Óáreiðanlegur þingmaður, Þór Saari

Þór Saari hefur löngum barið sér á brjóst og gefið sig út fyrir að vera heiðarlegri og að öllu leyti merkilegri mann og þingmann en aðra sem á þingi sitja.

Hann hefur ekki sparað stóryrðin í gagnrýni sinni á aðra, en gerist nú ber að hreinum ósannindum, þegar hann fullyrðir í ósmekklegri bloggfærslu, að sjálfsvígum hafi fjöllgað gífurlega í landinu á síðust rúmum þrem árum, þ.e. frá banka- og efnahagshruninu haustið 2008.

Þrátt fyrir að slíkar fullyrðingar hafi marg oft áður verið hraktar af þar til bærum aðilum, gerist þingmaðurinn svo djarfur að slá slíkri fyrru fram og ætlast væntanlega til að fólk trúi honum, enda þykist hann öðrum mönnum áreiðanlegri, eins og áður sagði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn og sjálfsagt ekki í það síðasta, sem Þór Saari verður sér til skammar með gífuryrðum sínum.


mbl.is Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þetta er gapuxi og kjáni.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.3.2012 kl. 20:12

2 identicon

Hann ætti að skammast sín og segja af sér þingmennsku. Það er full ástæða til.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 20:38

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þeim sem ekki flaug í hug "þar kom að því" rétti upp hönd.

Sigurður Sigurðsson, 7.3.2012 kl. 21:21

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er sömm að hafa mannleisu eins og þór Saari á þingi..

Vilhjálmur Stefánsson, 7.3.2012 kl. 23:13

5 identicon

Sæll Axel.

Enn einu sinni þarf ég að leiðrétta rangfærslu frá þér um mig. Ég hef aldrei sagt að sjálfsmorðum hafi fjölgað, ekki einu sinni gífurlega eins og þú heldur fram.  Hvað varða tölfræði þá sem var sýnd í fréttum RÚV þá var hún þriggja ára gömul með nýjustu töllur frá 2009.

Þór Saari (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:13

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þór, þú notar orðálagið ".. ótal manns hafa í örvæntingu tekið eigið líf.." og ert þar að tala um ástandið eftir hrun. Viltu ekki vera örlítið nákvæmari og birta þær tölur sem þú átt nákvæmlega við um fjölda þeirra sem hafa tekið eigið líf eftir hrun í samanburði við einhvern ákveðinn árafjölda fyrir hrun. Það þýðir ekki fyrir þig að reyna sífellt að draga í land með fullyrðinar þínar, án þess að koma þá með nákvæmar tilvitnanir til þeirra staðreynda sem þú þykist byggja á.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2012 kl. 00:21

7 identicon

Úr því Þór Saari les þetta blogg: Nýjustu tölurnar sem RÚV birti voru heildartölur sjálfsvíga árið 2009, teknar saman árið 2010 (það er ekki hægt að taka saman tölur ársins fyrr en árinu er lokið, það hlýtur þú að skilja, Þór Saari). Til eru nýrri tölur í riti Hagstofunnar, Landshagir 2011, sem þú getur væntanlega nálgast á þínum vinnustað en eru ekki komnar á netið. Frá áramótum 2010 til marsbyrjunar 2012 eru ekki þrjú ár, Þór Saari. Þannig að þetta voru ekki þriggja ára tölur. Ég mæli með því að þú bætir lestrar- og reikningskunnáttu þína ef þú ætlar að sitja áfram á þingi þótt mér finnist að þú eigir að segja af þér strax á morgun eftir að hafa reynt að tengja saman illskiljanlegt níðingsverk og bága fjárhagsstöðu sumra og nota þér þetta í pólitískum málflutningi þínum, án minnstu samúðar með aðstandendum þeirra sem í hlut eiga (bæði mannsins sem framdi voðaverkið og mannsins sem liggur í lífhættu á spítala). Tek undir það sem aðrir segja hér að ofan og á flestum þeim bloggum sem um þig og orð þín fjalla (sem eru nokkur, sjá blogggáttina).

Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:42

8 identicon

Ekki gefast upp Þór. Leyfði þeim sem ekkert gera að jarma í réttunum á meðan þú heldur áfram að vinna þitt vanþakkláta verk við að reyna að gera gott. Þú ert einn örfárra þingmanna sem þjóðin virðir.

Dísa (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dísa er greinilega mikill húmoristi, a.m.k. að eigin áliti, en ekki er víst að mörgum öðrum finnist svona húmor merkilegur.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2012 kl. 00:56

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kom fram í fréttum áðan að nauðgunum og heimilisofbeldi hefði fjölgaði gifurlega síðast liðið ár.  Það ætti að segja okkur nokkuð um ástandið í þjóðfélaginu.  Það sem þarf að gera er að hætta að skjóta sendiboðana og fara að vinna á þessari reiði sem ER TIL STAÐAR Í ÞJÓÐFÉLAGINU,  það þarf bæði leppa og eyrnahlífar til að sjá það ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 13:54

11 identicon

Þór sagði hlutina eins og þeir eru, margir í samfélaginu eru eins og tifandi tímasprengjur; Að horfast ekki í augu við þetta er fáránlegt.. Maður var líka barinn í Dróma. .hér eru sprengjumenn.. við sjáum eitthvað svona næstum daglega.

Svo er rætt við einhvern stúpid geðlækni sem virðist ekki gera sér grein fyrir því að fólk í þunglyndi,örvæntingu og blankheitum.. er ekki fljótasta fólkið til að leita sér aðstoðar... Ef eitthvað er þá skulum við taka þann pól í hæðina að það sé meira en lítið skrírtið að EKKERT hjá heilbrigðisstéttum bendi til áhrifa af hruni, að lögreglan segir að ástandið sé gott.. HALLÓ, eru menn ruglaðir... þetta fólk er annað hvort að ljúga til um ástandið, eða er óhæft..

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:12

12 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það væri nær að þór Saari reindi niður á þingi að koma þessari Ríkisstjórn frá Völdum,heldur en að vera rita eitthverja vitleisu á Blogginu og í Fölmiðlum..Kanske er hann stirktaraðili þessara Ríkistjórnar?það væri gaman að vita fyrir hverja Hreifingin vinnur....

Vilhjálmur Stefánsson, 8.3.2012 kl. 16:56

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Getur reiði einhvers og sárindi vegna blankheita, einhvern tíma verið réttlæting ofbeldisverka, jafnvel morða? Ofbeldi og yfirgangur er einfaldlega aldrei réttlætanlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 8.3.2012 kl. 17:51

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei enda held ég að ENGIN hafi verið að réttlæta þetta ofbeldisverk.  Það er málið að menn eru að gera hér úlfalda úr mýflugu og ætla fólki það sem það á ekki inni.  Því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband