Nú er bara að krossa fingur

Ákæra á hendur Agli "Gilzenegger" Einarssyni hefur nú verið felld niður vegna reikuls og ótrúverðugs framburðar kæranda og þar með verður að reikna með því að niðurstaða rannsakenda sé sú að ákæran hafi verið upplogin og þar með algerlega óréttmæt.

Fljótlega eftir að ákæran kom fram fóru að heyrast efasemdarraddir um málið og töldu ýmsir að verið væri að hefna sín á "Gilzenegger" vegna ýmissa ummæla hans um kvenfólk og þá aðallega feminista og satt best að segja voru ýmis þeirra bæði ósmekkleg og ófyndin, en aðaltilgangur leikpersónunnar "Gilzeneggers" virtist einmitt eiga að vera sá, að gera grín að feministunum og ergja þá á alla vegu.

Ef um falskar ákærur er að ræða í þessu máli verður "nú bara að krossa fingur" og vona að rannsakað verði hver eða hverjir hafi staðið á bak við þær og í hvaða tilgangi það hafi þá verið gert.

Það er geysilega alvarlegur glæpur að nauðga og það er líka alvarlegt að ljúga slíkum glæp upp á fólk.


mbl.is Mannorðið beðið alvarlegan skaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Axel.Gilzeneggers var að verða 100.miljóna goodwill eins og þeir segja í útlöndum,hæ,hó og allt.

það er ekki hægt að segja allt í plati málinu lokið, allavega er lykt af málinu,

Bernharð Hjaltalín, 22.6.2012 kl. 07:44

2 identicon

Það er líka afar sorglegt að skoða fjölmiðla og sjá hvernig fólk veltir sér ennþá uppúr málinu og bæði ýjar að sekt Egils eða sýknu, aðallega sekt virðist vera. Það er gert með allskonar útúrsnúningum, tölfræðilegum pælingum og ýmsum öðrum aðdróttunum.

Sem áhorfandi á hliðarlínunni get ég ekki gert mér upp neinar skoðanir á þessu máli aðrar en þær að það eina sem ég er fullviss um er að enginn kemur frá þessu sem sigurvegari.

Baldur (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 08:35

3 identicon

Allir sem tengjast þessu máli tapa fyrst það fór svona.. ég hef engar forsendur til að dæma menn seka eða saklausa í þessu máli. Málinu vísað frá..
Mér finnst samt að lögreglan sé að hanga með mál langt fram úr hófi.. td þetta mál, það getur varla verið að þetta hafi tekið svona langan tíma... tökum svo hann Einar úr Hells Angels.. saklaus, hvað var löggan að spá, hvað voru dómstólar að spá með að setja hann svona lengi í gæslu.. ítrekað; Svo var bara ekkert á bakvið þessar kærur allar saman.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 08:53

4 identicon

Sammála DoctorE.

Ótrúlegur fnykur af þessum málum. Hells Angels eru nú frægir fyrir að hóta dómurum og fangavörðum erlendis, afhverju ekki alveg eins á Íslandi? Allir þekkja alla, hæg heimatökin. "Ég þekki konuna þína og börnin, ég á mína vini....o.s.frv. Þetta með Gilla litla, það er aðeins flóknara. Hann myndi aldrei hóta eða múta neinum ekki held ég það. En einhverra hluta vegna þvældist þetta jafnlengi í kerfinu og Geirfinnsmálið ef miðað er við hausatölu sakborninga. Afhverju?

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 09:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Réttarkerfið hér á landi þarf að fara að athuga sinn gang eins og sést af tímalengdinni sem tók að ákveða að enginn grundvöllur væri til ákæru á "Gillzenegger" og ekki síður sex mámaða einangrunarvist manns sem engar sannanir finnast um að sé sekur um það sem hann var ákærður fyrir.  Það minnir mann óþyrmilega á Geirfinnsmálið, eins og ég bloggaði um HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2012 kl. 09:40

6 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

"vegna reikuls og ótrúverðugs framburðar kæranda". Hvar hefur þetta komið fram?

Kristján Bjarni Guðmundsson, 22.6.2012 kl. 10:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það kom fram í fréttinni af því hvers vegna málinu hefði ekki verið vísað til dómstóla að kærandi hefði verið ótrúverðugur og óstöðugur í framburði sínum, öfugt við "Gilzenegger" og unnustu hans sem hefðu verið staðföst og sammála í sínum framburði frá upphafi til enda.

Hvers vegna heldur þú, Kristján Bjarni, að málið hafi verið látið niður falla?

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2012 kl. 10:58

8 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Er ekki fréttin yfirlýsing frá Agli? Nú veit ég ekki til þess að rökstuðningurinn frá ríkissaksóknara hafi verið birtur opinberlega, þannig á meðan svo er er ómögulegt að vita hvernig þetta mál er allt í pottinn búið og hvað er satt og logið og fara þarf varlega í að trúa öllu sem fleygt er fram, en rökfræðilega séð er nokkuð ljóst að annar hvor aðilinn í þessu máli er að ljúga. Annars hef ég enga skoðun á því hver hefur rétt fyrir sér í þessu máli, það er hins vegar held ég slæmt fyrir alla aðila að þetta mál hafi ekki verið til lykta leitt á afgerandi hátt.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 22.6.2012 kl. 11:20

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rökstuðningur ríkissaksóknara hefur ekki verið birtur í heild, en t.d. vitnar Egill í hann í yfirlýsingu sinni og verður maður að reikna með að hann geri það án þess að rangtúlka hann þegar hann segir t.d:

" Í rökstuðningi ríkissaksóknara fyrir niðurfellingu málsins er framburður minn og Guðríðar um atvik sagður staðfastur og samræmist öðrum gögnum málsins og ekkert bendi til að við hefðum samræmt framburð til að fegra hlut okkar.

Hins vegar telur ríkissaksóknari að ekki verði framhjá því litið að í framburði kæranda var ekki innbyrðis samræmi í skýrslum hennar hjá lögreglu. Og heldur ekki samræmi í því sem haft var eftir henni á Neyðarmóttöku strax í kjölfar hins meinta brots og þess sem hún skýrði frá hjá lögreglu.

Þá kemur fram í rökstuðningi ríkissaksóknara að engin réttarlæknisfræðileg gögn sýni fram á að brotið hafi verið kynferðislega á meintum brotaþola í umrætt sinn."

Kristján, þú segir að þér þyki það slæmt að málið hafi ekki verið til lykta leitt á afgerandi hátt. Hvað meinar þú með því?? Er það ekki afgerandi afgreiðsla að hafna ákærunni og neita að vísa málinu til dómstóla? Er það eitthvert réttlæti að stefna mönnum fyrir dóm vegna ásakana um glæpi, án þess að nokkur sönnun sé um að glæpur hafi verið framinn? Væri það ekki meira en lítið öfugsnúið réttarkerfi?

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2012 kl. 11:53

10 Smámynd: corvus corax

"Mannaorðið beðið alvarlegan skaða" segir hann. Hvaða mannorð?

corvus corax, 22.6.2012 kl. 13:13

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú ólíku saman að jafna að vera illa liðinn vegna lélegrar kímnigáfu og lélegra brandara og að vera úthrópaður kvennaníðingur og nauðgari.

Axel Jóhann Axelsson, 22.6.2012 kl. 15:18

12 Smámynd: corvus corax

Eftir fjögurra vikna skoðun telur ríkissaksóknari ekki nægileg rök eða ástæður fyrir því að halda kærunni til streitu og fellir hana þess vegna niður. Þar með er maðurinn saklaus að lögum enda ekki talin ástæða til ásökunar og aldrei sönnuð sekt og mannorð hans því óskaddað af þessu máli. Hins vegar er umhugsunarvert hvort hann á rétt til skaða- og eða miskabóta vegna ákærunnar af hendi kæranda. En mannorð hans stendur óskemmt af þessu máli.

corvus corax, 22.6.2012 kl. 20:34

13 Smámynd: Egill

Corvus, ekki reyna að halda því fram að eftir svona mál að mannorð hans sé óflekkað, það verður alltaf bendlað við nauðgunarkæru, og vegna þessa má vel vera að einhver tilboð sem hefðu komið á borðið til hans gera það í kjölfarið ekki, sem og álit fólks á honum sjálfum.

en annar vinkill er eitthvað sem ég hef verið að spá í, sem er þessi.

er mögulegt að við einhverjar aðstæður, geti annar aðilinn upplifað sig sem fórnarlamb og að vera í aðstæðunum nauðugur, á sama tíma og að hinn aðilinn haldi að allt sé með felldu og hann/hún geri sér ekki grein fyrir að hinn aðilinn sé að upplifa aðstæðurnar á þennan máta?

er að vísu dálítið hættulegt að viðurkenna ef þetta er mögulegur raunveruleiki, því þá gætu allir meintir nauðgarar fengið loft í seglin þegar þeir einmitt koma með "ég hélt hún/hann vildi þetta og hann/hún gefi aldrei merki um neitt annað" yfirlýsinguna.

en ef þetta er raunveruleikinn, skiptir það þá máli þegar kemur að sakfellingu, nú eða refsingu?

Egill, 23.6.2012 kl. 13:41

14 identicon

mig langar bara að benda á að þegar kæra er felld niður er það vegna þess að yfirgnæfandi líkur eru á að sýknað verði í málinu, eða vegna skortst á sönnunargögnum (sæði er ekk talið haldbært sönnunargagn), svo að segja að reikna verði með því að kæran sé upplogin gerir þig lítið skárri en þá sem þóttust vita að Egill væri sekur og básúnuðu óyrði yfir allt internetið eins og lúðrasveit á 17. júní. Persónulega er ég viss um að hann er sekur en ég byggi þá skoðun á eigin reynslu af honum, ekki eingöngu því sem er skrifað í fjölmiðlum um málið. í leiðinni langar mig að benda á að mikill meirihluti kæra í nauðgunarmálum er felldur niður á sama tíma og áætlað er að um 1 - 2% kæra séu upplognar svo tölfræðilega séð áttu lítið sem ekkert inni fyrir áðurnefndri fullyrðingu um þessa tilteknu kæru.

hættið með þessar endalausu innihlaldslausu fullyrðingar og staðhæfingar og sleppið því að gera ykkur að fíflum í leiðinni. þeir taki það til sín sem eiga!

Hulda Brynja (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband