Ólga í vatnsglasi Björns Vals?

Mikill hávaði hefur orðið í þjóðfélaginu eftir umfjöllun Kastljóss, sem var í miklum æsifréttastíl, um kostnað vegna upptöku og rekstur Oracle bókhalds- og upplýsingakerfis ríkisins. Var sú umfjöllun öll með ólíkindum og blandað saman stofn- og rekstrarkostnaði og jafnvel látið í skína að um stórkostleg fjársvik hafi verið að ræða í sambandi við þetta mál, allt frá árinu 2001.

Jóhanna Sigurðardóttir, þá óbreyttur þingmaður, lagði árið 2004 fram fyrirspurn í þinginu til þáverandi fjármálaráðherra um innleiðingu kerfisins og svaraði hann þar skilmerkilega um gang mála og áfallinn kostnað, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Jóhanna spurði út í kostnað við kerfið, bæði stofnkostnað og rekstrarkostnað og hvort hann hefði verið í samræmi við áætlun. Fram kemur í svarinu að heildarkostnaður til ársloka 2003 hafi numið 1.536 milljónum kr. en fjárheimildir námu 1.585 milljónum kr."

Vafalaust má finna ýmislegt athugavert við upptöku og rekstur bókhalds- og upplýsingakerfis ríkisins, enda risavaxið og flókið, eins og flest allt annað sem opinberir aðilar koma nálægt, en  í þessu tilfelli hefur þó komið í ljós að árlega hefur verið gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárlögum og samkvæmt upplýsingum núverandi fjármálaráðherra hefur sá rekstur ávallt verið innan fjárheimilda, sem alls ekki verður sagt um alla liði fjárlaganna.

Allt bendir til þess að má þetta sé uppskrúfuð æsifréttamennska og flokkist ekki einu sinni undir að teljast vera stormur í vatnsglasi.  Líklegra er að hér sé aðeins um að ræða örlitla ólgu í glasi Björns Vals Gíslasonar. 

 


mbl.is Svaraði Jóhönnu um kerfið 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjáraukalög hafa í gegnum árin verið notuð til að lauma inn fjárveitingum til verkefna sem ekki hafa staðist áætlanir. Þess vegna er það slæmt að Björn Valur og félagar ætli að losa af sér taumhald ríkisendurskoðunar varðandi yfirferð um aukafjárlög. Þar kann að leynast e-ð óhreint í pokahorninu og vekur vantraust almennings á svonefndu Alþingi, sem mælist lítið fyrir.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:46

2 identicon

Hrútur, það er ekkert verið að tala um að losa af sér taumhald ríkisendurskoðunar. Það er verið að tala um að hjá ríkisendurskoðun vinni fólk sem hægt er að treysta. Þetta er nú ekki flóknara en það.

Láki (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:49

3 identicon

...þar sem traust mældist lítið fyrir.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:50

4 identicon

Árinni kennir illlur ræðari. Eins og t.d. Kristján Júlíusson var maður til að játa. þá var  það Alþingis sjálfs að fylgja eftir skýrslugjöfinni. Það er nú ekki flóknara en það.

Almenningur (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 11:54

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

VG ætti fremur að hætta að róa með aðeins annarri árinni.

Óskar Guðmundsson, 29.9.2012 kl. 12:22

6 identicon

Óðinsvé og aumingjarnir sem þar þrífast eru með þessu misheppnaðasta skúpi fjölmiðlasögunnar búnir að mála risavöxnum stöfum fréttastofu útvarpsins ómarktæka. Eitthvað sem aldrei verður af henni skafið.

khs (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:10

7 identicon

Axel,

einhvern tíman hefðu þið íhaldsmenn ekki kallað 3ja miljarða frammúrkeyrslu storm í vatnsglasi. Eru þetta ekki bara enn ein afglöp í starfi hjá Geir Haarde sem hann þarf að svara fyrir og það helst fyrir landsdómi..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:14

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Helgi, hvenær átti þessi þriggja milljarða framúrkeyrsla sér stað? Eftir því sem Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, hefur upplýst þá hefur rekstur kerfisins alltaf verið innan fjárheimilda í fjárlögum frá upphafi. Þú verður að benda okkur á þessa uppgötvun þína um þrjá milljarðanna, því þú hlýtur að vera búinn að uppgötva stórkostlegan fjárdrátt, sem fjármálaráðherra, fjárlaganefnd Alþingis, þingmenn og aðrir hafa ekki haft hugmynd um fram að þessu.

Ef þetta er rétt hjá þér ætti slíkt mál líklega miklu frekar heima fyrir sakadómi en landsdómi.

Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2012 kl. 13:27

9 identicon

Helgi lýstu þessari framúrkeyrslu með rökum. Bara reindu það ómögulega og bullaðu svo. þessi "framúrkeyrsla fékk  verðlaun fyrir framsækni 2009 og heiðursræðuna á því mannamæoti flutti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Aulafréttastrákarnir hanns Óðinns eru snatar og þjóna sínum húsbændum. Aumingjaskapur Páls Magnússonar til að bjarga eigin skinni með því að afhenda fréttastofuna óvinum sínum og þora ekki að mæta þeim eins og Markús gerði, verður lengi í minnum höfð.

Kári (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:31

10 identicon

Það væri svo að æra óstöðugan að greina frá ráðstefnu Evrópusambandsins um framsókn í rafvæddri stjórnsýslu og upplýsingagjöf sem haldin var í Svíþjóð nú nýverið.

Þar voru Íslendingarnir aldeilis ánægðir með sjálfa sig. Uppfylltu gflestar kröfur nú þrgar. Aðeins að spýta í í sambandi við rafvædda reikninggerð.

Það er nefnilega eitt af skilyrðum fyrir inngöngu, snurðulausri, að rafsumíslan sé í lagi. 

Þessi "framúrkeyrsla" hefur því síðan inngöngu var óskað verið rekin áfram af ESB sinnum fyrst og fremst.

Fréttastrákarnir hanns Óðinns voru fyrst og fremst að reyna að koma höggi á  Jóhönn í kveðjuskini, en hún og Össur, eins og þeir vita sem vilja vita, eru helstu styrktaraðilar og pumpur þessa risaverkefnis síðan ESB umsóknin var lögð inn.

Kári (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 14:56

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef ég skil rétt þá viðurkenndi Geir semsagt í þessu svari til Jóhönnu 2004 að hafa viljandi lagt fram rangt fjárlagafrumvarp. Stormur í vatnsglasi? Dæmi hver fyrir sig.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2012 kl. 18:11

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, skildir þú ekki að svar Geirs var um kostnaðinn á árabilinu frá 2001 og út árið 2003. Eins og sést af svarinu var kostnaðurinn innan þeirra fjárheimilda sem Alþingi hafði samþykkt til þessa verkefnis. Hvar er þá framúrkeyrslan og "ranga" fjárlagafrumvarpið?

Axel Jóhann Axelsson, 29.9.2012 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband