Þrautskipulögð kosningabarátta Þóru og fjölmiðlavina hennar

Fimm einstaklingar hafa tilkynnt framboð til embættis forseta Íslands, en einn þeirra ber af með þrautskipulagða kosningabaráttu, en það er Þóra Arnórsdóttir, enda á hún greinilega stóran vinahóp innan fjölmiðlanna sem allt gera til að auglýsa framboð hennar og að sjálfsögðu ókeypis í fréttum blaða og ljósvakamiðla, sem og í umræðu- og viðræðuþáttum.

Aðrir frambjóðendur fá nánast enga umfjöllun og látið er eins og Þóra ein geti velt Ólafi Ragnari af stalli forsetaembættisins og þrátt fyrir alla kosti og menntun Herdísar Þorgeirsdóttur hefur ekki verið á hana minnst í fjölmiðlum frá því að hún tilkynnti framboð sitt.

Auðvitað er nauðsynlegt að fara út í kosningabaráttu með gott skipulag og fjölmennt stuðningslið, en sú mismunun sem frambjóðendum hefur verið sýnd fram að þessu er vægast sagt hvimleið og virkar þar að auki þveröfugt á fólk, miðað við það sem lagt var upp með.

Hitt er svo annað mál, að eftir því sem frambjóðendum til forsetaembættisins fjölgar, því öruggari verður Ólafur Raganr með endurkjör.


mbl.is Þóra komin með lágmarksfjölda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er smá leiðrétting: það er ekki rétt að "ekki hafi verið á hana [þ.e. Herdísi Þorgeirsdóttur] minnst í fjölmiðlum."  DV var með ítarlegt viðtal við hana um daginn.  Hins vegar tek ég undir að kastljós fjölmiðla hefur beinst í aðrar áttir en til Jóns og Hannesar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 20:34

2 identicon

Vel og drengilega mælt Axel.

Auður Guðjónsdottir (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 23:05

3 Smámynd: Sólbjörg

Nefnt er í fréttinni að 300 hundruð manna stuðningslið Þóru hafi safnað undirskriftum. Það er ekki hægt að tala um að vinir Þóru hafi safnað henni til stuðnings, þetta er miklu stærri herferð en það. Fjöldinn er slíkur að frekar er um að ræða heila herdeild. Hvaða fólk er þetta?

Sólbjörg, 7.4.2012 kl. 23:29

4 identicon

Fyrir mjög stuttu var hún enn "að hugsa málið".

Nú er hún komin í aðstöðu til að taka sér langt frí frá vinnu ásamt manni sínum, komin með kosningaskrifstofu og 300 manna skipulagðan stuðningshóp. Gaman væri að vita hver skrifaði stóra ávísun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 23:39

5 identicon

Það hefur áður komið fram að þau áttu bæði inni frí hjá RÚV. Í fyrra ráku þau bændagistingu og matsölustað í fríinu en í ár eru þau í kosningabaráttu.Svo græddi Þóra nú ekki mikið á RÚV tengslum í dag. Allir netmiðlar og Stöð 2 sögðu frá meðmælendasöfnuninni en RÚV þagði þunnu hljóði. 

HannaOla (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 00:31

6 Smámynd: Sólbjörg

Frí hvað hjá RÚV? Mánaðarlaun fólks eru til framfærslu og algerlega óviðkomani kosningabaráttu upp á milljónir eða 300 manna stuðningsdeild sem vinnur páskahelgina í undirskriftasöfnun. Við vitum öll að Samfylkingin flokkur Þóru þráir heitast allra að koma Ólafi Ragnari frá vegna ESB - þaðan sprettur þeim eldmóðurinn, síðasta hálmstráið þeirra.

Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 01:51

7 identicon

Úff, hvað þetta er heimskulegt hjá þér Sólbjörg. Þau geta nú alveg átt inni frí óháð því hvort mánaðarlaun eru til framfærslu eða ekki. Hvað veist þú svo hver fjárhagsstaða þeirra hjóna er? Þóra er svo ekki í Samfylkingunni. Bara til að halda því til haga.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 03:57

8 identicon

Þetta er skrýlsmennska og það er bara verið að hygla Þóru fyrir að hafa tilheyrt sjálfsskipuðu "elítunni" frá blautu barnsbeini og komist í stöðuna að þekkja allt rétt fólkið á skerinu, eða þekkja fólk sem þekkir það, til að auglýsa hana villt og galið og algjörlega frítt. Allir eiga að hafa sama rétt og fá sama séns til að kynna sín málefni í lýðræðisríki. Annars er skortur af sjálfsvirðingu af þjóð að kjósa kornunga manneskju í svo valdamikið embætti. Hvað var nú síðasti keisari Kína aftur gamall? Hvað sögðu grísku heimspekingarnir maður þyrfti að vera orðinn gamall? (Svar 1: barn, Svar 2: 50 ára)

Látum skynsemi og visku ráða för. (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 07:39

9 Smámynd: Ólafur Als

Tal um stjórnmálaskoðanir frambjóðenda hlýtur að vera ofarlega á baugi í þessum kosningum, eins og öllum fyrri. Lengi vel snerist þetta um hver átti að vera kandidat fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sbr. séra Bjarna, skiptar skoðanir um dr. Gunnar og svo Pétur Hafstein. Sumir hafa bent á að þegar frambjóðandi hafi tengst þeim flokki, hafi stuðningsmenn flesttra annarra stjórnmálaafla sameinas að baki einhverjum öðrum. Þessi umræða og hvernig málum var stillt upp, gerði sumpart lítið úr hæfileikum þess fólks sem var í framboði vegna þeirra pólitísku stimpla sem voru settir á frambjóðendur - sérstaklega þegar litið er til þess að embættið var lengst af afar ópólitískt.

Guðmundur Sigurðsson telur sig hafa vissu fyrir því að Þóra sé ekki í samfylkingunni. Ef blessuð konan, með sína pólitísku fortíð vandlega staðsetta í þeim flokki og hans baráttumálum, þá getur það vart skipt öllu máli hvort nafn hennar sé ritað í bókum flokksins. Það setur framboð hennar að mati margra í tiltekið ljós sem ekki verður undan komist. Ég er sammála þessu að nokkru en þó ekki einungis. Ég horfi m.a. til ræðu hennar þegar hún tilkynnti framboð sitt. Mér þótti sú ræða slök og lýsa stórkostlegum misskilningi á hlutverki forsetans. Að halda að hún gæti sameinað þjóðina á pólitískum forsendum, eins og hún lýsti, er svo arfavitlaust að maður verður að efast um skarpskyggni konunnar.

Ég tek undir áhyggjur þess fólks sem bendir á hve hratt og vel hefur tekist að koma kosningamaskínu Þóru á rekspöl. Það er svo stutt síðan hún lét landsmenn vita af því að hún væri jú að hugsa málið. Þetta lýsir vissulega klækjum en vill þjóðin slíkt? Og hver kostar allt þetta apparat og hverjir standa að baki þessar kosningavél?

Athugasemdir frá einstaka konum um að Þóra sé fulltrúi kvenna og að kominn sé tími á kynjaskiptingu í embætti forseta hafa skotið upp kollinum. Hvers vegna Þóra sé nefnd sérstaklega, en ekki Herdís, í því sambandi átta ég mig ekki á. Er þó Herdís betur menntuð, hún hefur náð einstökum árangri á sínu sviði auk þess að hafa áralanga reynslu af alþjóðasamstarfi.

Ekki svo að skilja að ég muni kjósa nokkurn þeirra frambjóðenda sem í boði munu verða. Ég er alfarið á móti því að íslenski þjóð viðhaldi þessari gerviarfleið konungsembættisins, eins og hún birtist í íslenskri stjórnarskrá og sérílagi eins og embættið virðist vera að þróast í; þ.e. sterk pólitískt - en án þess að nokkur maður vilji í raun viðurkenna slíkt.

Ólafur Als, 8.4.2012 kl. 07:49

10 Smámynd: Sólbjörg

Varðandi athugasemd þína Guðmundur Sigurðsson, þá svaraði stuðningskona Þóru spurningu Hans Harald um hver skrifaði stóra ávísun á þá leið að þau væru í fríi hjónin. Eðlilegt að benda á að mánaðarlaun ná sjaldnast til meira en framfærsu alla vega ekki hjá ríkisstarfsmönnum. Taktu þitt hjal um heimsku til sjálfs þíns. Varðandi tengingu við flokka,þá gerði Samfylkingin það opinberlega að stilla Þóru fram sem kandidati þó fleiri væru nefndir til, þegar Þóra var tilbúinn var líka allt tilbúið í herbúðum Samfylkingarinnar fyrir þeirra frambjóðanda - getur ekki verið skýrara.

Ólafur Als, bara sem getgáta af hverju Samfó flykkist um að samnefna Þóru í kvenhlutverkið grunar mig að hönnunarstjórarnir líti svo á að fjölskylda með minni börn nái fleiri atkvæðum og Þóra eins og heimilisvinur landsmanna. Herdís er sterk og lætur eflaust engan segja sér fyrir verkum.

Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 08:54

11 identicon

Homer Simpson for President

pjakkur (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 12:20

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í framhaldi af því sem Ólafur Als segir um að allir flokkar hafi sameinast gegn frambjóðendum í forsetakosningum, sem bendlaðir hafa verið við að vera sérstakir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, má benda á að núna hamast vinstri menn við að koma því í umræðuna að Ólafur Ragnar sé sérstaklega kær Sjálfstæðismönnum og nánast orðinn þeirra frambjóðandi.

Halda menn að sá áróður sé tilkominn af tilviljun einni saman? Nei, auðvitað er hann tilkominn vegna þess að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar fyrirgefa Ólafi ekki afstöðuna til Icesave, að ekki sé minnst á hatur Samfylkingarinnar á honum vegna ótta við afstöðu hans til ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 8.4.2012 kl. 12:27

13 Smámynd: Sólbjörg

Svo rétt sem þú skrifar Axel, plottin eru ær og kýr stjórnarliða.

Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 13:03

14 identicon

Tak þú allt tal um heimsku til þín Sólbjörg, því þar á það heima. Þú veist ekkert um fjárhagsstöðu þeirra hjóna eða þess fólks sem er tilbúið að styðja þau með ráðum og dáð. Fólk á fullan rétt á að taka sér frí frá störfum vegna framboðs. Bentu svo á hvar Sf. setti Þóru opinberlega fram sem frambjóðanda Sf. Gerðu það, eða vertu ómerkingur ella.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 01:59

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur Sigurðsson: Bara það framboð sem færir Jóhönnu Sigurðardóttur forsetavald fyrsta árið á meðan forsetinn er í barneignafríi og fæðingarorðlofi er framboð samfylkingarinnar og auk þess algerlega ábyrgðarlaust framboð á viðsjártímum.

Auðvitað kemur Samfylkingin aldrei hreint fram og vinnur allt í huldum markmiðum og spuna. Þú þarft ekki annað en að skoða klapplið hennar til að sjá hvers eðlis er. Ég bíð annars ekki í að gera Jóhönnu Sig handhafa forsetavald og hafa hana einnig sem forsætisráðherra. Ég fæ hreint út sagt martraðarkenndan ótta við tilhugsunina.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband