Að fortíð skal hyggja, er framtíð skal byggja

Undarlegt er að fylgjast með umræðunni á samfélagsmiðlunum í dag eftir að Davíð Oddsson tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Íslands.

Ekki komu á óvart svigurmæli og skítkast þess hóps sem ausið hefur hann svívirðingum og rógi síðan löngu áður en hann hætti í stjórnmálum og hefur haldið því áfram sleitulaust til þess að reyna að endurskrifa stjórnmálasögu síðustu áratuga.  Það níð er uppbyggt af hatri og öfund pólitískra andstæðinga vegna farsældar hans allan hans stjórnmálaferil, fyrst sem borgarstjóra og síðan sem forsætisráðherra.

Það sem kemur hins vegar á óvart er að sjá ummæli í þá veru að hann sé orðinn allt of gamall í embættið og ætti að setjast í helgan stein en standa ekki í vegi fyrir framagjörnu ungu fólki sem telji sig hæft til að gegna embættinu.  Meira að segja er eftirfarandi haft eftir einum meðframbjóðanda Davíðs í mbl.is í dag:  "„Það skerp­ast enn lín­urn­ar um valið á milli fortíðar og framtíðar,“ seg­ir Halla Tóm­as­dótt­ir for­setafram­bjóðandi um þá ákvörðun Davíðs Odds­son­ar að bjóða sig fram til for­seta Íslands."

Það er ótrúlega gamaldags hugsunarháttur að vilja afskrifa fólk sem ónothæft um leið og það kemst virkilega til vits og ára og heldur góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

Nýlega var stofnuð deild innan félags eldri borgara sem nefnd er "Grái herinn" og eru hans helstu baráttumál að kraftar og vit eldri kynslóðarinnar verði virt að verðleikum og eldra fólkinu ekki vikið til hliðar og út af vinnumarkaði um leið og það nær 67 ára aldri.

Það er auðvitað ekkert annað en hroki þegar unga fólkið reynir að gera lítið úr þeim sem eldri, reyndari og vitrari eru.


mbl.is „Í þessu embætti eru menn einir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvað fortíðina varðar, þá er í framboði okkar virtasti sagnfræðingur. En jafnframt hefur hann framtíðarsýn, sem getur fært yngri kynslóðum von, von um breytingar í átt til aukins lýðræðis. 

Jónas Ómar Snorrason, 8.5.2016 kl. 20:55

2 identicon

Mér finnst það nú ákveðinn hroki líka þegar menn sem hafa verið að í marga áratugi telja sig ómissandi og gera þar með lítið úr yngra fólki. Mér sýnist mun meira af því heldur en að þeir yngri séu að gera lítið úr þeim eldri...

Skúli (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 01:21

3 identicon

Margir útlendingar hafa spurt mig. Hvernig í ósköpunum datt ykkur í hug að kjósa aftur þá flokka sem settu þjóðina nánast á hausinn? Ég svara því til að það er ekkert annað í boði, það er eina afsökunin sem þjóðin hefur. Þetta vinstra lið reyndist ekkert skárra. Núna snúast kosningar á Íslandi bara um það að kjósa minnst versta kostinn. Við vitum að það er alveg sama hverju lofað er fyrir kosningar. Það er allt gleymt strax að kosningum loknum.Og þar er alveg sama hver á í hlut.

En að kjósa DO sem forseta þá glatar þjóðin endanlega öllum trúverðugleika á meðal þjóðanna. Við verðum bara álitin einhverskonar fyrirbrygði meðal þjóða heims.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2016 kl. 02:38

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hefu bankahruninu og meðfylgjandi efnahagsörðugleikum nokkursstaðar verið kennt stjórnvöldum annarsstaðar en á Íslandi?

Ísland er hins vegar nánast eina landið sem hefur ákært og dæmt þá sem hruninu ollu og það voru auðvitað banksterarnir og útrásarvíkingarnir.  DO var einmitt þeirra mesti óvinur, þó enginn þykist muna það núna.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2016 kl. 08:27

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, ekki var ég að gera lítið úr yngra fólkinu, aðeins að benda á að það sé óþolandi að þeir eldri séu afskrifaðir af vinnumarkaði jafnvel um fimmtugt.  

Þú hlýtur að hafa séð fjölmörg dæmi um slíka fyrirlitningu á eldra fólki og æskudýrkunina sem viðgengist hefur víða í þjóðfélaginu undanfarna áratugi.

Ýmsir hafa einmitt kennt hruninu um að öllum helstu bönkum og útrásarfyrirtækjum landsins hafi verið stjórnað af reynslulitlu fólki á ungum aldri.

Axel Jóhann Axelsson, 9.5.2016 kl. 11:43

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Einn punktur inn í þessa umræðu.: Nú, í aðdraganda kosninga, bæði til þings og forseta, bylur á landsmönnum hver skoðanakönnunin af annari. Jafnvel upp á hvern einasta dag og má sennilega eiga von á þessu rugli fram að síðasta degi fyrir báða kjördaga. Aldurssamsetning þeirra sem spurðir eru, er mjög sérstök, því í flestum, ef ekki öllum þessum könnunum er enginn, já enginn, sem er eldri en 67 ára, spurður. Í sumum könnunum liggur aldurstakmarkið jafnvel neðar. Þetta er eitthvað sem fólk ætti að átta sig á, aður en það missir þvag yfir "síðustu könnun". Datt í hug að benda á þetta, svona vegna umræðunnar um aldur og virðingu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.5.2016 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband