Þarf endilega að móðga, þó það sé leyfilegt

Eftir morð öfgafullra islamista í París á teiknurum og ritstjórn grín- og háðblaðsins Gharlie Hedbo hafa vesturlandabúar sameinast um að lýsa yfir stuðningi við mál- og tjáningarfrelsi.  

Hefur sá stuðningur átt sér samnefnara í orðunum "Je suis Charlie" sem er bein yfirlýsing um staðfastan stuðning við að tjáningarfrelsið skuli aldrei skert, hvað sem á dynur.

Viðbrögð útgefenda blaðsins voru þau að gefa strax út nýtt tölublað af Charlie Hedbo með skopmynd af Múhameð spámanni á forsíðu, ásamt háði og spéi um morðingjana sem réðust inn á ritstjórnina vikuna áður.  Charlie Hedbo seldist í fimm milljónum eintaka eftir morðárásina, en hafði að meðaltali selst í um sextíuþúsundum áður.

Sjálfsagt og eðlilegt er að verja tjáningarfrelsið fram í rauðan dauðann, auðvitað með þeim takmörkunum að það sé ekki nýtt til að ljúga upp á fólk og ræna það ærunni. Málfrelsið ber því að takmarka eins lítið og mögulega þarf, en ætlast verður til að fólk hafi sjálft vit og rænu til að nota það af skynsemi og réttlæti. 

Tveir milljarðar manna í veöldinni líta á það sem grófa móðgun við sig og trúarbrögð sín að skopteikningar, eða teikningar yfirleitt, séu birtar opinberlega af spámönnum sínum og þá alveg sérstaklega af Múhameð, sem æðstur er allra spámanna í augum áhangenda Islam.

Þrátt fyrir frelsið til að tjá sig um nánast hvað sem er og gera grín að hverju því sem fólki dettur í hug verður að gera þá kröfu að frelsið sé notað skynsamlega og alls ekki til að móðga, særa og reita til reiði tvær milljónir manna margítrekað með aðferðum sem viðtað er að verst mun undan svíða.

Væri ekki öllum í hag að beita tjáningarfrelsinu af svolítið meiri skynsemi en þessar móðganir eru dæmi um?


mbl.is Brenndu franska fánann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem frömdu þessi hryðjuverk vilja lagabreytingar og ströng lög um guðlast og banna alla gagnrýni á Islam. Það má aldrei senda glæpmaönnum og glæpagengjum þau skilaboð að þau geti fengið samfélagið til hlýðni við sig og knúð fram lagabreytingar með ofbeldi. Það er uppskriftin að því að ofbeldið endi aldrei og því mikilvægt að sýna fram á að glæpamenn geti ekki breytt grundvallarreglum samfélagsins. Einn frægasti forseti Bandaríkjanna sagði, eins og átti síðar svo vel um nazistana: 

Þeir sem kaupa sér meira öryggi fyrir minna frelsi, eiga hvorugt skilið og munu glata báðu.

Terrorismi snýst um að takmarka fresli fólks í skiptum fyrir meira "öryggi". Öryggi sem er fangelsisrimlar í dulargerfi. Terrorista tekst verk sitt þegar fólk er tilbúið að skipta út frelsi fyrir öryggi. Þannig starfa líka glæpasamtök og mafíur og sama grunnhugsun og markmið er hjá þeim og bókstafstrúarglæpamönnum.

Ufsi (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 23:52

2 identicon

Vert er að hafa í huga að múslimar verða fyrstir fyrir barðinu ef þetta tekst. Í hverfum þar sem svona hugsandi fólk hefur náð völdum þurfum við heiðingjarnir að vísu að fara með veggjum, en múslimsk stúlka sem ber ekki blæju verður samstundis misþyrmt. Múslimskur drengur sem mætir ekki í moskuna og viðurkennir loks að vera trúlaus, eða kannski orðinn búddhisti, eða kristinn, eða farinn að ástunda heiðinn sið, verður samstundis drepinn. Heiðursmorð færast í aukanna af því óttinn við að missa "æruna" er óttinn við að falla í ónáð hjá svoleiðis glæpamönnum og þannig verði fjölskyldan öll skotspónn glæpamanna afþví eitt barnið átti kærasta eða kærustu, sást kyssa kristinn mann eða einhver komst að því hún sendi bekkjarfélaga tölvupóst. (Já, heiðursmorð hafa oft verið framin út af tölvupóstum.)

Ufsi (IP-tala skráð) 18.1.2015 kl. 23:56

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Að sýna trúuðu fólki kurteisi, þó maður sé enginn trúmaður sjálfur, er allt annað mál en að breyta lögum á vesturlöndum á þann veg að einstakir þjóðfélagshópar lúti mismunandi lögum og reglum.  Það segir sig sjálft að sharialög á aldrei og hvergi að innleiða, hvorki í einstökum hverfum, borgum eða héruðum vesturlanda og hvergi á að líða "heiðursmorð" eða aðra glæpi sem byggjast á trúarbrögðum.

Skýlaus krafa er að innflytjendur til vesturlanda, hverrar trúar sem þeir eru, lagi sig að lögum og siðum sinna nýju heimkynna.  Geri þeir það ekki á einfaldlega að meðhöndla þá eins og hverja aðra sem ekki fara að landslögum síns búsetulands.

Glæpaflokkum á ekki að sýna neina miskunn, hverjir sem skipa þá og hverrar trúar sem þeir eru.  Kurteisi er allt annað en umburðarlyngi gagnvart morðingjum og öðru glæpahyski.

Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2015 kl. 01:39

4 identicon

Ef enginn móðgar þá meir, þá líta þeir svo á að þeir hafi sigrað og líta á það sem sönnun fyrir að svona aðferðir virki. Það mun hvetja þá til að halda áfram að beita þessum aðferðum. Markmiðið er ekki að hefna sín á einstaka manni heldur að breyta samfélaginu í þágu Islam

Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:06

5 identicon

Kíktu á atferlisfræði og þú skilur þetta allt. Krakki grenjar og öskrar út í búð og fær nammi = Krakkinn heldur alltaf áfram að öska og grenja til að fá nammi. Krakki grenjar og öskrar út í búð en mamma lætur eins og ekkert sé og heldur áfram að kaupa brauð og mjólk og hunsar krakkann. = Krakkinn hættir að grenja og öskra í búðinni.

Ahmed Muhammad er óánægður með lífið. Hann vill breyta einhverju og fer út að drepa fólki til þess. Það virkar. Næst þegar Ahmed Muhammad er óánægður fer hann aftur út og drepur.

Ahmed Muhammad er ekki sáttur við samfélagið. Hann vill breyta einhverju og fer út til að myrða svo allir verði hræddir og hlýði honum. Ekkert gerist og menn láta eins og Ahmed Muhammad hafi aldrei gert neitt. Ahmed Muhammad nennir ekki að drepa neinn næst og hann sér teiknimynd af nafna sínum.

Lögmál atferlisfræðinnar gilda um alla hópa, öll aldursbil, hryðjuverkamenn jafnt sem venjulegt fólk. Margsönnuð vísindi. Að breyta samfélaginu eða eigin hegðun til að forðast hryðjuverk hefur öfug áhrif og styrkir hegðun hryðjuverkamannanna og gerir hana öflugir og ýktari. Þeir eru enn að afþví mörg lönd hafa þegar breytt lögum sínum og fólk er farið að veigra sér meira við að gagnrýna Islam eða hafa á því aðra en löggiltar skoðanir blessaðar af Islömskum prestum.

Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 08:11

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nei, það á ekki endilega að móðga þó það sé leyfilegt. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi almennt að bera virðingu fyrir trúarskoðunum, en hef ákveðnar efasemdir um hvort það sé virðingarverð trú, sem hefur morðingja, brjálæðing og (að líkindum) barnaperra sem sinn æðsta spámann. Raunar segja fræðimenn Íslam að allar myndir af Múhammeð séu móðgun við spámanninn, þannig að það hefði sennilega litlu skipt hvernig blaðið hefði teiknað hann.

Mér fannst þær myndir af Múhammeð sem ég hef séð úr þessu franska blaði ekki svo hræðilegar, að birta sannleikann um manninn er miklu verra kjaftshögg á múslima. Síðan má benda á að háð blaðsins um heilaga þrenningu kristinna var miklu verra og svo ógeðslegt að ég treysti mér ekki til að lýsa því einu sinni. Ekki hef ég heyrt um áætluð hryðjuverk eða morðhótanir í garð útgefenda blaðsins frá kristnum.

Theódór Norðkvist, 19.1.2015 kl. 10:22

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Væri samt ekki betri uppeldisaðferð að kenna börnum kurteisi og tillitssemi í garð náungans í stað þess að leggja áherslu á einelti í þeirri vissu að sá sem fyrir verður myndi á endanum gefast upp á að reyna að verjast árásunum?

Það á auðvitað að krefjast kurteisi og tillitssemi af múslimum, eins og öðrum, og taka hart á glæpum sem framdir eru í nafni trúar á sama hátt og aðrir glæpir eru ekki liðnir.

Á vesturlöndum gilda vestræn lög og utanaðkomandi sem kjósa að setjast þar að verða að lúta þeim lögum og ala sín börn upp við að virða þau og að sýna samborgurum sínum sömu kurteisi og tillitssemi.

Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2015 kl. 11:48

8 identicon

Það þýðir ekki að kenna barni kurteisi áður en þú fyrst agar það til að láta af óæskilegri hegðun. Það gerirðu með því að barnið nái aldrei tilsettum árangri með þeim leiðum sem þú telur óæskilegar. Öskur og grenj mun ekki skila sér í að pabbi kaupi nammi, heldur einmitt því að næsta laugardag, þó það sé nammidagurinn, fáirðu ekkert nammi, og ekki þar næsta heldur, afþví þú lést svo illa í búðinni. En pabbi kaupir mögulega nammi aftur ef þú lærir að hegða þér eins og maður. Besta leiðin til að slökkva blóðþorsta nýðinga sem vilja láta breyta umgengni við sína eigin heilögu kýr og skurðgoð sem öðrum er frjálst að virða eða óvirða, og hafa hverja þá skoðun á sem þeim sýnist, þar sem um sögulega persónu er að ræða, dómara, herforyngja og stjórnmálamann og þjóðfélög sem leyfa bara að tjáð sé "ein rétt" skoðun á slíkum eru þar með breytt í Norður Kóreu þar sem allir verða að dýrka leiðtogann, enda ekkert rökréttara eða eðlilegra við að sýna sögulegu persónunni Muhammad sérstaka virðingu heldur en Napóleon, Hitler, Olaf Palme, Nelson hershöfðingja, Christopher Columbus, eða hvaða öðrum manni sem er, góðum eða vondum, sem einnig var söguleg persóna. Í frjálsu samfélagi skal slíkt leyft, ellegar hefur vestrænt lýðræði verið smánað og svikið. Eins og í dæminu um freka krakkan og nammið er besta leyðin til að slökkva ofbeldið að fleiri, en ekki færri, skopmyndir birtist af Muhammad, þar til fólk verður orðið nánast "desensitized" jafnvel múslimar, og hætti að taka eftir því. Krakkinn skánar aldrei ef öskur og gól, eða það að lemja og berja pabba, leiðir ekki til minna sælgætis, helst að bíða tvo nammidaga, en ekki meira eins og ætlunin var. Þetta mun hvaða barnasálfræðingur sem er segja þér og þetta vita þeir sem eiga við hryðjuverkamenn og eru í forsvari fyrir menninguna og þekkja inn á öfgahópa og glæpamenn líka. Komi stjórnvöld til móts við þessa hópa þá er það af annarlegum, fasískum ástæðum, þar sem heilbrigð skynsemi og lágmarks sálfræðiþekking ráðleggur eitthvað allt annað. Ef almenningur "aðlagar" sig að þessum minnihluta múslima sem aðhyllist ofbeldi, þá hafa nýðingarnir sigrað og náð sínu fram og það mun fyrst og fremst bitna á frjálslyndum múslimum, því nýðingarnir nýðast enn meir á múslimum heldur en öðrum. Í mörgum fátækra hverfum Evrópu fara öfgahyggju múslimar um og berja til óbóta stúlkur án slæðu sem hafa Pakistankst eða Arabískt andlitsfall og þeir álíta eina af sínum. Með því að láta eftir nýðingunum og láta þeim skiljast ofbeldi beri árangur er vestrænn, hvítur almenningur að auka fjölda múslimskra stúlkna á spítölum eða í gröfinni eftir aðfarir slíkra nýðinga, því þetta er eins og að hella olíu á elda að þýðast þessa menn með heigulshætti og styrkir þá í sessi og eflir til frekara ofbeldis. 

Jónsson (IP-tala skráð) 19.1.2015 kl. 19:17

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hér er greinilega verið að fjalla um eitthvað allt annað en fitjað var upp á upphaflega og reyndar ítrekað t.d. í athugasemd nr. 7.  

Axel Jóhann Axelsson, 19.1.2015 kl. 21:05

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er hryllilegur atburður og ekki auðvelt að bregðast rétt við, en einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þessir menn hafi bara verið að bíða eftir tækifæri til að drepa og gera sig að einhverjum sjálfskipuðum hetjum eins og terrorista virðist háttur. En að ætla að hægt sé að ala terrorista upp eins og óþekka illa uppalda krakka sem heimta nammið sitt er bara hlægilegt.

Ég er alveg sammála þér Axel í því að virðing fyrir skoðunum annarra, hvort sem þær eru trúarlegar eða aðrar, hafa allajafna reynst best í uppeldi þjóða, og er því hampað jafnt í Biblíunni og Kóraninum, þó svo að alltof stór hluti mannkyns, að öllum trúarhópum meðtöldum, hafi kosið að líta framhjá því.

Að sýna samsöðu með mótmælum við ofbeldi og morðum er sjálfsagt, en að halda áfram að ögra gerir ekkert annað en að efla ofbeldið og þá dugar samstaðan skammt.

Að banna opinberlega útgáfu blaðsins, skrifaðs á sömu nótum og kallaði á morðin er uppgjöf stjórnmálamanna gagnvart hryðjuverkamönnum, og eingöngu ritstjórar blaðsins geta róað öldurnar. Það geta þeir auðveldlega með því að hætta þessum niðurlægjandi skrifum um helsta spámann múslima. Er gróðahyggjan slík, úr 60 þús. eintökum í 5 millj. að það megi jafnvel stofna heimsfriðnum í hættu? Andsk. hafi það, er mönnum ekkert heilagt?

Þessi skrif snúast í raun ekki um tjáninggarfrelsi, heldur ruddaskap í garð 200 milljarða manna, sem langflestir eru friðelskandi, þó þeir ali upp með sér nokkurn hóp brjálæðinga, rétt eins og við hérna á Vesurlöndum sem köllum okkur þó siðuð.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.1.2015 kl. 04:40

11 identicon

Þegar talað er um að ala upp terrorista, Bergljót, þá er ekki verið að meina að skikka hann Ali nú til, heldur að reyna að koma í veg fyrir að börnin og barnabörnin þín þurfi að lifa í svo hræðilegum heimi að þú hefðir framið sjálfsmorð 12 ára hefðirðu vitað örlög þeirra. Islamic State og slíkir gætu náð völdum í heiminum, hvort sem þú trúir því eða ekki. Þetta vita leiðtogar heimsins og eru að reyna að koma í veg fyrir, en heiglar á meðal lýðsins berjast fyrir eigin þrældómi og dauða barnabarna sinna í algjörri fávisku. 

Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:56

12 identicon

Heigulsháttur almúgans og vilji til að láta kúga sig hefur keðjuverkandi áhrif sem leiðir til, og hefur þegar leitt til, ótalfallt fleiri dauðsfalla en hann nokkurn tíman nær að bjarga. Við erum að tala um mörg hundruð líf fyrir hvert eitt sem glatast. Lesið ykkur til um það sem leyniþjónusturnar vita og þetta liggur í augum uppi.

Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 17:59

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, hefur einhver verið að tala um uppgjöf fyrir hryðjuverkamönnum eða að sníða löggjöf vesturlanda að sharialögum eða öðrum múslimskum reglum og venjum?

Ert þú að gefa í skyn að allir múslimar, hvar sem er í veröldinni, ættu að vera réttdræpir?  Ef ekki hvað í ósköpunum ert þú þá að meina með þessum ruddalegu innleggjum þínum?

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2015 kl. 18:55

14 identicon

Múslimar ættu að vera réttdræpir? Hvernig dettur þér slíkur ósómi í hug. Eru allir að verða geðveikir eða? Ég á góða vini sem eru múslimar og hef ekkert á móti múslimum og ekkert í mínum skrifum bendir til þess, nema menn vilji endilega halda það í einhverju ofsóknaræði. Ég er að segja að þeir sem eru að reyna að setja tjáningarfrelsinu takmörk og banna mönnum að teikna eða hætta sjálfir að þora að gagnrýna ofstæki eru með því að stofna mannslífum í hættu, því þöggunin eykur framgang hryðjuverkamanna og hvetur þá til að halda hryðjuverkunum áfram og ganga lengra. Sem stefnir allri heimsbyggðinni í hættu, múslimum ekki minna en öðrum, nema síður sé. Hryðjuverkamenn og ofstækismenn eru að myrða hundruðir í hófsömum moskum í Afghanistan, Pakistan og út um allt með reglulegu millibili þó það komi lítið í fréttunum hér. Þegar Vestrænn almenningur heimtar að hófsamir múslimar tjái sig og fordæmi hryðjuverkin ættu þau að hafa í huga alvöru ástæðuna að baki þess að þeir gera það ekki. Þeir óttast um líf sitt. 

Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 21:57

15 identicon

Það sem ég er að meina er að í hvert skipti sem eitthvað blað ákveður að hætta nú að vera með myndir af Muhammad, í hvert skipti sem einhver kerling eins og Bergljót ákveður að hætta nú að mynda sér nema "rétta" skoðun á Muhammad, kynni það nú að gerast við sjálfstæðan lestur, og svo framvegis, þá taka þeir stöðuna, sjá þeir eru að ná árangri og halda áfram...og áfram...og áfram...og áfram...þangað til heimurinn er breyttur í helvíti. Það kemur venjulegum múslima ekkert við frekar en þér eða mér. Við gætum þá alveg eins talað um að ég og þú bærum persónulega ábyrgð á KKK eða Rannsóknarréttinum þar sem þeir voru líka af kristnum bakgrunni, sem er auðvitað bara geðveikra manna tal og ekki boðlegt. Sömuleiðis er það að ímynda sér að manneskja hljóti að eiga við eitthvað slíkt minnist hún á múslima merki um múgsefjun og þöggun sem er það sem terroristarnir vilja. 

Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 22:00

16 identicon

Islamic State eru víst annars að henda hommum fram af skýjaklúfjum meðan hundruðum saman í dag. Það finnst þeim viðeigandi refsing fyrir þessa "synd" og svona losa þeir sig við þá. Ef við látum þá segja okkur hvernig við eigum að hegða lífi okkar þá styttist í að  menn fari að fela homma í kjöllurum og uppi á háaloftum svo þeir kasti þeim ekki fram af Delotte turninum. Heldurðu ég sé að grínast? Það væri mikill misskilningur. Heimurinn er mjög lítill og ég hef hitt fólk hér á Íslandi sem styður málstað Islamic State.

Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband