Rannsóknaraðferðir Geirfinnsmálsins?

Á sínum tíma voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum látnir dúsa í gæsluvarðhaldi mánuðum saman og allt upp í tvö ár í einangrun. Nokkrir einstaklingar sem ekkert tengdust málunum voru látnir dúsa í einangrun í marga mánuði í þeirri von að þeir myndu brotna niður að lokum og játa á sig sakir.

Síðar voru slíkar rannsóknaraðferðir fordæmdar og lögregluyfirvöld hafa afsakað framferði sitt með því að á þeim tíma hefðu rannsóknaraðferðir verið frumstæðar og reynsla íslenskrar rannsóknarlögreglu af meiriháttar afbrotum engin verið.

Við lestur viðhangandi fréttar rifjast þessi ótrúlegu vinnubrögð upp en einn sakborningur hefur setið í gæsluvarðhaldi í sex mánuði vegna gruns um aðild að hrottalegu líkamsárásarmáli, án þess að nokkuð hafi komið fram sem sannar aðild hans eða vitneskju um málið.

Hafa íslenskir rannsóknaraðilar ekkert lært á undanförnum áratugum?


mbl.is Vítisenglar héldu fundargerðarbók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Sammála þessum pistli hjá þér. Þeir hafa greinilega lítið eða ekkert lært, og líklega hefur þeim farið aftur frá þeim tíma. Alla vega hefur tækninni farið það mikið fram frá þessum tíma, að þeir ættu að hafa auðveldan aðgang að því sem þarf, til að bæta sig.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.6.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband