Reiður, hæddur, sár og móðgaður maður er til alls vís

Undanfarna áratugi hafa vesturlandabúar margir hverjir misst trúna á Guð, son hans og heilagan anda og í nafni tjáningarfrelsins er oft skopast að trúnni sjálfri og ekki síður þeim sem trúa kenningunum.

Þetta umburðarlyndi virkar í báðar áttir, því flestir eru hættir að kippa sér upp við það sem bistist opinberlega í blöðum, sjónvarpi og vefmiðlum og á það jafnt við guðlast, klám og svívirðingar um náungann.

Virðing fyrir skoðunum og tilfinningum annarra er hverfandi og kröfur verða æ háværari um að allar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga verði felldar úr lögum og framvegis verði nánast allt leyfilegt ef ekki fylgja stórkostlegar líkamsmeiðingar eða manndráp.

Hins vegar þykir alls ekki öllum jarðarbúum jafnsjálfsagt að ganga svona langt í að hæðast og niðurlægja tilfinningar og trúarlíf fólks, t.d. tveir milljarðar múslima sem búsetu hafa vítt og breitt um heiminn og þar á meðal á vesturlöndum.

Háð um islam og skopmyndir af Múhameð móðga múslima og særa illilega, en til þess er ekkert tillit tekið af hinum trúlitlu og frelsisunnandi brandarasmiðum og teiknurum sem allt láta flakka í nafni skoðanafrelsisins.

Í eina tíð þótti kurteisi vera dyggð og frekja og yfirgangur gagnvart náunganum illa liðið.  Háðið og teiknimyndagrínið um Múhameð spámann særir, móðgar og reitir fylgendur spámannsins til reiði, jafnvel friðsama borgara sem ekkert kjósa frekar en að fá að lifa sínu lífi í friði, stunda sína vinnu, lifa heimilislífi og rækja trúna óáreitt fyrir utanaðkomandi trúleysingjum sem ekki kunna lágmarks umgengnisreglur siðaðra manna.

Innan Islam eru líka stórir hópar sem alls ekki þola þessa framkomu gagnvart trúnni, fyllast gríðarlegri heift sem hvað eftir annað leiðir til hefnda með tilheyrandi blóðbaði.  Séu hvítir menn drepnir í slíkum hryðjuverkum fer allt á annan endann og þjóðarleiðtogar flykkjast t.d. til Parísar til að láta mynda sig haldandi hver í annar hönd til að sýna samstöðuna um tjáningarfrelsið.

Engum þeirra virðist hins vegar detta í hug að ræða um kurteisi og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.  


mbl.is Vekur umræðu um tjáningarfrelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt ...

Ásdís Hildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 23:23

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

„....kurteisi og að aðgát skal höfð í nærveru sálar“ virðast þessir heittrúuðu múslimar ekki hafa heyrt um, eins og hryðjuverk sanna. Kannanir sýna að um 45% múslima sem búsettir eru á vesturlöndum eru bókstafs- heittrúaðir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.1.2015 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband