Fórnarlömb illviljaðra stjórnmálamanna

Hreiðár Már Sigurðsson, f.v.forstjóri Kaupþings, gerði sitt fyrir Landsdómi í dag að sýna og sanna hverjir það voru sem raunverulega voru fórnarlömb og hverjir gerendur í bankahruninu á árinu 2008.

Samkvæmt vitnisburði Hreiðars Más voru það banka- og útrásarvíkingar, sem voru fórnarlömb illviljaðra og heimskra stjórnmálamanna sem allt gerðu til að leggja stein í götu þeirra sem vildu hag lands og þjóðar sem mestan án þess að þurfa að neyðast til þess að vera háðir "litla Íslandi".

Sérstakur saksóknari hefur verið að leggja þessa, að eigin sögn, bjargvætti þjóðarinnar í einelti undanfarin misseri og virðist ætla að saksækja þá fyrir lögbrot og ýmsar aðrar upplognar sakir, en eftir vitnisburð Hreiðars Más þarf enginn að láta sér detta í hug að þeir verði sakfelldir fyrir nokkurn skapaðan hlut.

Þjóðin má líklega þakka fyrir, ef sá sérstaki er ekki að baka henni tugmilljarða skaðabótaábyrgð með verkum sínum og ofsóknum á hendur þessum bestu og framsæknustu sonum hennar frá landnámi.


mbl.is Höfðu ekki afskipti af Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Jóhann. Ég hlustaði á Hreiðar í landsdómi í dag, og mér fannst vanta þær blaðsíður í hans heildarsýn á fjármálakerfi heimsins, að ekki eru til peningar í heiminum fyrir þessum innistæðulausa heimsbanka-lottóleik.

Falska hagfræðin hefur víst kennt sumum ungum og mönnum að peningar verði til úr engu, og ég hreinlega fann til með þessum blekkta unga manni, fyrir sína blekkingar-gróða-sýn á föllnu fjármálakerfi heimsins.

Hreiðar er bara blekkt fórnarlamb fjármála-blekkingarinnar, eins og svo margir aðrir. Við sitjum víst öll í blekkingar-súpunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 21:12

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, ég var að fylgjast með þessum framburði Hreiðars í dag í fréttaslettunum á mbl.is, en er enn jafnnær um tilganginn. Hvað þá afraksturinn.

Fékk á tilfinninguna að maðurinn væri að vitna í skökku máli.

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 21:33

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekki laust við að það hafi bara vantað upp á að hann segði AUMINGJA ÉG ÞAÐ ERU ALLIR SVO VONDIR VIÐ MIG...

Hann kom hvergi inn á af hverju bankanum hans vantaði allt í einu allan þann pening sem vantaði þegar í enda var komið, eða hvert lánið sem bankinn fékk á síðustu metrunum fór...

Þjóðin er að borga fyrir bankann sem hann átti að sá um og gæta hans og hann segist enga ábyrgð ber, þetta er siðblinda myndi ég segja.....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.3.2012 kl. 23:54

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef rétt er munað var því alltaf haldið fram af bankagengjunum að þeirra banki væri svo vel fjármagnaður til næstu ára, að lánsfjárkreppan kæmi ekkert sérstaklega illa við þá og enginn vandi væri að lifa hana af næstu eitt til tvö árin. Því er undarlegt að heyra að neyðarlögin skuli hafa sett Kaupþing á hausinn á einum degi, þar sem enginn hafi viljað lána bankanum peninga eftir það.

Axel Jóhann Axelsson, 9.3.2012 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband