Fyrsta ríkisstjórnin til að svíkja eigin samninga

Einn harðasti stuðningsmaður Samfylkingarinnar í gegn um tíðina, Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, virðist algerlega umpólaður gagnvart fyrrum samstarfsfólki sínu og nú orðið gagnrýna fáir ríkisstjórnina eins harkalega og einmitt hann.

Gylfi hefur látið þau orð falla að það sé alveg nýtt að ríkisstjórnir svíki ítrekað gerða samninga við aðila vinnumarkaðarins, en það hafi "norræna velferðarstjórnin" gert nánast undantekningalaust um leið og undirskriftir ráðherranna hafa þornað á pappírunum sem þeir undirrituðu.

Undanfarna áratugi hafa ekki verið gerðir neinir kjarasamningar án aðkomu og þátttöku ríkisstjórna og fram að þessu hefur verið hægt að treysta þeim samningum sem ráðherrar hafa lagt nafn sitt við.

Öryrkjabandalagið og samtök aldraðra hafa einnig marg lýst óánægju sinni með núverandi svikaríkisstjórn og formaður ÖÍ hefur bent á að kjör þeirra sem þurfa að reiða sig á bætur frá hinu opinbera hafi aldrei verið verri en einmitt nú og hafi farið síversnandi frá því að sú norræna komst til valda.

Það er athyglisvert að formaður ÖÍ sem hefur verið dyggur félagi í Vinstri grænum og forseti ASÍ, Samfylkingarmaðurinn, virðast báðir sakna sárt þeirra tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórnartaumana, enda var þá hægt að treysta stjórnvöldum landsins til að standa við gerða samninga.


mbl.is Kjarabótunum fórnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Axel.: Ertu ekki að fatta plottið? Senn liðið á þriðja ár og ekkert verið efnt. Nú eru að koma jól, "senn" fara að sjást fyrstu ákærur frá "Sérstökum" og Gylfi ásamt meðreiðarsveinum éta sína steik í ró og næði yfir jólin með yfir milljón á mánuði í laun. Fréttablaðið heldur kjafti eftir áramót og allir kátir. Á nýju ári mun ekki heyrast múkk í þessum EU sleikjum, frekar en öðrum verkalýðsleiðtogum, sem ótrúlegt nokk, án þess að fatta það, hafa leitt íslenskan verkalýð í nákvæmlega þau spor, sem hann er í, í dag. Ef verkalýðurinn er hins vegar svo fattlaus, að fatta þetta ekki, á hann skilið að sitja eftir með sárt ennið og láta preláta eins og Gylfa segja sér áfram fyrir verkum.

Halldór Egill Guðnason, 7.12.2011 kl. 04:47

2 identicon

Það er því miður alrangt að ríkisstjórnir hafi ekki áður svikið eigin samninga og stundum hafa m.a.s. verið sett bráðabirgðalög til að komast hjá því að standa við þá.

Matthías (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 08:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta gelt í Gylfa nú er algerlega marklaust. Hann getur sjálfum sér um kennt og engum öðrum.

Síðasti vetur fór allur í að reyna að koma saman kjarasamningum fyrir launafólk landsins. Í upphafi þeirrar lotu komu þeir Gylfi og Villi E sér saman um, að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur, að allir skyldu fá sömu kjarabót, hvernig sem fyrirtækin sem greiða ættu launin stæðu. Þetta hefur aldrei gengið hingað til og ekki heldur nú. Niðurstaðan var að þau fyrirtæki sem verst stóðu áttu að leiða launahækunina. Það gekk einfaldlega ekki, þar sem mörg fyrirtæki voru betur sett og sum þeira vildu láta sína starfsmenn njóta þess, en vegna samkomulags Gylfa og Villa, var það stöðvað af.

Þá kom upp sú staða að hækka þurfti laun meira en mörg fyrirtæki réðu við, til að fá samning samþykktann. Til að svo mætti verða var leitað á náðir stjórnvalda, þó vitað væri að þangað væri ekkert að sækja og þó vitað væri að núverandi stjórnvöld skirrist ekki við að svíkja slíka samninga, eins og þjóðarsáttina sumarið 2009.

Það voru því gerðir kjarasamningar byggðir á tálvonum frá ríkisstjórninni. Sá pakki sem hún bauð til að koma á kjarasamningi var nær samhljóða þeim loforðum sem fylgdu þjóðarsáttinni 2009 og auðvitað var aldrei ætlun ríkisstjórnarinnar að standa við þann pakka, ekki frekar en sumarið 2009.

Afskipti stjórnvalda af kjarasamningum er aldrei til góða, né heldur miðstýring þeirra af hálfu heildarsamtaka launþega og atvinnurekenda. Kjarasamningar eiga að fara fram á milli starfsmanna og eigenda fyrirtækja og byggjast á getu fyrirtækja tl að efna þá. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt viðunnandi laun eiga ekki tilverurétt. Einungis með þessum hætti er hægt að byggja upp eðlilegann rekstur í landinu. Með þessu mun byggjast upp samkeppni milli fyrirtækja um að greiða launþegum laun eftir bestu getu, þar sem best reknu fyrirtækin hefðu eðlilega aðgang að besta fólkinu.

Að byggja kjarasamninga á einhverju öðru en getu fyrirtæja til greiðslu launa, sérstaklega ef um loforð frá stjórnvöldum er að ræða, eru falssamningar. Við sjáum best nú, í tíð þessarar vinstri helferðarstjórnar, hversu haldgóð slík loforð eru. Hvert málefnið af öðru hefur verið dregið til baka, mál sem komið hafa inn í kjarasamninga af hálfu stjórnvalda gegnum árin. Má þar t.d. nefna sjómannaafsláttinn sem stjórnvöld eru að afnema.

Hlutverk stjórnvalda er ekki að koma að kjarasamningum, hlutverk þeirra er að sjá svo til að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau geti blómstrað. Þá er ekkert mál að sækja eðlilegar kjarhækkanir til þeirra. Þetta ætti Gylfi að vita, en sökum blindni í pólitík ákvað hann að sjá svo um að kjarasamningur yrði alfarið byggður á tálvon frá stjórnvöldum, tálvon sem allir vissu í raun að ekki yrði staðið við. Hann gerði því karasamning samkvæmt óskum Jóhönnu Sigurðardóttur og getur sjálfum sér um kennt og engum öðrum!!

Gunnar Heiðarsson, 7.12.2011 kl. 08:59

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar, algerlega er hægt að taka undir það sem þú segir um hvernig kjarasamningar ættu að fara fram og sú norræna hefur endanlega sýnt fram á fáránleika þess að vera að blanda stjórnvöldum inn í samningsgerðina og byggja þá á "loforðum" ríkisstjórna um þetta og hitt í efnahagsmálum.

Varla dettur aðilum vinnumarkaðarins í hug að blanda loforðum ráðherra inn í samninga oftar.

Axel Jóhann Axelsson, 7.12.2011 kl. 10:33

5 identicon

Sæll.

Ég hætti alveg að taka mark á Gylfa eftir að hann vildi að við samþykktum Icesave. Sama á við um Hörð A. forstjóra LV - til hans ber ég ekkert traust lengur.

Ég er einnig sammála síðustu efnisgrein GH í nr. 3. Hérlendis hefur myndast kúltur um að hlaupa alltaf til ríkisvaldsins. Kannski er það vegna þess að ríkið er alltof stórt og þar er auðvitað verulegt vandamál á ferðinni. Segja þarf upp starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum og lækka svo verulega skatta og útsvar. Þá mun ástandið hér lagast á skömmum tíma. Sagan sýnir það.

Helgi (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband