Ríkisstjórn og Vaðlaheiðargöng. Annars engin ríkisstjórn

Ríkisstjórnarómynd Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki nema eins atkvæðis meirihluta á Alþingi, sem þýðir í reynd að hver einasti þingmaður stjórnarflokkanna hefur neitunarvald í öllum málum. Því er svo komið að stjórnin kemur engu máli í gegnum þingið nema með hrossakaupum við einstaka þingmenn, sem nú orðið selja sig dýrt og helst ekki fyrir neitt minna en jarðgöng og helst tvö.

Ráðherrakapall Jóhönnu og Steingríms virðist ekki ætla að ganga upp nema algerlega tryggt verði að Vaðlaheiðargöng komist á framkvæmdaáætlun og helst Norðfjarðargöng líka.

Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að svindla til þess að láta kapal ganga upp. Svona hrossakaup við lagningu ráðherrakapals jafngilda grófu spilasvindli.


mbl.is Fundahöld um allt hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Er ekki bara ágætt að ráðast í mannfrekar framkvæmdir núna.

Vilberg Helgason, 31.12.2011 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband