Skuldabandalag Evrópu til bjargar evrunni

Nýjasta hugmyndin til bjargar evrunni er að stofna skuldabandalag ESBríkja, sem fælist í því að hvert ríki fyrir sig hefði ekki lengur heimild til skuldabréfaútgáfu, heldur yrðu framvegis boðin út sameiginleg skuldabréf evruríkja sem Seðlabanki Evrópu myndi annast.

Með þessu kerfi yrði það ákveðið í Brussel hvað hvert ESBríki gæti skuldsett sig mikið og í raun jafngilti þetta að ríkin afsöluðu sér fjárhagslegu sjálfstæði sínu til kommisaranna í Brussel, sem aftur taka fyrst og fremst við skipunum frá Merkel og Sarkosy, eða þeirra sem gegna störfum kanslara Þýskalands og forseta Frakklands.

Viðhangandi frétt endar svo: "Haft er eftir heimildarmanni innan úr stjórnarráði Þýskalands að það sé algert forgangsmál að viðhalda evrusvæðinu með öllum aðildarríkjum þess. „Án slíkra sameiginlegra skuldabréfa kann að vera of seint að bjarga evrusvæðinu,“ er haft eftir honum og ennfremur að bráðum yrði ekki lengur hægt að reyna að bjarga evruríkjum í vanda með björgunarpökkum upp á marga milljarði evra."

Hvað af þeim vanda, sem steðjar að efnahagslífi Evrópu og ekki síður evrunni, skyldu íslenskir ESBsinnar ekki skilja?


mbl.is Útiloka ekki lengur skuldabandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband