Skítaflétta

Stjórnendur og ýmsir lykisstarfsmenn Glitnis hljóta að teljast óvenju minnislausir menn, enda muna þeir ekkert hver lánaði hverjum hvað, hver skrifaði undir hvað, hver sagði hvað, hver sagði hverjum að gera hvað og jafnvel muna þeir ekki hver skrifaði hvað, né hvað þetta eða hitt þýddi, sem sumir sögðu við suma í síma eða augliti til auglitis.

Þetta minnisleysi er ekki síst athyglisvert í ljósi þess að þetta voru launaháir menn, svo mjög meira að segja að alþjóð blöskraði, og sögðust hafa þessi háu laun vegna gríðarlegrar ábyrgðar sem á þeim hvíldi og því hefði mátt reikna með að þeir væru ekki haldnir svo gríðarlegum minnisglöpum og nú virðist vera að koma í ljós.

Þar sem minnið brestur um fleira sem í fréttinni stóð, verður að láta staðar numið hér, enda ekki munað hvort öll fréttin hafi verið lesin eða skilin.


mbl.is Dagur spurninga dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mörður Ingólfsson

Við sauðsvartir almúgamennirnir getum þó reynt að gleyma ekki því að hver og einn einasti þessara manna er sjálfstæðismaður. En það er sennilega bara tilviljun.

Mörður Ingólfsson, 4.12.2012 kl. 17:33

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki veit ég hvort þessir sakbornu menn eru sjallar eða ekki, enda skiptir það ekki máli.

Það sem skiptir máli er að ef þessir menn brutu lögin þá eiga þeir að fá dóm sem lög leggja til, hvorki meira né minna.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.12.2012 kl. 20:36

3 identicon

Mörður!

Þetta hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn að gera.

Það er uppeldið og eðlið, sem skiftir máli. Þessir

einstaklingar hafa aldrei lært að gera greinarmun á

réttu eða röngu. Við hvern er að sakast, foreldra,

skóla vinina??

Bágt eiga börn þessarra einstaklinga,svo mikið er víst.

Sama kemur til með að gerast hjá næstu kynslóð.MINNISLEYSI, þegar það passar....

jóhanna (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 21:16

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fangelsi landsins eru full af einstaklingum með alls kyns pólitískar skoðanir og stuðningur þeirra við einstaka flokka kemur aldrei til álita við dómsuppkvaðningu.

Axel Jóhann Axelsson, 4.12.2012 kl. 23:01

5 Smámynd: Mörður Ingólfsson

Þetta er líklega allt rétt sem þið segið herramenn. Samt er það nú eftirtektarvert hversu sjaldgæft það er að menn úr öðrum flokkum en sjálfstæðisflokki séu sakborningar í þessum stóru málum. Ég auglýsi eftir skýringum á því. Ég vil taka fram að ég er alls ekki að halda því fram að allir sjálfstæðismenn séu siðblindir. Siðblindingjar virðast hins vegar frekar leita í þann flokk en aðra ef skoðaðir eru helstu gerendur hruns og stærstu þjófnaðir síðustu áratuga.

Mörður Ingólfsson, 4.12.2012 kl. 23:42

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekkert vil ég fullyrða um stjórnmálaskoðanir einstakra manna, en a.m.k. voru helstu stjórnendur Kaupþings, Baugsgengisins o.fl. ekki bestu vinir Sjálfstæðisflokksins og reyndu allt sem þeir gátu til að koma honum frá völdum á sínum tíma.

Þó fólk vilji ekki muna það, þá hataði þetta lið engan eins mikið og Davíð Oddsson, enda varaði hann endalaust við gerðum þessara manna og reyndi sitt til að stöðva þá, sem tókst þó ekki til mikils skaða fyrir þjóðina.

Axel Jóhann Axelsson, 5.12.2012 kl. 01:42

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Minnisleysið er svo algert að einn þeirra gleymdi meira að segja að mæta til yfirheyrslu, eða var það skýrslugerð? Við skulum vona að það rofi til milli eyrnanna á honum svo hann snautist til að mæta á fimmtudaginn.

Það svona létt læðist að manni að þeir hinir hafi haft svo mikið við að glíma að þeir hafi ekki séð smugu fyrir öllum utanlandsferðunum, og kokkteilpartýum o.s.frv. sem þeir voru sífellt að sækja, kannsi bara sumarbústaðapælingum eða hvort aurunum þeirra væri nógu vel fyrir komið í hinum ýmsu skattaskjólum að þeir hafi bara skrifað nafnið sitt undir hvað sem var yfirkomnir af þreytu og lúa.

Hver má svo sem vera að því að pæla í einhverri vinnu, eða svoleiðis, þegar hann er í þvílíkri óða önn að svíkja og pretta. Það getur jú verið töluvert mál að gæta þess að bíta ekki í eigin rass þegar fjármálaflétturnar eru orðnar þannig að það er ekki fyrir venjulegt fólk að skilja þær.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.12.2012 kl. 03:10

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Heldur þú Bergljót að BB sé ekki venjulegur maður?

Sem sagt að BB sé svo gáfaður að hann hafi skylið þessar fjármálafléttur sem þú telur að venjulegt fólk skylur ekki.

Auðvitað hlýtur þú að vera óvenjuleg og að þú skylur allt þetta allt saman sem við venjulega fólkið skyljum ekki, annars værir þú ekki að tjá þig um þetta eins og þú værir saksóknari, dómari and the hangingman, so to speak.

Ekki veit ég nákvæmlega hvað BB gerði enda var ég ekki viðstaddur skýrslutöku.

En ef það er rétt sem kom fram í fréttum að BB hafi verið með umboð einhverra og skrifað undir fyrir þeirra hönd á sölu á einhverjum verðbréfum, Þá býst ég nú ekki við að BB hafi kynnt sér mikið hvað þessar fjármálafléttur gengu út á.

Þaðan af síður að BB hafi grætt einhverja miljarða á að skrifa undir fyrir einhvern.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.12.2012 kl. 07:33

9 identicon

Þetta virðast nú ekki hafa verið mjög flóknar fjármálafléttur

báturinn að sökkva og innvolsið rifið úr til að stoppa í götin

ytra byrði bátsins þynnra með hverjum deginum

og ekkert bil milli borðs og báru

og þetta var í byrjun árs 2008

Grímur (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 07:58

10 Smámynd: Mörður Ingólfsson

Ég get ekki betur séð en að allar þessar hræðilegu hamfarir í viðskiptalífi hérlendis og hrunið og svikin og þjófnaðirnir hafi meira og minna verið framið af sjálfstæðismönnum. Ég hef ekki séð að nokkur maður hafi verið meðal helstu gerenda sem ekki var sjálfstæðismaður. Getur einhver hjálpað mér að skilja hvernig má fá þá niðurstöðu að þetta komi sjálfstæðisflokknum ekker við?

Mörður Ingólfsson, 5.12.2012 kl. 20:57

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jóhann!

Ég minntist ekki einu orði á Bjarna Ben, enda kom hann á tilsettum tíma, gaf sína skýrslu og gekk út. Það tók ekki nema fimm mínútur að fá uppl. frá honum, enda skilst mér að það hafi nánast verið formsatriði. Þó ég sé ekkert yfirmáta hrifin af Sjálfstæðisflokknum, hvarflar ekki að mér að Bjarni Ben sé glæpamaður!, þó svo að þar kunni að leynast ýmsir vafasamir menn, sem og í öðrum flokkum..

Ég skil ekkert í þessu öllum þessum fléttum, enda hélt ég að það færi ekkert á milli mála í tilskrifi mínu.

Að lokum, með bestu kveðjum til Las Vegas, þvílíkur staður, sé ég að þú hefur bara steingleymt að sögnin að skilja er ekki með y.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2012 kl. 02:48

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Mörður, þú hefur greinilega bankastjóraminni fyrst þú ert algerlega búinn að gleyma stríði banka- og útrásarvíkinganna við Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn. Varla hafa þessir stríðsglöðu "athafnamenn" verið staðfastir kjósendur þess flokks.

Þú þarft greinilega að rifja betur upp atburðarásina fyrir hrun, ekki síður en bankastjórarnir sem ekkert muna um gerðir sínar á þessum árum.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2012 kl. 02:59

13 Smámynd: Mörður Ingólfsson

Þetta eru einfaldlega klíkuátök innan sjálfstæðisflokksins sem þú ert að lýsa þarna. Þetta eru allt sjálfstæðismenn, hver og einn einasti. Þeir voru alls ekki allir undirgefnir drottni vorum og frelsara Davíð Oddsyni, heldur villutrúarmenn margir hverjir, í réttum flokki allir sem einn en ekki alveg allir í réttri klíku innan flokksins. Óborganlega var t.d. þegar Jóhannes í Bónus keypti heilsíðuauglýsingu til að hvetja fólk til að kjósa sjálfstæðisflokkinn en strika út Björn Bjarnason ef ég man rétt. Og svo sverja Davíðshollir sjallar alla aðra sjalla af sér eins og þeir séu ekki sjallar. Þetta eru ALLT sjallar.

Mörður Ingólfsson, 6.12.2012 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband