Andstaða við evruna eykst - í evruríkjum

ESBríkin, flest, hafa átt við efnahagserfiðleika að etja undanfarið og þó þeir hafi verið mismiklir eftir löndum, hefur nokkuð stór hluti evrulandanna átt bágast og það svo, að evran sjálf á orðið í vök að verjast og ekki útséð um það ennþá hvað um hana verður.

Ef skoðanakönnun sem gerð var í Hollandi er lýsandi fyrir afstöðu almennings í þeim evrulöndum sem betur standa um þessar mundir, er greinilegt að hratt fjarar undan samstöðunni um gjaldmiðilinn, að ekki sé talað um afstöðuna til aðstoðar við skuldugustu og verst stöddu evrulöndin.

Samkvæmt skoðanakönnun fyrir dagblaðið AD í Hollandi vilja 54% aðspurðra að Grikkjum verði vikið af evrusvæðinu og rétt tæpur helmingur vill að evran verði aflögð og gömlu gjaldmiðlarnir verið teknir í notkun aftur.

Eins kemur fram í frétt Reuters af málinu, að meirihluti vill ekki að Ítalíu og Spáni verði bjargað, lendi löndin í skuldakreppu, álíka þeirri sem hrjáð hefur mörg önnur evrulönd. Í Reutersfréttinni kemur þetta fram um þessa afstöðu: "A Maurice De Hond poll published on Sunday showed that 60 percent of those surveyed wanted the Netherlands to stop lending money to other euro zone countries. A week ago, 55 percent said support should not be extended to Spain and Italy if they needed it."

Svo láta ESBsinnar á Íslandi eins og öll umræða um efnahagsástandið í Evrópu og vandamálin með evruna séu hreinn uppspuni andstæðinga þess að Ísland verði innlimað sem útkjálkahreppur í þetta vandamálasamband. 


mbl.is Vilja Grikki af evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband