Djöfull í mannsmynd

Anders Behring Breivik er sannkallaður djöfull í mannsmynd, samviskulaus og siðblind skepna, sem virðist hafa gengið með hugmyndina að hryðjuverki sínu í maganum í mörg ár og verið að undirbúa verknaðinn markvisst unanfarna nokkra mánuði.

Hann gefur sig út fyrir að vera nasisti og var búinn að skrifa fimmtánhundruð síðna bók um hvernig hann vildi sjá Evrópu í framtíðinni, að því er virðist sína eigin útgáfu af "Mein Kampf" Hitlers, átrúnaðargoðs síns.

Breivik mun hafa viðurkennt að hafa staðið fyrir ódæðunum í Osló og Utöya, en þau hafi verið nauðsynleg til að vekja athygli á málstað hans um allan heim. Maður sem lítur með þeim hætti á fjöldamorð sín og sprengitilræði hlýtur að vera gjörsamlega ómennskur og eiga ekkert skylt við mannkynið, annað en útlitið eitt.

Gerðir svona ómenna eru óútskýranlegar í huga alls venjulegs fólks og þó þetta hljóti að vera skýrt dæmi um andlega brenglun af verstu tegund, þá hefur verið á það bent á blogginu, t.d. af Jóni Vali Jenssyni, að líklegast verði þessi skepna talin sakhæf og muni því fá fangelsisdóm og verða kominn aftur út í samfélagið, jafnvel áður en hann nær sextugsaldri.

Anders Behring Breivik er sannkallaður djöfull í mannsmynd.


mbl.is Vandlega undirbúin hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að menn hætti að fara inn á vef Eyjunnar eftir þessa drullu. Er ekki lágmarkskrafa að blaðamenn séu ódópaðir þegar þeir skrifa pistla. Ef hann var ekki útúrdópaður eða haugfullur þegar hann skrifaði þetta þá sýnist mér þetta vera vandalega undirbúið pólitískt hryðjuverk. 

Sjálfur hætti ég að lesa pistla og fréttir á eyjunni fyrir næstum ári síðan, en var bent á þetta.

Björn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:19

2 identicon

Er þetta ekki einmitt sú hætta sem vofir yfir að einstaklingar taki sig til og fremji slik hryllingsverk i auknum mæli ?  ...Bæði er svo lett fyrir fólk að komast yfir alla hluti og upplysingar i dag t.d á netinu  og það er til svo hættulega mikið til af veiku fólki !  Og þetta er kanski hlutir sem erfiðast er að fylgjast með eða átta sig á og öllum detta siðast i hug  ?

Ransy (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:32

3 identicon

Best að skella drullunni hér inn (ég fyrirgef þér Axel ef þú hendir þessu út), því þegar víman rennur af ritstjóranum gæti hann tekið sig til og breytt færslunni, ef ekki þá hlýtur hann að standa við þessa ritsmíði sína. Feitletrunin í textanum er mín:

Hyski Hannesar

23.7 2011 | 22:09 | 42 ummæli

Fyrir rúmum áratug lauk ég grein með þessum orðum: „Ættum við ekki að gera siðlegri umræðu í þessu landi þann greiða að afgreiða Hannes Hólmstein Gissurarson sem það flón sem hann er?“

Tilefnið var ræða sem Hannes hafði flutt fyrir norræna blaðamenn í Reykholti. Hún fjallaði um Jón Ólafsson, sem þá átti Stöð 2, og viðskiptaveldið sem hann byggði upp á fíkniefnagróða og stjórnmálamennina sem hann hafði í vasanum.

(Þetta var árið 1999 og eignarhald Jóns á Stöð 2 ógnaði ítökum Sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlum. Þess vegna lét Hannes svona. Seinna eignaðist Jón Ásgeir Jóhannesson Stöð 2 (og Fréttablaðið, sem ógnaði Mogganum) og tók þá við hlutverki glæpamannsins með fjölmiðla og stjórnmálamenn í bandi. Spyrjiði bara Björn Bjarnason – hann hefur skrifað um þetta heila bók.)

Nema hvað. Ég sá soldið eftir þessu. Að hafa kallað Hannes flón. Því maður á auðvitað ekkert að uppnefna fólk svona.

En það bráði fljótlega af mér. Enda hefur Hannes haft öll þessi ár til að staðfesta að hann á ennþá verri viðurnefni skilin.

Því er ég nú að rifja þetta upp, að mentalítet Hannesar – að gefa allri sómatilfinningu langt nef og nota hvert tækifæri til að halla réttu máli ef það þjónar hagsmunum hans – veður enn óhugnanlega víða uppi.

Fremstur í flokki er hann sjálfur í greinum á Pressunni, en lærisveinar hans og vinir hafa fundið sér vettvang á vefnum amx.is, sem ógalið fólk ýmist hlær að eða hneykslast á. Höfundunum virðist þykja þeir sjálfir æðislegir.

Sumt af því sem birtist á amx ber augljós stíleinkenni Hannesar, en annað er of illa skrifað til þess að hann sé höfundurinn. Því þótt Hannes sé óheiðarlegur skrumari þá er hann ekki illa skrifandi. En stefin eru þau sömu, síendurtekin.

Ég nefni bara tvö nýleg dæmi. Þegar réttarhöldin yfir Geir Haarde hófust í júní skrifaði Hannes grein þar sem hann kallaði Ögmund Jónasson arftaka kommúnista sem hvarvetna hefðu sett á svið sýndarréttarhöld yfir andstæðingum sínum um leið og þeir komust til valda. (Og bætti við að frændi Ögmundar hefði verið stalínisti.)

Þetta var svo yfirgengilegt (heimskulegt? ógeðslegt?) að sjálfur Ómar Ragnarsson óhreinkaði sig og bað Hannes að hætta að gera Geir óleik með svona rugli. Það hvarflaði náttúrlega ekki að Hannesi.

Enn nýrra dæmi er af amx, þar sem íslenzku verkalýðshreyfingunni og vinstri mönnum almennt var líkt við Ku Klux Klan í Bandaríkjunum. Alveg formála- og kinnroðalaust, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Efnið er tekið beint úr hugarheimi Hannesar Hólmsteins.

Jæja. Margir segja að við ættum ekki einu sinni að eyða orðum á þennan bjánaskap, ekki virða hann viðlits, ekki stækka boðskapinn með því að hafa orð á honum.

Hingað til hef ég verið þeirrar skoðunar líka. En ekki lengur. Ekki eftir atburðina í Noregi.

Halló, halló – heyri ég nú einhverja segja. Ætla ég virkilega að bera Hannes og vini hans saman við fjöldamorðingjann í Noregi?

Svarið er já. Ekki af því að þeir myndu fremja neitt ódæði þessu líkt, víðs fjarri því. Ég held því hins vegar fram að hatrið, ofstækið og brenglunin sem birtist í skrifum Hannesar-klansins sé af sama meiði og þegar Anders Breivik kallar Gro Harlem Brundtland landsmorðingja, en ekki landsmóður.

Það er líka af sama meiði og sumt heimsku- og hatursruglið sem stundum birtist í athugasemdakerfinu hér á Eyjunni.

Munurinn er þó sá, að hér eiga í hlut menn sem einu sinni fóru með raunveruleg völd á Íslandi og leggja nú allt í sölurnar til að ná þeim aftur.

Og ég ætla að bæta í: Viðbrögð pakksins á amx við fréttunum frá Noregi voru þannig, að um mann fór hrollur. Fyrst héldu þeir því fram að Össur Skarphéðinsson „þættist harmi sleginn,“ en sú uppgerðarhryggð væri hvorki meira né minna en „einhver mesta hræsni seinni tíma í íslenskum utanríkismálum.“ Hvers vegna? Jú, Össur hefði lýst yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu.

Næst reyndu þeir að sverja af sér morðingjann (eins og einhver hefði kennt þeim um ódæðið), sem starfaði í helzta hægri flokki Noregs og skilgreindi sig sem hægri mann, með því að segja að í raun og veru væri hann sósíalisti eða jafnaðarmaður.

Það virðist ekki hafa hvarflað að þeim sem skrifaði, að þetta skipti engu máli. Fjöldamorðin eru jafnfyrirlitleg, jafnógeðsleg og lýsa jafnhatursfullu innræti hvort sem morðinginn er krati eða íhaldsmaður, kristinn eða gyðingur, Valsari eða KR-ingur.

En, nei – morðinginn hlaut að vera í liði með „hinum“. Hann hlýtur eiginlega að vera jafnaðarmaður. Í liði með Stalín og Ku Klux Klan.

Hrollurinn fór þó loks niður alla hrygglengjuna þegar sami höfundur kallaði fjöldamorðin „með ógeðfelldari atburðum í sögu Norðurlanda.“

Já, lesiði þetta aftur: Miskunnarlaus aftaka á tugum ungmenna var ógeðfelld. Og þó varla það, heldur „með ógeðfelldari atburðum.“

Eitt sinn var Joe McCarthy spurður: Have you no decency, sir? Hefurðu enga sómatilfinningu? Svarið lá í augum uppi þá og gerir það líka í þessu tilviki.

Hvílíkt andskotans hyski.

Karl Th. Birgisson

Ritstjóri Eyjunnar

Björn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ýmislegt smánarlegt hefur maður séð í tengslum við þessa voðaatburði í bloggheimum hér heima, en þessi skrif Karls Th. Birgissonar toppa lágkúruna algerlega, ekki síst vegna titilsins sem hann skreytir sig með.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2011 kl. 10:43

5 identicon

Og hann mun víst hafa breytt færslunni því upphaflega mun hafa staðið:

“Halló, halló – heyri ég nú einhverja segja. Ætla ég virkilega að bera Hannes og vini hans saman við fjöldamorðingjann í Noregi?

Svarið er já. Ég held því fram að hatrið, ofstækið og brenglunin sem birtist í skrifum Hannesar-klansins sé af sama meiði og þegar Anders Breivik kallar Gro Harlem Brundtland landsmorðingja, en ekki landsmóður.”

Þannig að ritstjórinn hefur séð pínulítið að sér og bætt inn "Ekki af því að þeir myndu fremja neitt ódæði þessu líkt, víðs fjarri því" í síðari útgáfu(r). Hvort er það dóp eða hatur sem er að leika Karl svona illa?

Björn (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 10:44

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er sorglegt að sjá menn feta í meint fótspor þess sem þeir fyrirlíta. Ég ætla ekkert að tjá mig um álit mitt á Hannesi Hólmsteini hér, né Karli St. Birgissyni, en að toppa ofstæki og dónaskap einhvers sem þú fyrirlítur, kann ekki góðri lukku að stýra.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 12:10

7 Smámynd: Elle_

Björn, ég er sammála þér.  Hef fyrir löngu hætt að fara inn í þennan soramiðil.  Og strax og ég sá hversu lélegur þessi samfylkingarlegi miðill var.  Það var ekki voða erfitt. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 12:27

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Samfylkingarlegi miðill, soramiðill? Ég get nú ekki séð mikinn mun á honum og þessum sjálfstæðismannalega soramiðli sem við skrifum á, eins og hann er í meðferð alltof margra bloggara á tíðum. Ritstjórn moggabloggsins virðist líka ýta undir þau skrif, þó ekki sé með svo beinum hætti.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 13:26

9 identicon

Axel,

Skrifaði maðurinn þetta virkilega?! þ.e. Karl Th. Birgisson. Ég er nú í sambandi ungra jafnaðarmanna, líklega núna örlítið of gamall.

Jæja, kannski er hann ekkert skárri en Hannes Hólmsteinn eftir allt saman. Ótrúlegt hvað menn geta sogast ofan í sorann í þessum netheimum.

Ótrúlegt hvað vitið hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar menn tjá sig um svona mál.

Einnig athyglisvert að bera saman viðbrögð eftir því hvar hlutirnir gerast. Þegar hryðjuverkið í Oklahoma varð, þá liggur við að viðbrögð sumra hafi verið "they had it coming", og hvað það væru miklir brjálæðingar í Bandaríkjunum. Það er kannski ekki smekklegt að velta þessu fyrir sér, og vona ég að sumir hafi lært af því.

Einnig er ótrúlegt að engin hafi stoppað manninn af. Mjög ólíklegt að hann hefði komsist svona langt með þetta í mörgum öðrum löndum.

Þetta þýðir líklega miklu meira eftirlit. Aftur á móti er athyglisvert að sjá hver viðbrögð sumra verði. Þetta var var verk eins geðveiks manns, og erfitt að segja að þetta hafi verið annað en "killing spree", heldur en hryðjuverk. Hins vegar þegar um hryðjuverk er að ræða er ekki um verk geðveikra manna að ræða(má reyndar deila um það), heldur skipulagða starfsemi. Aftur á móti virðist "sumt" fólk halda að andspyrnan, við skiplulagða hryðjuverkastarfsemi(les killing spree), sé "mannréttindabrot"!!!!!!!!! Kannski að þessi "mannréttindabrot" hefðu komið í veg fyrir þennan óhugnað, þó erfitt sé að segja til um það.

Ég held að það sé kominn tími til að menn andi, og hugsi aðeins, áður en þeir detti alltaf í þennan gamla kaldastríðshugsunarhátt. Þá voru línurnar skarpar. Núna eru menn að vaða skít.

Guðmundur R. (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 17:06

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Munurinn á Karli Th. Birgissyni og ýmsum nafnlausum eða dulnefndum bloggurum, sem hafa tjáð sig á einkennilegan máta vegna þessa hroðalega atburðar er sá, að Karl Th. titlar sig ritstjóra og ætlast væntanlega til að einhver taki sig alvarlega.

Nokkrir bloggarara hafa reyndar tjáð svipaðar skoðanir og Karl Th., en það eru fyrst og fremst bloggarar úr villtasta vinstrinu og skoðanir þeirra eru reyndar einkennilegar á flestum málum, svo vægt sé til orða tekið.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2011 kl. 17:15

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mig langar til að benda lesendum þessarar síðu á færslu Ingibjargar Axelmu Axelsdóttur á bolggsíðu Hilmars Jónssonar. Ég er sammála henni og setti kinnrauða þegar ég las það sem hún hefur að segja.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 17:25

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sammála um pistil Ingibjargar Axelmu og fyrst farið er að birta annarra manna pistla hérna í athugasemdunum, tek ég mér bara það Bessaleyfi að setja færsluna hennar, sem þú vitnar til hérna inn líka. Svona hljóðar hann:

"Allt frá því að þessi harmleikur átti sér stað, hefur fólk bent fingrum í allar áttir, og grátið "úlfur".

Fyrst í stað voru það nokkrir einstaklingar sem þóttust vita að það væri auðséð að þarna væru múslímar á ferð. Ég vona svo sannarlega að þeir hafi verið með matarlyst þegar þeir þurftu að éta ofan í sig stóru orðin aftur.

Þegar svo loks kom í ljós hver stóð á bakvið þessar árásir, og hvoru megin línunnar hann stóð bæði trúarlega og pólitískt séð, hefur moggabloggið nánast staðið í ljósum logum.

Vinstrimenn benda háðslega til hægri, og fullyrða að þetta sé fólkið sem þessi stefna elur af sér.

Hægrimenn keppast í því að segja að þótt þessi maður hafi hallað til hægri að þá var hann ekki á sama stað og þeir. Sama má segja um kristna / kaþólska.

Ég held að fólk mætti alveg líta í eigin barm og hreinlega skammast sín, vegna umræðunnar (beggja megin línunnar) undanfarið. Þetta er ekki mál sem á að nýta sér í frama eða skoðanapot.

Það er til fólk allsstaðar í heiminum sem er virkilega truflað á geði, og getur orðið svo heltekið á skoðunum sínum eða annarra, að það hreinlega rekur það út í öfgafullar aðgerðir sem þessar.

En slík geðveila er ekki bundin við hægri / vinstri / trúarbrögð, þótt það henti okkar málstað að kenna því um.

Hatur og öfgar eru af hinu illa, sama hvaðan það sprettur.

Við ættum frekar að nýta orku okkar í það að sýna frændum okkar og bræðrum út í Noregi stuðning og samhug á þessum erfiðu tímum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.7.2011 kl. 16:45"

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2011 kl. 17:41

13 Smámynd: Elle_

Já, samfylkingarlegi soramiðill.  Kemur ekki Sjálfstæðisflokknum við.  Og ég var að tala við Björn að ofan. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 18:15

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrirgefðu Elle, en ég hef enga samúð með fólki sem er harðgift Sjálfstæðisflokknum, og eygir ekkert almennilegt eða manneskjulegt utan hans. Þar með komum við aftur að því hvort svona þras megi ekki liggja milli hluta í nokkra daga, á meðan við gefum okkur tíma til að sýna frændum okkar Norðmönnum samúð í verki.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.7.2011 kl. 23:14

15 Smámynd: Elle_

Ekki ertu að bendla mig við stjórnmálaflokk?

Elle_, 24.7.2011 kl. 23:20

16 Smámynd: Elle_

Ekki bendla mig við stjórnmálaflokk þó ég hafi ímugust á einum þeirra, ef e-r skyldir vera að gera það.  Hinvegar tel ég Morgunblaðið vera langvandaðasta íslenska fréttamiðilinn og það kemur ekkert pólitískum flokki við. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 23:26

17 Smámynd: Elle_

Ég er enn að velta fyrir mér hvað comment no. 14 kemur mér eiginlega við.  Fólk ætti ekki að vera að skipta sér af öðrum ef það ætlar að bulla út í loftið um það. 

Elle_, 25.7.2011 kl. 18:38

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.7.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband