Orsakast næsta kreppa af okri og græðgi?

Seljendur vöru og þjónustu til ferðamanna fara mikinn þessa dagana vegna styrkingar krónunnar og segja að með áframhaldandi styrkingar hennar verði hér efnahagslegt hrun áður en langt um líður.

Ísland er orðið eitt dýrasta land jarðarinnar fyrir ferðamenn og landsmenn finna sannarlega fyrir því hvernig allt verðlag hækkar í takt við ferðamannafjölgunina undanfarin ár.

Vöru- og þjónustusalarnir afsaka verðlagið sífellt með því að flutningskostnaður innfluttra vara sé mikill, húsnæðisverð sé hátt, vextir háir, launakostnaður mikill o.s.frv.  Í öllum samanburði við stórborgir nágrannalandanna er verðlag hér miklum mun hærra og að sjálfsögðu þarf ekki að reyna að telja fólki trú um að húsnæðisverð sé lægra þar en hér, ekki eru launin lægri þar og ekki er orkukostnaður þar minni en á Íslandi, svo nokkur dæmi séu nefnd.  

Flutningskostnaður innfluttra vara er í flestum tilfellum aðeins örlítið brot endanlegs söluverðs, þannig að ekki skýrir hann þennan verðmun nema að örlitlu leyti og varla er hver króna í viðskiptum á landinu í skuld og á hæstu hugsanlegu vöxtum.

Enginn fulltrúi þeirra sem spá því að stutt sé í næsta hrun nefnir nokkurn tíma álagningu seljendanna sjálfra og að hún gæti verið svo mikil að nálgaðist hreint okur og græðgi.  Undanfarið hefur verið bent á fjölda dæma um ótrúlegan verðmun á ýmsum vörum milli Íslands og annarra landa og hefur ekki verið hægt að skýra hann út með neinu öðru en lygilegri álagningu innlendu söluaðilanna.

Ef vilji er til þess að Ísland haldi áfram að vera ferðamannaland, jafnvel án þess að fjöldinn aukist mikið á næstu árum, verður að hætta öllu okri á vörum og þjónustu og hemja græðgina sem virðist hafa verið að grafa um sig undanfarið sem aldrei fyrr.


mbl.is Bara dýrara í Genf og Monte Carlo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband