með aftöku eins stærsta eggjabús landsins og í framhaldinu virðist hafa átt að ganga frá nokkrum hæstaréttardómurum ærulausum og þá ekki síst forseta réttarins.

Einhver sem hlýtur að hafa hagsmuni af því að gera tortryggilega dóma vegna ýmissa mála sem tengjast Glitni og slitabúi þess virðist hafa lekið skjölum um fjármál dómaranna fyrir hrun og láta líta út fyrir að þeir væru vanhæfir til að kveða upp dóma í málum tengdum hrunverjum Glitnis.

Kastljós hefur greinilega farið fram af meira kappi en forsjá í þessu máli, enda hefur forseti Hæstaréttar lagt fram gögn sem sýna fram á að upphlaup Kastljóss vegna málsins hefur verið unnið af óvandvirkni og af hreinni æsifréttamennsku.

Eins og venjulega stendur ekkert á hörðum viðbrögðum frá dómstóli götunnar, sem umsvifalaust tekur undir falska niðurstöðu Kastljóssins og er algerlega tilbúinn til að dæma æruna af Hæstaréttardómurunum og fróðlegt verður að fylgjast með því hvort sönnunargögn um sakleysi sakborniga kemur til með að breyta þeirri niðurstöðu. 

Það er merkilegt að sjá hve auðvelt virðist vera að gera dómstóla landsins tortryggilega af þeim sem dóma hafa fengið á sig vegna ýmissa sakamála, eða einhverra huldumanna sem þeim tengjast.


mbl.is Markús svarar fyrir verðbréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki hægt að ætlast til að siðferði sé til í hæstarétti  ?

JR (IP-tala skráð) 6.12.2016 kl. 21:35

2 identicon

Ertu meö öðrum að segja að eggin sem voru markaðsett sem vistvæn voru alla tíð vistvæn og hið gagnstæða var helber uppspuni fréttamanna?

Hilmar (IP-tala skráð) 6.12.2016 kl. 21:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR, hvað er siðlaust við að ávaxta sparifé?

Hilmar, af hverju lestu ekki bara það sem ég skrifaði og biður um útskýringu á því sem þú skilur ekki.  Ef þetta á að vera útúrsnúningur eða fyndni, þá er þetta skot algerlega misheppnað og í besta falli aulafyndni.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2016 kl. 22:13

4 identicon

Ekki veit ég hvar þú eða aðrir sem nú vija hengja bakrann og af því að það heitir RÚV og sinnir sínu starfi, þá bæði í fréttum, menningu og barnaefni með stakri prýði, að mínu mati, í pólitík en svo virðist vera að það skipti litlu máli hvað Fréttastofa RÚV, Kastljós eða Spegilinn segir frá, það skal ætíð ráðist á RÚV, þá í heild sinni með fullu afli. Svo þeir sem hatast mest út í RÚV eru jafnan stuðningsmenn annarshvort starfsstjórnarflokksins sem er svo að hækka útvarpsghaldið, svona til að launa stuðninginn, ef stuðinn skyldi kalla. 

Í mínum huga er þetta svona, ef RÚV flutti ekki þessa frétt (sem svo fréttastofa 365 gerði svo líka), þá hefði það engu að síður verið gert. Auðvitað er eðlilegt að draga upp hvort téður dómari gæti hafa verið vanhæfur til að dæma í málefnum viðkomandi viðskiptabank, sem hann var sjálfur í viðskiptum við. Það sjá það allir. Hvort beri svo að treysta dómgreind dómarans að hann hafi ekki verið vanhæfur get ég ekki dæmt um, ég myndi ekki treysta mér í að dæma um það, væri ég í hans sporum. Aðalatriðið er þetta; hvað um þá einstaklinga sem átti allt sitt undir  í dómsmálum við téðan banka og dómarinn dæmdi. Gat hann mögulega dæmt öðruvísi ? Gat það skipt dómarann máli að hann var kannski nýlega búinn að vera í sambandi við starfsmann bankanns og verið ánægður viðskiptavinur ? Það sjá það allir sem vilja sjá og styðja gagnsæji að þetta er of viðkvæmt mál til þess að fjalla ekki um í fjölmiðlum. Svo er eins líklegt að  þetta verði til þess að svona mál verði betur færð til bókar, til hins góða fyrir okkur öll, sem þurfum að treysta á þjónustu Hæstarétts.

Sigfús (IP-tala skráð) 6.12.2016 kl. 22:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigfús, ekki var verið að ráðast að RÚV í þessum pistli, ekki að Speglinum og ekki var verið að fordæma Kastljós sem slíkt.  Aðeins var verið að skrifa um eina umfjöllun Kastljóss, sem illa var unnin, byggð á greinilegum leka sem getur ekki haft annan tilgang en að grafa undan dómum yfir banksterunum í Glitni.

Ef fólk skoðar umfjöllunina, málsbætur dómaranna og umsagnir formanns dómarafélagsins og lagaprófessors í HR, hljóta réttsýnir menn að sjá að þarna fór Kastljós offari og atlagan að dómurunum algerlega tilhæfulaus.

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2016 kl. 00:07

6 identicon

Sigfús, það er mikill misskilningur hjá rúv að þeir eigi að búa til fréttir (Sem er gert mjög mikið af á þessum miðli), er það ekki fréttamiðla að miðla fréttir??

Rúv er líka pólitíkasta sjoppa sem fyrirfinnst á Íslandi og það er hræðilegt að sjá fréttamenn rúv nota þennan miðil sem við erum öll tilneydd að borga fyrir til að koma út sínum pólitíska áróðri, það ætti ekki að fara fram hjá neinum manni að kastljós er notað til að taka ákveðna valda einstaklinga og fyrirtæki niður og sleppa öðrum, panama skjölin eru gott dæmi, hví var ekki fjallað um alla hina íslendingana sem voru þar, hví voru 2 teknir út úr þeim hópi og teknir fyrir??

Ég get sagt að fyrir mig sjálfan þá ber ég ekki neitt traust til þessa miðils til að segja satt og rétt frá, það ætti að leggja niður þennan siðlausa miðil..

Halldór (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 00:12

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fréttastofa Ruv hefur alveg glatað sýn á hlutverk sitt að flytja frettir og standa fyrir upplýstri og óháðri umræðu. Þar á bæ hafa menn ítrekað gerst sekir um að hanna fréttir og spinna æsifréttir eftir hugsjónum og skoðunum þeirra sem fréttum stýra.

Fréttastofan er líka gersamlega opin fyrir allskyns aðdróttunum sem berast þeim með hulin pólitísk markmið að baki. Sigmundarmalið, þetta mál og eggjamálið eru bara nokkur af mörgum dæmum. 

Þetta mál hæstaréttardómarans er einn slíkur spuni sem kemur eftir krókaleiðum í leyndardómsfullum símtölum og kaffihúsafundum, þar sem hagsmunaaðilar reyna að reka mál gegn dómstólum landsins hjá dómstóli götunnar með hálfsannleik og blekkingum, allt til að hnekkja dómum yfir sjálfum sér. Þetta eina mál ætti að nægja til að reka alla Kastljóssklíkuna.

Eggjamálið var sennilega líka rekið af samkeppnisaðilum, þótt sökin lægi hjá opinberu eftirlitsbatteríi sem veitir umrædda vottun og á að fylgjast með að fyrirtæki standist hana. Eftir liggur fjöldi fólks án atvinnu og gjaldþrot sterkra athafnamanna.

Í Wintris málinu var firsætisráðherra gerð fýrirsát og allt málið hengt á klaufalega neitun þegar hann reyndi að koma sér úr fyrirsátinni. Ráðherran var ekki sekur um neitt þegar upp var staðið og hafði engin lög brotið, en þó var kné látið fylgja kviði og ekki hætt fyrr en búið var að fella árangursríkustu ríkisstjörn sögunnar að algerri ósekju. Þar gekk fyrir hatur á persónum og árangurinn er stjórnarkreppa og upplausn í stað stöðugleika. Vinstri hjörðin gat ekki þölað lengur að þessi stjórn sýndi svo ríkan árangur. Engin málefnagrunnur annar en öfund og persónuhatur réði kröfunni um kosningar. Þetta eru hryðjuverkastjónmál sem kynt eru með fýsibelg fréttastofu RUV og vinstrihjarðarinnar þar sem getur ekki á sér heilli tekið nema að allt sé í uppnámi og eyðileggingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2016 kl. 01:58

8 identicon

Sælir herramenn.

Seint verð ég nú sammmála þeim sem saka RÚV og fréttamenn þess um að búa til "frétt". Fyrir þvi liggja of mikil gagnrök, sér í lagi ef horft er til hvað þeir [RÚV] þá flytja mikið af fréttum af samfélaginu, utan af landi, af atvinnuvegunum. Eins ætla ég að svara þessum sífelldum "vinstrihliðar/halla" sem menn einatt fara í svona; Hlálegt að horfa á og lesa þetta pár þegar þessari stofnun hefur verið stýrt af sama flokki síðan 1983 með tveim undantekningum (8 árum), þannig heimamundurinn sem sá flokkur skilur eftir sig er enn til staðar.

Ef á að ræða fréttina sem slíka, ekki hlutverk RÚV, gæði Kastljós, fréttir almennt, þá get ég tekið undir þá gagnrýni að best hefði verið að rætt hefði verið við dómarann sjálfan en kannski vildi hann ekki tjá sig. Bendi líka á þá staðreynd að þátturinn er ekki sendur út beint og því viðtal við formann nefndarinnar sem á að hlutast til um fjárhagslegt sjálfsstæði dómara hafði þá nægan tíma til að kynna sér þá málið eftir á til að breyta sinum málflutningi, þá þegar gögnin komu í ljós. Ekki nema að menn hér haldi því fram að hún hafi verið með í "plottinu" ? Þannnig að miðað við þau gögn sem þarna lágu fyrir hafði fréttin rétt á sér. 

Kýs svo ekki að ræða "eggjamálið" eða fall fyrrverandi forsætisráðherra frekar."Eggjamálið" var vel unnin fréttamennska. Með Wintrismálið þá er sorglegt að menn og konur kjósi að horfa fram hjá þeím siðferðisbresti sem þar fór fram sem svo leiddi til afsagna æðsta stjórnanda stjórnkerfis okkar.

Menn geta svo haft pólitíska skoðun á tilveru RÚV sem slíks. Allavega virðist nýtt fjárlagafrumvarp, gert af fráfarandi starfsstjórn benda til stuðnings við RÚV, þannig að þeir sem eru því ósammála geta því rætt það við sína þingmenn. 

Sigfús (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 09:00

9 identicon

Ég sé ekki betur en að RUV sé að reyna, af veikum mætti, að sinna því hlutverki að hvetja til upplýstrar og óháðrar umræðu, auk fréttaflutnings og ég gruna þá ekki um pólitíska hlutdrægni.

Mér finnst, engu að síður, þessi Kastljóssþáttur sýna að þeim hættir til að falla í þá gamalkunnu gryfju að beina athyglinni að mönnum frekar en málefnum.

Það hefur marg oft sýnt sig að eftirlitsstofnanir okkar eru sofandi á vaktinni og því full ástæða til að beina athygli að mikilvægi þess að starfssvið þeirra sé skýrt og að fylgst sé með þeirra störfum.

Nefnd um Dómarastörf virðist, þó ótrúlegt sé, svo umkomulaus að hún hefur hvorki skrifstofu né starfsmann og skjöl þeirra virðast geymd og gleymd í pappakössum í vörslu fyrrverandi nefndarmanna.

Ég myndi gefa Kastljósþættinum sem fjallaði um þetta "Dómarastarfanefndar mál" vitnisburðinn "góð hugmynd en umfjöllunin er of persónubundin".

Bretar hafa orðtak yfir mistökin sem Kastljós gerði: "Can't see the wood for the trees".

Agla (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 13:26

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í Kjarnanum er góð grein um þetta mál eftir fólk sem ætti að hafa talsvert vit á lögfræði, dómstólum og fjölmiðlum.  Greinina má lesa á þessari slóð:  http://kjarninn.is/skodun/2016-12-07-valdbeiting-fjorda-valdsins/

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2016 kl. 16:26

11 identicon

Gott ef að Jón Steinar, fyrrverandi dómari, lagði ekki út af málinu með svipaða meiningu og ég hef nefnt, ekki var hann að býsnast yfir þáttöku Kastljós í málinu.

Sigfús (IP-tala skráð) 7.12.2016 kl. 20:54

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Steinar er mætur maður með sterkar skoðanir.  Þeir sem hafa lesið bækur hans vita hins vegar að hann er alls ekki hlutlaus gagnvart þessum dómurum og allra síst forseta Hæstaréttar.  Eftir sem áður er margt til í því sem hann segir um vanhæfi dómara.

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2016 kl. 22:21

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þótt við slepptum þessum stóru kastgreinum Rúv er af nógu að taka.Mestallur pólitíski armur vinstrisins er í stjórnsýslu og fjölmiðlunum. Hvernig kemst hinn almenni borgari hjá því að heyra um kærur á annars löghlíðna dagsfarsprúða borgara. Kennari á Akureyri missir vinnuna þegar hann vitnar í Biblíuna um samkynhneigð. Stjórnandi dagsgrárgerðar á útv.Sögu fær kæru nefnda hatursumræðu,þegar innhringjandi vill ræða kennslu 6ára barna um hinseigin fólk.-Það nennir enginn að lesa lengur upp öll upphlaupin runnin undan rifjum vinstri-globalista.Í öllum fréttatímum er farið þannig með málavöxtu að sá kærði virkar sekur. Sigmundur og Bjarni fengu engan stundlegan frið frá fyrstu stundu eftir stjórnarmyndun. Eitthvað hefur þeim sem teiknuðu mynd af Sigm. og Bjarna í einni sæng þótt það syndugt svo mjög sem þeir reyndu að hæða,spotta og gera lítið úr,nákvæmlega það sem er bannað að beita nokkurn mann, nema undanþága sé gefin um hægri-pólitíska andstæðinga. þetta er nú allt réttlætið þessa rétttrúnaðar.     

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2016 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband