Getur Steingrímur ekki sagt satt? Ekki einu sinni óvart?

Steingrímur J. neitar því alfarið að andstaða Jóns Bjarnasonar gegn innlimun Íslands í væntanlegt stórríki ESB eigi nokkurn þátt í brottrekstri hans úr ríkisstjórn, þrátt fyrir yfirlýsingu Jóns sjálfs um að sú sé einmitt raunin. Annar hvor þeirra hlýtur að segja ósatt. Hvor ælti sé líklegri til slíks?

Í fréttinni fullyrðir Steingrímur einnig að Hreyfingin hafi óskað eftir viðræðum um að fá að styrkja ríkisstjórnina, gegn því að fá einhver af sínum stefnumálum fest í lög innan ákveðins tímaramma. Steingrímur segir sig og Jóhönnu hafa orðið GÓÐFÚSLEGA við því að veita Hreyfingunni áheyrn, þó ekkert hafi þó komið út úr því vinsamlega spjalli.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur sagt, í hverju fjölmiðlaviðtalinu á eftir öðru, að ríkisstjórnin hafi leitað eftir loforði Hreyfingarinnar um að hún styddi ríkisstjórnina í ýmsum málum og myndi að minnsta kosti veita vilyrði fyrir því að verja stjórnina vantrausti. Þór sagði að upp úr viðræðunum hafi slitnað vegna þess að ríkisstjórnin féllst ekki á að veita stefnumálum Hreyfingarinnar brautargengi og sérstaklega ekki stefnu hennar í skuldamálum heimilanna. Annar hvor þeirra hlýtur að segja ósatt. Hvor ælti sé líklegri til slíks?

Margir halda því fram að Steingrímur J. geti ekki sagt satt. Skyldi hann ekki einu sinni geta sagt sannleikann þó ekki væri nema einstaka sinnum og þá jafnvel alveg óvart?


mbl.is Tengist ekki Evrópumálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei, enda ROÐNAÐI hann aldrei í umræddu viðtali, það er nefnilega sagt að hann roðni þegar honum verður það á að segja satt..............

Jóhann Elíasson, 30.12.2011 kl. 21:18

2 identicon

Steingrímur er einn af þeim einstaklingum sem ég myndi ekki treysta með fimmeyring á milli húsa. Fimmeyringur er nú ekki víst til í dag. En það gefur til kynna álit mitt á honum

Gaman væri að vita hve margir íslendingar eru á samamáli og ég..

Ég vona bara til guðs að Hreyfingin komi ekki nálægt þessu guðsvolaða

sem kallast ríkistjórn. FY FAN.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:18

3 identicon

"Allt fer sömu leið,

og ásækja smærri

fiska stærri fiskar´

sílum samferða

að sama náttstað

náhvals í gapanda gini"

(Bj. Thor.)

Sveinn Snorrason (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 21:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er búin að fá upp í kok af þessu liði Jóhönnu og Steingrími treysti þeim ekki fyrir þjóðarskútunni, hvað er þá til ráða?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2011 kl. 21:41

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvenær laug Steingrímur? Facts!

Sigurbjörn Sveinsson, 30.12.2011 kl. 22:34

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurbjörn, hver lýgur og hver segir satt í dæmunum sem nefnd voru hér að ofan? Hvenær er Steingrímur yfirleitt að segja satt? Facts.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2011 kl. 22:38

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þið talið öll eins og þið séuð til vitnis um tveggja manna tal.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.12.2011 kl. 23:49

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það sem var fjallað um hér að ofan var ekki tveggja manna tal. Þetta voru yfirlýsingar þessara manna í fjölmiðlum.

Axel Jóhann Axelsson, 31.12.2011 kl. 01:09

9 identicon

Hvers vegna ætti umrenningur að segja satt. Hann vinnur ekki fyrir fólkið.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 01:25

10 identicon

Helgrímur segir aldrei satt.Þegar hann segir konu sinni að það sé sólskin úti fer hún út í regngalla og með regnhlíf því hún veit að kallinn kann ekki að segja sannleikan

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband