Hryðjuverk geðsjúks öfgamanns

Hryðjuverkin í Noregi, þar sem yfir nítíu manns voru myrt í sprengjuárásinni í Osló og hinni viðbjóðslegu skotárás á ungmennin á eynni Utöya sýna hve ótrúlegum harmi einn maður getur valdið, en oftast standa skipulögð öfgasamtök fyrir hörmungaratburðum af slíkri stærðargráðu.

Fólk er algerlega berskjaldað fyrir svona brjálæðingum, eins og sýnir sig í þessu tilfelli, en ekki nokkur maður í umhverfi hans, eða sem til hans þekkti, virðist hafa haft hinn minnsta grun um hann væri að undirbúa einhvern mesta glæp sem framinn hefur verið á Norðulöndum.

Sjálfur virðist hann ekki hafa gefið neitt upp um fyrirætlanir sínar á þeim netsíðum sem hann var virkur á, en slíkt mun þó vera nokkuð algengt, t.d. hjá þeim ungmennum sem hafa staðið fyrir skotárásum á skóla og aðra fjölmenna staði. Þegar svona vitstola menn eiga í hlut skiptir ekki máli hvort þeir eru vinstri- eða hægriöfgamenn, því í raun er hugur þeirra jafn sjúkur hverjar sem skoðanir þeirra eru á mönnum og málefnum. Geðsjúklingar af þessari gerð geta sjálfsagt alltaf fundið afsakanir í huga sér til að réttlæta gerðir sínar.

Norðmenn eru nánasta vina- og frændþjóð okkar Íslendinga og því snertir þessi hræðilegi atburður okkur djúpt og hugur okkar og samúð er með norsku þjóðinni.


mbl.is Sagður vera hægriöfgamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér sýnist augljóst, þar sem ekkert benti til hvað hann var að undirbúa á löngum tíma,  sýni um fram allt kaldrifjaðan og skipulagðan ásetning að framkvæma út í ystu æsar pólitískan rétttrúnað sinn frekar en geðsýki.

En það má svo sem segja að ekkert sé heilbrigt við pólitískar öfgar, hvort heldur er til hægri eða vinsti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 09:57

2 identicon

Jú, það skiptir miklu máli hvort að hann sé róttækur hægri maður.

Ekki reyna að fara í grafgötur með það nú þegar ljóst er að ekki er hægt að kenna múslimum um morðin. 

Hefði hann verið róttækur vinstri maður hefði allt farið í háaloft meðal Moggabloggaranna.

En nú, þegar þessi óþægindi hafa verið tengd hægriöflum, þá er allt gert til að reyna að þagga það niður. 

Fjöldamorð á börnum hefur ekki verið aðferð róttækra vinstri manna og anarkista. Og þá er ég auðvitað ekki að tala um vinstri sinnaða stjórnvaldssinna á borð við þá sem stjórnað hafa stórum vinstrisinnuðum ríkjum heldur vinstri menn með anarkískar og átónómískar tendensíur. 

Magnús Þór (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 10:25

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Raunar er það ekki rétt að þessi ólánsmaður hafi ekkert sagt eða gert í þessa veruna. Hann hafði ekki farið leynt með hatur sitt á Verkamannaflokknum og leiðtogum hans,  sem hann kallaði m.a. "landsmorðingja" á samskiptasíðum. 

Ekki ósvipað er að gerast hér á landi varðandi með hatursáróðurinn gegn ríkisstjórnarflokkunum þar sem mönnum eru ekki vandaðar kveðjurnar, nafngiftirnar og landráðaásakanir. Eru hugsanlega einhverjir "Breivikingar" að undirbúa eitthvað svipað hér á landi? Það er allavega full ástæða til að taka hatursskrif og hótanir í garð ráðherra og ríkisstjórnar alvarlega í ljósi þessara atburða, erum við ekki sammála um það nafni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.7.2011 kl. 10:52

4 identicon

Þegar einhver sem tilheyrir "óvininum" fremur ódæðii, þá er það hryðjuverk vegna trúar eða uppruna. Þegar einn af "okkur" fremur ódæði þá er viðkomandi sagður brjálæðingur.

Agnar Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 11:05

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, það fremur enginn svona voðaverk nema viðkomandi sé verulega skertur á geðsmunum.

Þessi maður hefur kennt sig sig "þjóðernisjafnarstefnu", þ.e. nasisma, sem auðvitað er jafn mikil öfgastefna til hægri eins og kommúnismi er til vinstri og báðar stefnurnar auðvitað jafn fáránlegar.

Við höfum nú séð skrif ýmissa úr villta vinstrinu á blogginu, þar sem allir andstæðingar eru lýstir nánast réttdræpir hvar sem til þeirra næðist, en hingað til hefur maður ekki talið að þeir öfgamenn væru að meina hótanir sínar bókstaflega. Kannski þyrfti að endurskoða þá afstöðu.

Hinsvegar er fáránlegt að setja all sem haldnir eru geðveiki, nasisma eða kommúnisma sjálfkrafa í einn flokk, þ.e. flokk fjöldamorðingja og hryðjuverkamanna.

Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2011 kl. 12:53

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann á enga afsökun í "geðsýki", Axel Jóhann Axelsson, enda fungeraði hann með fulla vitsmuni til ýmissa hluta eins og að stofna og reka fyrirtæki og skipuleggja allan höfuðglæp sinn út í yztu æsar. Þessi mannfjandsamlegi Breivik á það skilið að hanga í hæsta gálga eða hálshöggvast, eftir ýtarlega rannsókn máls hans hjá lögreglu og dómstólum, en því miður er engin dauðarefsing í gildi í Noregi. – PS. Ég tek fram, að ég hef ekki lesið hér nema hluta þessarar umræðu ykkar.

Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 14:27

7 identicon

Gat það verið að ofzatrúaður kaþólikki kallaði eftir dauðarefsingu.

Hafið það hugfast, allir öfgatrúaðir, að ef við færum eftir hinum sturluðu kenningum um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, þá værum við langflest sjónlaus og tannlaus í dag.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 14:42

8 identicon

Jón, hrópandi á dauðarefsingu ber ekki mikil merki um kristingildi hjá þér enda kannski ekki að saka þar sem þú tilheyrir Kaþólsku kirkjunni sem er eitt rotnasta og ógeðfeldasta betterí sem til er í heiminum.

Ég held að það sé við hæfi að vitna í J.R.R Tolkinen í þessu samhengi eða þar sem Gandalfur sagði við Fróða í Hringadróttinssögu:
"Margir sem eiga skilið að deyja lifa...og margir sem eiga skilið að lifa deyja...getur þú gefið þeim líf?  Vertu því ekki áfjáður í að deila dauða og dómi...því jafnvel þeir vitrustu sjá ekki fyrir endinn"

En svo ég blandi mér nú í umræðu ykkar nafnanna. Að þá held ég að það sé full ástæða til að taka hótanir hérlendis alvarlega og ekki þurfti heldur þetta tilvik til að sú ástæða væri til staðar.

Það var hópur fólks sem var hér með vefsíðu þar sem því var haldið fram að það þyrfti að drepa ákveðna einstaklinga og hreinsa til í þjóðfélaginu...nafnið á hópnum er alveg stolið frá mér en þau voru nokkuð áberandi hérna snemma árið 2009.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 15:28

9 identicon

Það vantar þann bút inn í fréttirnar á íslandi sem hefur komið fram hér í noregi að maðurinn er ofsatrúarmaður,er í frímúrarareglu og tekur bíblíuna ansi bókstaflega.Það sannast eins og oft áður að þegar menn blanda saman þessum tveim hlutum,trúarbrögðum og pólítík saman verður oft til hættuleg blanda.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 16:07

10 identicon

Jósef, því miður þá er mikið um að fólk lesi Biblíuna og túlki það sem því þóknast út úr henni.  Ef ég myndi lesa biblíunna með það fyrir leiðarljósi að finna í henni eitthvað sem segir að ég eigi að fórna börnunum mínum á altari þá gæti ég fundið það ef ég myndi aðeins lesa örfáar línur og hundsa hvað stendur á undan þeim og eftir.

Biblíuna ber hinsvegar að lesa sem heild og hvergi nokkur staðar segir biblían að við eigum að drepa menn...gamla testamenntið segir það þar sem gamla testamenntið leggur línurnar um það hver lög samfélagsins eru...hvað sé ásættanlegt og hver séu viðurlög við brotum gegn lögunum.  Í nýja testamenntinu er refsingin hinsvegar lögð til hliðar og við fáum fyrirgefningu og náð og eigum að sjálfsögðu að sýna slikt hið sama.

Að við eigum að drepa menn stendur hinsvegar hvergi í Biblíunni þar sem bibían er Gamla og nýja testamenntið til samans.  Það stendur þó auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og að ef maður drepi mann þá eigi hann að gjalda með lífi sínu en það stendur í gamla testamenntinu sem eitt og sér er þekkt sem "Torah" trúarrit Gyðinga.

En vissulega hefur mörgum tekist að túlka ýmislegt út úr Biblíunni án þess þó að túlkunin sé nokkuð annað en hártoganir og bull.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 16:22

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni, hér er þér villugjarnt. Það er að vonum, eins léleg og fræðslan hefur verið um kristindóm í þessu landi á síðustu áratugum. Kenning Gamla testamentisins um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn er EKKI kenning Krists og heldur ekki mín.

Arnar Geir Kárason, þessi ummæli þín um kaþólsku kirkjuna dæma sig sjálf - afhjúpa þína vanþekkingu og fordóma, og er ég þó ekki að segja, að kirkjan sem mannlegt samfélag sé flekklaus, fjarri fer því.

"Hrópandi á dauðarefsingu ber ekki mikil merki um kristingildi hjá þér," segirðu, en því er þveröfugt farið: þú finnur ekki neins staðar beina andstöðu við dauðarefsingu í Biblíunni nema vitaskuld þegar dæmt er röngum dómi eða dómi sem fer að hörku til gegn réttlætinu.

Það er fróðlegt sem þú segir þarna um einhvern hóp hérlendis sem hafi verið "með vefsíðu þar sem því var haldið fram að það þyrfti að drepa ákveðna einstaklinga og hreinsa til í þjóðfélaginu." Endilega reyndu að upplýsa nánar um þann hóp eða einhverja í honum, fólk þarf að fá að vita þetta.

Jósef Ásmundsson, kristindómur frímúrara er ekki hefðbundinn kristindómur, heldur undir frönskum 18. aldar áhrifum (deisma). Þú fordæmir ekki alla sultu (eða allan kristindóm), þótt ein sultutegund (eða ein kirkja eða trúarhópur) virðist eða reynist lakari að gæðum en vænzt var.

Þrátt fyrir tal þitt um Biblíuna, virðistu illa að þér í henni, Arnar Geir Kárason, og hér er ég að vísa til innleggs þíns kl. 16.22. Þinn tími er EKKI kominn til að pontifíkera hér um sannindi Biblíunna. Ekki leizt mér heldur á það, þegar þú fórst fyrir fáeinum misserum að boða það, að fósturdeyðingar væru bara alveg í lagi á kristilegan mælikvarða!

Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 17:10

12 identicon

Það er svo rangt að blanda pólítík inn í þetta.  Þessi maður er náttúrulega bara geðsjúklingur.  Ef fólk heldur að hann hafi bara verið að þessu afþví hann var svona svakalega mikill öfga-maður þá er eitthvað að.  Allir öfgamenn eru hinsvegar slæmir en ekki það slæmir að þeir gera eitthvað þessu líkt.

Ég held að fólk ætti frekar að sýna samúð með Normönnum og fyrirlíta þennan mann og geyma það að fyrirlíta skoðanir hans.  Afþví að þetta er svo sannarlega ekki skoðununum að kenna.  Maðurinn er veikur.

Jakob (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 17:21

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er ótrúlegt að fylgjast með smekkleysi nokkurra öfgavinstri manna á bloggsíðum, þar sem þeir nota sorgina og samúðina með norsku þjóinni vegna hins hræðilega voðaverks í gær, sem greinilega geðveikur maður í meira lagi sem gefur sig út fyrir að vera nasisti, framdi versta hryðjuverk í sögu Noregs, a.m.k. eftir stríð, til að jafna skoðunum mannsins við stefnu Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.

Þessir ofsaöfgamenn úr villta vinstrinu hafa oft sýnt ótrúlegt smekkleysi í skrifum sínum á bloggsíðum og í raun furðulegt að mbl.is skuli líða slík skrif á sínu bloggi. Núna tekur þó steininn úr og með þessu rugli toppa þessir rugludallar sína eigin fyrri smekkleysu.

Skrif þessara manna geta ekki stafað af öðru en barnaskap, illmennsku eða því sem líklegast er, skynsemisskorti. Jafnvel gæti verið um blöndu af öllu þrennu að ræða.

Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2011 kl. 18:04

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, svo sannarlega er þetta skoðunum hans að kenna. Skoðanir geta verið hættulegar. Skoðun nazista á Gyðingum var þeim síðarnefndu banvæn.

Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 18:05

15 identicon

Ekki minnist ég þess að hafa heyrt/lesið eina einustu sögu af Jesú þar sem hann mælti með dauðarefsingum.

Hinsvegar er fyrirgefningin óumdeilanlega einn sterkasti boðskapur hans (vinsamlegast ekki túlka það sem svo að þessum manni eigi einfaldlega að fyrirgefa og sleppa aftur út á meðal manna). 

En það er vert að hafa í huga, sérstaklega fyrir ofstækizfulla öfgatrúaða menn eins og Jón, að menn eyða gríðarlega miklum tíma og orku í að dæma og sakfella hvern annan, fyrirgefningin tekur hinsvegar aðeins eina sekúndu.

Þessi geðsjúklingur í Noregi er okkur öllum verðugt víti til varnaðar, hér þarf að fylgjast vel með öllum róttækum öflum, hvort sem þau eru trúarlegs eðlis, eins og hin stórhættulega kaþólska kirkja, hinir snargeðbiluðu vottar Jehóva, nú eða einfaldlega þjóðkirkjan með alla sína misyndismenn; eða af hinum pólitízka eðli, þar eru öfgamenn í allar áttir og með þeim þarf að fylgjast grannt.

Það er bara tímaspursmál hvenær svona lagað gerist á okkar litla landi.

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:18

16 identicon

Eitthvað hefurðu nú lesið vitlaust ef þú fékkst það út að ég teldi fóstureyðingar í góðu lagi... það sem ég gagnrýndi helst var hroki og yfirgangur kirkjunnar og þá sér í lagi kaþólikka og baptista að vilja meina öllum öðrum sem ekki deila okkar trúar og lífskoðunum um frelsi til þess að hátta þeirra lífi eftir þeirra eigin vilja.  Sem og þann tvískinnung sem felst í því að standa fyrir utan sjúkrahús með skilti og uppnefna stúlkur sem þegar ganga í gegnum mikla erfiðleika sem fylgir slíkri ákvörðun.
En það er í sjálfu sér allt önnur umræða sem ég vil síður fara út í á þessum grundvelli.

Ég er hinsvegar sjálfur að reyna að muna nafnið á þessum hóp og/eða hvar ég rakst á hann.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:44

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jafnvel þó þetta voðaverk hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara og verið lengi í undirbúningi er það mjög sjúkur hugur sem er við stjórnvölinn. Svona lagað framkvæmir enginn nema sá sem er alvarlega sjúkur andlega.

Þrátt fyrir að sagt sé að maðurinn sé geðveikur verður að hafa í huga að andleg veikindi eru af ýmsum toga og fæstum sem þjást af slíkum sjúkdómum dettur nokkurn tíma í hug að vinna öðrum mein.

Þess vegna þarf hálfgerða andlega brenglun til þess að láta sér detta í hug að bendla þennan ákveðna brjálæðing við stefnu Sjálfstæðisflokksins á Íslandi.

Villtustu vinstri öfgasinnar ættu að sýna norsku þjóðinni og ekki síst aðstandendum þeirra sem létu lífið, eða stórslösuðust, í þessu fjöldamorði þá virðingu og samkennd, að láta ekki eigin hugaróra skyggja á alvarleika þessa máls.

Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2011 kl. 20:54

18 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Óskaplega getur umræðan um þennan sorglega atburð orðið yfirgengilega heimskuleg hér í bloggheimum.

Geðsjúkir morðingjar og siðblindir finna sér yfirleitt einhverjar réttlætingar fyrir sínum illskuverkum.

Þótt engin væri kristin trú, islamstrú, vinstri stefna né hægri stefna, þá myndu þessir einstaklingar engu síður fremja sín voðaverk.

Illska, siðblinda og hatur, það eru ástæður allra svona voðaverka, jafnvel þótt þessi illmenni finni einhverjar stefnur til að réttlæta voðaverkin sín.

Jón Ríkharðsson, 23.7.2011 kl. 20:58

19 identicon

Til þess að skoða hlutina í samhengi við íbúafjölda má benda á að í hlutfalli við 9/11 þá er þetta 100% hærri dánartala í Noregi. Svakalegt.

Örn ´43 (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 21:01

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni, það er ekki mitt að fyrirgefa þessum manni, það geta ástvinir fórnarlamba hans reynt að gera, og sparaðu dómsýkina, ef það gengur ekki greiðlega hjá þeim. Og ekki eyði ég "gríðarlega miklum tíma og orku í að dæma og sakfella" þennan mann fyrir aðra, það gerðu nefnilega nánast allir og þurftu ekki að hugsa sig oft um. Þér er undarlega mikið niðri fyrir að tala um að fyrirgefa þessum óvætti samfélagsins, en svo talarðu fordæmandi á alhæfandi hátt um kaþólska kirkju, 1100 millj. manna samfélag, og þarft að koma með aðra alhæfandi hleypidóma um annað trúarsamfélag um leið. Þetta er þitt vandamál, Bjarni, ekki mitt, þessir óskynsamlegu æsingarþankar þínir.

Arnar Geir, þú vilt "frelsi" kvenna og stúlkna til að ákveða sjálfar örlög ófæddra barna sinna (og áttar þig sennilega ekki á því, að það formlega frelsi þeirra er misnotað óspart af öðrum - foreldrum, barnsfeðrum og vinum - sdem auðveldur farvegur til að þrýsta þeim, oft hikandi eða jafnvel óviljugum, í fósturdeyðingu. Afstaða þín er ekki kristin, heldur veraldleg. Ófædd börn þurfa á lagavernd að halda ekki síður en fædd börn.

Síðueigandi, viltu þá láta setja manninn undir læknis hendur?

Jón Valur Jensson, 23.7.2011 kl. 22:47

21 identicon

Varðandi það að dæma og sakfella, þá er ég að sjálfsögðu að tala almennt séð, enda staðfesta hækkandi tölur þeirra sem eru dæmdir til fangavistar um allan heim að við erum afar upptekin af því að dæma og sakfella aðra.

Auðvitað á þessi maður að hljóta sinn dóm og aldrei að sjá dagsins ljós aftur, ég er bara að benda á að þessi ofzi sem einkennir samfélag okkar er einmitt það sem knýr svona geðsjúklinga áfram. Svona menn eru fjöldaframleiddir í öfgahreyfingum, trúarlegum, pólitískum og and-félagslegum. 

Það er einfaldlega staðreynd að af öfgum eru svona "nöttarar" sprottnir. Ég er ekkert að alhæfa um einn eða neinn, ég er eingöngu að benda á að innan allra hreyfinga myndast öfgahópar, innan öfgahópanna eru bilaðir einstaklingar og frá þeim spretta svona verknaðir. Þess vegna þarf að fylgjast með öllum stórfum hreyfingum, sérstaklega á stærð við hið kaþólska skrímsli, en skv. einfaldri tölfræði magnast líkur á ódæðismönnum í svo stórum hópi. Sérstaklega þar sem afar margir þar eru sturlaðir bókstafsofzatrúarmenn.

Við þurfum ekki að líta lengra en á okkar litla Ísland. Ólafur Skúlason barnaníðingur. Georg skólameistari barnaníðingur. Margrét Müller barnaníðingur. Það væri bara óskandi að svona sturlað fólk færi að fordæmi Margrétar og varpaði sér úr turni út í opinn dauðann, helst samt áður en það fremur níðingsverk.

Ég býst samt við að þeir sem eru svona fylgjandi dauðarefsingu, að þeir séu tilbúnir að taka að sér hlutverk böðulsins þegar á þarf að halda? Eða hvað?

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 23:14

22 identicon

Annars er það bara svo merkilegt með suma öfgasinnaða trúarmenn að þeir telja sig hafa rétt til að ákveða líf og dauða. Eins og sumir kaþólikkar, telja sig verða að vernda ófætt líf, jafnvel þótt konu hafi verið nauðgað, hún skal vera neydd til að geta barn kvalara síns, jafnvel þótt líf móður muni enda gangi hún meðgönguna á enda. Nei öfgatrúaðir kaþólikkar telja sig hafa æðra vald en aðrir til að ákveða fyrir hönd þeirra.

Síðan þegar kemur að málefnum aumingja eins og þessa Norðmanns, þá allt í einu mega þeir (hinir sturluðu kaþólikkar) taka sér það vald að ákveða hverjir skuli deyja. Ótrúlegur tvískinnungur og hræsni fólgin í þessu.

En þetta útskýrir auðvitað þá refsigleði sem fylgt hefur kaþólikkum um aldur og ævi. Brenna, hengja, pynta, nauðga, kaþólskan huginn þetta skal auðga!

Bjarni (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 23:37

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, þú spyrð: "Síðueigandi, viltu þá láta setja manninn undir læknis hendur?".

Mitt svar er að ég myndi frekar vilja að maðurinn yrði vistaður á viðeigandi stofnun (lokaðri geðdeild) allt sitt líf og væri þar undir eftirliti lækna og öryggisvarða, frekar en að hann yrði dæmdur í lífstíðarfangelsi (16 ár) og slyppi svo út þegar hann væri búinn að afplána 10-12 ár af fangavistinni.

Axel Jóhann Axelsson, 24.7.2011 kl. 00:05

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú meira endalausa ruglið í þér, Bjarni minn. Þú þekkir greinilega hvorki haus né sporð á kaþólsku.

En gott er svarið hjá þér, Axel (ég kallaði þig síðuhöfund, af því að annar Axel Jóhann hafi verið hér virkur líka).

En það er kannski sá alvarlegi hængur á þessu svari þínu, að alls óeðlilegt er að stinga mönnum inn í geðsjúkrahús, sem þangað eiga ekki erindi vegna neins greinanlegs geðkvilla.

Bjarni talar um hann sem "geðsjúkling" og "sturlaðan", virðist mjög snöggur að sjúkdómsgreina fólk og reyndar marga aðra að auki með þessari færibandasjúkdómsgreiningu sinni. En rétturinn horfir til þess, hvort sakborningur verði talinn sakhæfur eður ei. Þessi náungi vissi vel hvað hann var að gera, skipulagði glæpi sína langt fram í tímann og af ískyggilegri nákvæmni og bilaði ekki af taugaveiklun að framkvæma þá.

Ég kalla það í reynd sýknu forherts glæpamanns að gefa honum geðsjúklings-passann, og mér sýnist þetta einföld undankomuleið frá þeirri afleitu réttarfarsstefnu að engan megi dæma í meira en 25 ára fangelsi. Mjög sennilega gæti það þá þýtt 25 ára fangelsi, án neinnar afléttingar, og síðan yrði hann hugsanlega myrtur af einhverjum hinna mörgu þúsunda vina eða ættingja fórnarlambanna. En við erum reyndar hvött til að hefna okkar ekki sjálf (það segir Guðsorðið: Biblían), ríkisvaldið sjái um það þessa heims ... En þá er illa komið, þegar það er einmitt það, sem ríkisvaldið gerir ekki (að fullnægja réttlætinu) eða með augljóslega ófullkomnum hætti.

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 01:12

25 identicon

Jón Valur, það er staðreynd að meira segja á Íslandi, á litla Íslandi, finnast kaþólskir barnaníðingar. Fleiri en einn meira að segja.

Þetta voru meira að segja bæði hausinn og sporðurinn á kaþólskunni hérna, og eitt stykki biskup til að halda verndarvæng yfir níðingana.

Ótrúleg hræsni alltaf hreint í ykkur kaþólsku níðingunum!

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 01:34

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú æsirðu þið upp, Bjarni, hverju sætir það? Og ættirðu ekki að setja nafn þitt undir þetta? Eða hvaða kaþólski biskup hér á landi hélt verndarhendi yfir barnaníðingum, geturðu svarað því?

Kaþólski barnaskólinn hafði hins vegar afar gott orð meðal Íslendinga í um eða hartnær hálfa öld og það verðskuldað. Það er sannarlega ömurlegt, ef rétt reynist, að síðan hafi setzt þar að barnaníðingar og misnotað sér traust manna, bæði á skólanum og prestvígðum yfirmanni, um það getum við svo sannarlega verið sammála. En athæfið er eins fjarri kaþólskri trú og siðferði eins og verða má, sérðu það ekki?

Svo þarftu ekki að tengja afstöðu mína til dauðarefsinga kaþólsku kirkjunni sérstaklega. Jóhannes Páll 2. páfi og Benedikt eftirmaður hans hafa báðir talað gegn dauðarefsingum -- þó ekki fordæmt þær kategórískt í sérhverju tilfelli, en þeir vilja þó helzt engar, og jafnvel mælti J.P.2. gegn dauðadómi yfir fjöldamorðingjanum Timothy McVeigh -- ólíkt mér. En meðmæli þeirra með fangelsisdómi í stað dauðarefsingar eru þó háð því, að til séu nægilega trygg fangelsi í viðkomandi landi til að koma í veg fyrir flótta og áframhaldandi stórglæpi viðkomandi sakamanna. Þetta öryggi telja þeir fangelsi í Evrópu og N-Ameríku og víðar geta veitt, en ekki í sumum 3. heims löndum og því verði ekki felldur áfellisdómur yfir þeim í a.m.k. sumum tilvikum dauðadóma þar.

Vona ég, að þetta upplýsi menn nokkuð um "kaþólskuna" í þessu sambandi.

Svo er alveg ljóst, að ég er ekki að mæla með dauðadómi sem hefndarráðstöfun.

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 02:22

27 identicon

Jón Valur, ég segi nú bara hverjum er ekki skítsama hvað Biblían hefur um þetta að segja, ekki var nú Guð þessarar dýrmætu Biblíu þinnar að hafa fyrir því að hjálpa aðeins til og bjarga lífum saklausra ungmenna, nei hann virti víst frjálsan rétt árásarmannsins of mikið til þess.

Ég bara spyr hvernig nokkur trúuð manneskja, sem heldur því fram að ósýnilegi galdrakallinn á himnum ofan hafi mátt til að svara bænum og elski okkur svona gríðarlega mikið, geti réttlætt sína trú frammi fyrir slíkum hörmungum!

Þannig að vertu ekkert að blanda þessari úreltu og fáránlegu bók þinni í málið, hún hefur ekkert um þetta að segja.

Annars tel ég að þetta sé eitt af þeim fáu tilvikum þar sem ég gæti með góðri samvisku stutt dauðarefsingu á annarri manneskju, alveg sama hvort hann er geðveikur eður ei, enda finnst mér nú mun líklegra að hann skuli aðeins vera siðblindur og að auki fylltur öfgaskoðunum, allaveganna miðað við yfirvegað skipulagið og kaldrifjaða grimmdina.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 02:45

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Ferdínand, mér er alveg sama um þína fordóma gegn trúnni og Biblíunni.

Kristinni trú er ekki hnekkt með því, að stríð og stórglæpir eigi sér stað hér á jörðu. Ábyrgðin er þeirra, sem misnota frelsi sitt til að ráðast á líf annarra, ekki Skaparans sem hefur gefið okkur sitt siðferðislögmál.

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 03:19

29 identicon

Þú greinilega fattaðir ekki punktinn sem ég var að reyna að færa fram, en hann var sá að þessum ímyndaða Guði er greinilega meira annt um frjálst val siðblinds brjálæðings heldur en líf saklausra barna og þér er velkomið að reyna að réttlæta þetta fyrir sjálfum þér með því að hunsa það sem ég er að segja aftur.

Og hvað meinarðu með fordóma? Eru þetta ekki allt gildir punktar? Og hvað er Guð annað en ósýnilegur galdrakall á himnum, ég bara spyr?

Svo er nú skilgreiningin á trú sú að halda einhverju fram (sama svo sem hvað það er: Hómópatía, stjörnuspeki eða Biblían) án sönnunargagna eða á móti sönnunargögnum og finnst mér það nú segja allt það sem segja þarf og eru engir fordómar fólgnir í því, einungis almenn skynsemi og rökhugsun.

Það er nú bara einu sinni þannig að um leið og sönnunargögn eru fengin og staðfest með hinni vísindalegu aðferð sem segja til um tilvist fyrirbæris þá þarf enga trú til, fyrirbærið verður þekkt staðreynd líkt og þyngdaraflið eða tilvist baktería.

Ef þú skilur þetta ekki þá skilurðu ekki neitt (svo ég fái nú lánaðann frasa frá smíðakennara mínum í grunnskóla).

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 05:00

30 identicon

Bjarni og Jón séra George var staðgengill biskups, þess vegna má segja að biskup hafi haldið verndarvæng yfir sjálfum sér. Hitt er svo vitað mál og hefur verið sannað á orði og á borði, að allir æðstu yfirmenn kaþólsku kirkjunnar, að páfanum meðtöldum, vissu um níðingsverk presta sinna. Þeir brugðust hinsvegar við með því að færa þá til og halda yfir þeim hlífskildi í þeirri von um að athæfin kæmust aldrei upp.

Þessi einfalda sögulega staðreynd gerir kaþólska kirkju að einhverju því viðurstyggilegasta apparati sem um getur á jörðinni því sá sem verndar barnaníðinga er engu betri en níðingarnir sjálfir.

Þannig var það hjá hinni kaþólsku kirkju.

Ógeðfellt!

Ari Jónsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 09:02

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þínar skilgreiningar á trú eru hreinasta vitleysa, Jón Ferdínand.

Þú veizt greinilega lítið um þennan þátt þekkingarfræðinnar -- rétt eins og um guðshugtakið í heimspekinni og forsendur Guðstrúar. -- Get svo svarað ýtarlegar seinna.

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 10:23

32 identicon

Hinn kaþólski skóli gat sér gott orðspor eingöngu vegna þess að níðingsverkin voru þögguð niður. Ég man í denn að aldrei var talað um Möggu Müller öðruvísi en með fyrirlitningu á mínu heimili, enda öllum ljóst að hún væri snargeðbiluð.

En mikið afskaplega hefur frú Müller tekið sig vel út á stéttinni þar sem hún hefur legið eins og illa framreidd spaghettí klessa eftir stökkið góða!

http://littlestorieseverywhere.com/wp-content/uploads/2010/11/NY0100_BBQ-Spaghetti_lg.jpeg

Og jú jú það er sorgleg staðreynd að hin kaþólska kirkja, að undirlagi hennar æðstu yfirboðara,  gerði tilraun til að hylma yfir með barnaníðingum sem frömdu sálarmorð á þúsundum barna.

Alls kostar óhuggulegt "apparat" eins og það er orðað hér að ofan.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 12:55

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bjarni, þetta innlegg þitt sýnir vanþekkingu þína ekki síður en undarlegt innræti. Barnaskóli kaþólsku kirkjunnar var stofnaður um hálfri öld áður en séra Georg og Margrét komu þangað til starfa. Skólinn gat sér sannarlega gott orð í þessa hálfu öld (frá því upp úr aldamótum) undir skólastjórn Guðrúnar Jónsdóttur, um það eru margir órækir vitnisburðir. Hann mætti samt tortryggni í byrjun, margir töldu þetta trúboðsleið fyrir kirkjuna, en það reyndist ekki svo, og fljótlega voru margir (ekki sízt vel stæðir) þjóðkirkju-foreldrar farnir að senda börn sín í skólann. Um allt þetta virðist þú standa á gati, og það á við um fleira frá þér.

Ljót er hugsun þín um dauðdaga Margrétar. Svona ætti ekki að sjást á netinu. Hún kastaði sér úr turni skólans, hafandi tekið inn stóran lyfjaskammt, rétt áður en hringt var inn til nýs skóladags. Þykir þér það í alvöru eitthvað til að "taka sig vel út", þegar börn koma að skólaplani sínu þannig? Þarftu ekki að athuga þinn gang, vinur, hafa meiri gát á, hvað þú skrifar?

Einnig skal hafa það hugfast, að Margrét og séra Georg voru ekki í lifanda lífi kærð fyrir neitt til lögreglu. Það er ekki okkar að dæma. Við getum ekki gefið okkur sekt þeirra, nema hvað vitað er, að Margrét var allt of agasöm og að ýmsir foreldrar tóku börn sín úr skólanum vegna óbilgirni hennar. Ásakanir um kynferðislega misbeitingu hennar og séra Georgs hafa nýlega komið fram frá einum karlmanni, frá því að hann var í skólanum um 7-13 ára gamall, fyrir um 40-50 árum, og á hendur séra Georgi einum frá tveimur konum, sem einnig voru í barnaskólanum. Þessi mál eru í athugun, en ekki fullrannsökuð og engin niðurstaða enn komin í þeim málum.

Svo hefurðu ekki svarað spurningu minni hér ofar: "Eða hvaða kaþólski biskup hér á landi hélt verndarhendi yfir barnaníðingum, geturðu svarað því?" -- Stendurðu ekki einnig þar á gati? Er þá rétt að sniðganga spurninguna? Er ekki sanngjarnt að viðurkenna, að í einhverju hafir þú fullyrt of mikið?

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 13:27

34 identicon

Jón, bla bla bla um smá frávik hjá mér varðandi tímasetningar hins kaþólska skóla á Íslandi.George var víst staðgengill biskups eins og Ari bendir á, þannig að hann hylmdi yfir með sjálfum sér og það má gefa sér að allar hans athafnir voru á vitorði eftirmanna hans, sem að sjálfsögðu gerðu það sem góðum yfirmanni í kaþólskri kirkju gera... að halda kj.

Og það breytir ekki þeim staðreyndum að kaþólska kirkjan að undirlagi hennar æðstu yfirboðara HYLMDY yfir með barnaníðingum sem frömdu sálarmorð á þúsundum saklausra barna. Slíkar yfirhylmingar leysa upp allan trúverðugleika þessarar stofnunar.

Eða finnst þér sjálfum ekkert athugavert við slíkt?

Varðandi Möggu "the spaghetti incident" Müller, þá var það HÚN, en ekki ég sem beitti börn harðræði, og það var HÚN, en ekki ég sem varpaði sér á stéttina á þessum tímapunkti, líklegast í þeirri von um að geta haft varanleg áhrif á þau saklausu börn sem áttu að labba fram á hana á stéttinni.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 15:15

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu finnst mér margt og mikið athugavert við slíkt, eftir því hvað um var að ræða og hver þekking var fyrir hendi á því, sem fram fór.

Jón Valur Jensson, 24.7.2011 kl. 15:26

36 Smámynd: Elle_

>Annars er það bara svo merkilegt með suma öfgasinnaða trúarmenn að þeir telja sig hafa rétt til að ákveða líf og dauða.< Skrifaði Bjarni að ofan. 

Já, hvað veldur að blóðug dráp og morð á borgurum í Palestínu og ofstæki hrottahers Ísrael verður endalaust afsakað af sömu mönnum og ekki mæla þeir fyrir að hrottaherinn og stjórnin hangi í hæsta gálga?  Jafn sorgleg og viðbjóðsleg og drápin í Noregi sem rædd eru að ofanverðu.  Þarna er ekkert jarðbundið og mannlegt og vitrænt samhengi. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 18:51

37 Smámynd: Elle_

>Hefði hann verið róttækur vinstri maður hefði allt farið í háaloft meðal Moggabloggaranna.< Skrifar Magnús Þór.  Magnús, við Moggabloggarar erum ekki endilega pólitísk og þá hvorki hægri né vinstrimenn. 

Elle_, 24.7.2011 kl. 19:04

38 identicon

jón valur, þú ert nú bara fullur af bulli.

Hver er þá þín skilgreining á trú? , það þætti mér forvitnilegt að heyra.

Skemmtilegt quote frá meistara Stephen Hawking: "There is a fundamental difference between religion, which is based on authority [imposed dogma, faith], [as opposed to] science, which is based on observation and reason. Science will win because it works."

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 20:20

39 identicon

Þessi heimur er því miður afar sturlaður, þrátt fyrir margt afar fallegt, mannskepnan er líka, því miður, versta skepnan á jörðinni.

En við getum reynt að verjast og ein leið til þess er að hafa vakandi auga fyrir öllum öfgaöflum, hvort sem þau eru pólitísk, trúarlegs eða annars eðlis. Því það er sorgleg staðreynd að það er einungis tímaspursmál hvenær atburðir eins og þessi í Noregi muni gerast á Íslandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:21

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Ferdínand, mestöll þín þekkingaröflun um umheiminn á þínum fyrstu vitsmunaárum var "based on authority", vitnisburði annarra, miðlun þeirra á þekkingu, ekki á eigin vísindalegum rannsóknum. Fides humana, trú á menn í raun, á orð þeirra, vegna meints réttmæts áthorítets þeirra, vegna þess að þeir eru álitnir trúverðugir (t.d. traustsverð móðir eða kennari), þetta er í raun ekki aðeins fyrsta leið mannsins (þ.e. eftir upplifunina úr vöggunni eða við móðurbrjóst og horfandi yfir öxl móður sinnar) til að meðtaka þekkingu um umheiminn, heldur er þetta beinlínis útheimt sem skilyrði til allrar menntunar í raun. Því segir Aristoteles (í auðskilinni latneskri þýðingu): Oportet discipulum credere, - nemandanum ber nauðsyn til að TRÚA.

Bjarni, þótt margt sé ruglað og óstöðugt hjá þér hér ofar, þá vona ég þó svo sannarlega, að þú sért ennþá skeikulli sem spámaður um framtiðina og vísa þar til þessa innleggs þíns kl. 21.21.

Jón Valur Jensson, 25.7.2011 kl. 01:18

41 identicon

Komið þið sæl; Axel Jóhann síðuhafi - og aðrir, ágætra gesta, þinna !

Bjarni - Arnar Geir Kárason - Jósef Ásmundsson og Jón Ferdínand !

Ykkur ber; að margþakka hyggilegar og vel meinandi ábendingar ykkar, til míns ágæta fornvinar, Jóns Vals,, hér; að ofan, ágætu drengir.

Biflían; við nánari skoðun, er ómarktæk skrudda, án hinna Apókrýfsku rita - og þetta veit Jón Valur mæta vel; en hefir ekki orðað opinberlega, svo ég viti til.

Hvernig; hefðu menn átt að geta tekið mark, á hinni geysivinsælu Eddu, Snorra frænda míns Sturlusonar - hefði piltur sleppt Gylfaginningu t.d., úr því gagn merka riti Heiðninnar, gott fólk ?

Þá; eru þakkarverð, skrif allra, sem afleggja vilja Rómversk - kaþólskan sið; hvar, henn hefir fyrir svo margt löngu, afsannað frekari tilverurétt sinn. Hið sama; gildir raunar, um Lútherskuna, ef nánar er á, litið.

Hin; oft á tíðum, skuggalega Eingyðishyggja, fer nú að orka tvímælis mjög - í víðasta skilningi, gott fólk - en; benda vil ég trúar þyrstum á, að í hinni ágætu Hindúatrú til dæmis, er gnægð sýnilegra Guða og Gyðja, sem fólki ætti að vera vandræðalaust, að halla sér að.

Fyrir nú utan; hina geðþekku Andatrú Mongóla (Shamanisma), og fleirri göfugra þjóða, einnig.

Með; hinum beztu kveðjum, sem áður - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason

e.s. Jón Valur ! Reyndu ei; að malda í mó þann, sem fyrir liggur, að nokkru, ágæti drengur - komi til andsvara þinna, til mín.  

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 02:10

42 identicon

Og; viðbætir, nokkur !

Axel Jóhann Hallgrímsson, fornvinur knái !

Af hverju; skyldu þau Jóhanna og Steingrímur, &#39;&#39;vinir&#39;&#39; þínir, vera búin að afla sér slíkra óvinsælda, sem raun ber vitni ?

Meira að segja; víðfrægir þorparar - eins og Kim Il Jong, í Norður- Kóreu, og svo Bashir karlinn, í Norður- Súdan, gætu talist vinsælli, í sínum löndum.

Þú ert ekki svo Glámskyggn; Skagstrendingur góður, að þú sjáir ekki, hvers konar forar vilpu þú ert að vaða, í þágu þessarra &#39;&#39;vina&#39; ´þinna, suður við Lækjargötu í Reykjavík, með hrósyrðum þínum mörgum, í þeirra garð, Axel minn.

ÓHH   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 02:26

43 identicon

Og; að endingu, um sinn !

Ari Jónsson (nr. 30) !

Þakka þér fyrir; ekki síður en þeim hinum, að koma fram með þessa punkta, sem að viðbjóði Rómversk- kaþólsku kirkjunnar lúta, einnig.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 02:50

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég þarf greinilega að taka þig í Biblíunámskeið, Óskar minn Helgi, þetta bara gengur ekki og enn síður þín ruglaða kirkjusöguumfjöllun. Og ég ætla ekki að vaka eftir svari þínu.

Jón Valur Jensson, 25.7.2011 kl. 02:50

45 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Valur !

Þetta stuttaralega svar þitt, mér til handa, mætti heimfæra upp á, að Hakim brjálaði - eða einhver Miðalda Páfinn, væri að reyna að svara mér.

Ertu ekki; með öllum mjalla, fornvinur góður ?

Lestu betur; mínar meiningar, Jón minn. Ég meina; HVERT EINASTA ORÐ, hér að ofan.

Heldur þú; að þú takir mig, á eitthvert &#39;&#39;námskeið&#39;&#39; Jón minn - líkt; og þeir Pol Pot og Son Sann; Rauðu Khmera leiðtogar iðkuðu gagnvart löndum sínum, austur í Kambódíu, á sínum tíma, í &#39;&#39;fræðum&#39;&#39;  MARX og ENGELS ?

Kanntu annan; Jón Valur ?

Eða; er ekki allt, í lagi ?

Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 03:02

46 identicon

Munurinn á menntun skólanna og þá &#39;&#39;þekkingu&#39;&#39; sem að trúarbrögð þykjast vita um er að menntun skólanna ER byggð á vísindalegum uppgötvunum sem auðvelt er að staðfesta hvenær sem er eftir á.

Annað en kristinfræðitímarnir góðu þar sem litlu börnunum var kennt að Davíð drap Golíat og skar af honum hausinn og ósýnilegi galdrakallinn á himnum sem drekkir allri plánetunni vegna sinnar eigin óhæfni, allt tekið úr trúarriti eyðimerkurbúa frá bronsöld!

Hættu nú þessu bulli Jón Valur og reyndu að láta eitthvað gagnlegt verða af lífi þínu annað en að afsaka og verja þvaður frumstæðra fornaldarmanna sem héldu að jörðin væri flöt!

Annað quote frá meistara Stephen Hawking: In an interview published in The Guardian newspaper, Hawking regarded the concept of Heaven as a myth, stating that there is "no heaven or afterlife" and that such a notion was a "fairy story for people afraid of the dark."

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 04:19

47 Smámynd: Elle_

Óþarfi að kalla það fáfræði og vanþekkingu og vitleysu okkar sem sættumst ekki á ógeðfellda mismunun á mönnum þar sem hinir ´útvöldu´ eru afsakaðir í ómanneskjulegum hrotta sínum gegn saklausum börnum og mönnum.  Og það vegna orða í gamalli bók um sem haldið er fram af sömu mönnum að séu guðs orð.

Elle_, 25.7.2011 kl. 07:48

48 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Valur !

Líklega; hefir verið full yfirdrifið, hjá mér, að bendla þína skoðun, við Hakim brjálaða - í hita orðræðunnar, en taka vil ég fram, AÐ ALLT ANNAÐ STENDUR, af minni hálfu.

Vil ég því; biðja þig velvirðingar, á Hakims viðmiðuninni, fornvinur góður.

En almennt; skipta trú - eða trúleysi fólks, öngvu máli í almennri orðræðu - hver og einn, á að geta haft sínar kreddur, fyrir sig, ágæti drengur.

Og; eftir stendur, að skuggalegheit Eingyðishyggjunnar, hafa komið mörgu drungalegu til leiðar, gegnum tíðina, svo sem.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 12:25

49 Smámynd: Elle_

Nei, almennt skiptir trú eða trúleysi engu máli í venjulegri orðræðu.  Eða ætti ekki að gera það.  Ekki fyrr en farið er að klína upp á mann fráfræði eða misbjóða manni með mismunun á mönnum eða valda öðrum skaða.  Enginn almáttugur eða góður guð væri svo andstyggilegur að vilja sumum mönnum svo illt.  Og ég þoli ekki umvöndunina við okkur hin eins og að nú verði að kenna okkur.

Elle_, 25.7.2011 kl. 12:56

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert enginn fulltrúi vísindanna hér, Jón Ferdíndand, ekki frekar en þú sért fulltrúi heimspeki og sagnfræði. Bronzöld á Mið-Austurlöndum stóð yfir nokkurn veginn á árunum 3300-1200 fyrir Krists burð. Þá var langt í, að Davíð fæddist! Þá var ekki snefill skrifaður ennþá af hinum 72 ritum Biblíunnar! Flest rit hennar eru skrifuð löngu eftir myndun borga og borgríkja í Landinu helga.

Og hvergi heldur Biblían því fram, að jörðin sé flöt. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, sem talaði á þann veg eins og þú, tapaði í frægri ritdeilu um það mál.

Já, hættu nú að viðra hér fordóma þína og vanþekkingu, þeir afhjúpast þá bara æ meira!

Og Stephen Hawking hefur ekkert sérfræðivit til að fjalla um líf mannsandans eftir dauðann. Bæði frumspekihuti heimspekinnar og guðfræðin eru utan seilingar hans sem náttúruvísindamanns.

Jón Valur Jensson, 25.7.2011 kl. 13:09

51 Smámynd: Elle_

Ég finn ekki fordóma frá mönnunum að ofan sem fallast ekki á biblíurök og guð og kristna trú.  Eru það ekki fordómar að kalla ókunna menn fáfróða?  Menn bregðast eðlilega reiðir við þegar þeir eru stimplaðir. 

Elle_, 25.7.2011 kl. 15:08

52 identicon

Komið þið sæl; sem jafnan !

Elle !

Vel mælt hjá þér; og af drengskap vísum. Það er óhugnanlegt; að þeim árþúsundum síðar, skuli þessi skræða, sem vantar heilu og hálfu kaflana í (Biflían), skuli vera einhvers konar Mæniás, sumra okkar beztu samtíma manna, sem kunnugt er.

Svona álíka; og ég svæfi með bókina um Bílinn, eftir Guðna Karlsson frá Gýjarhóli, undir kodda mínum.

En; meinlokur sumra, eru erfiðar viðfangs, oftlega; Elle mín.

Stöndum saman; gegn firrum og hindurvitnum, trúarlegs fáránleika.

Nóg er samt; af annarri Lágþoku mannlífsins, við að eiga.

Með; ekki lakari kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 15:21

53 identicon

Biblían bannar morð. Samt hefur kaþólaska kirkjan verið ein afkastamesta morð-stofnun sem um getur í sögunni.

Pyntingar, brennur, aftökur og aðrar morðaðferðir hafa verið hennar helsta einkenni. Allir sem eru hinum sjálfumglöðu kirkjunnar mönnum ósammála er langbest að ryðja úr vegi.

Að ógleymdum öllum sálarmorðunum á saklausum börnum sem starfsmenn hennar hafa framið í gegnum tíðina.

Allt með vitund, samþykki og blessunar æðstu yfirstjórnar þessa ógeðslega apparats.

Verði þér að góðu Jón Valur, að tilheyra þessum félagsskap.

Bjarni (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 17:47

54 identicon

Komið þið sæl; sem jafnan !

Bjarni !

Ekki skemmir; þetta nýjasta innlegg þitt, í góðri og heiðarlegri viðletni þinni, að leiða fornvin minn; Jón Val, úr Heimi drunga og kulda - inn á ljós brautir vænar, ágæti drengur.

Hlakka til; að fá frekari útleggingar, hinna mætu drengja : Arnars Geirs - Jósefs - Jóns Ferdínands og Ara, fái þeir, við komið.

Öll liðveizla; vel þegin, Bjarni minn !

Með; fjarri því, lakari kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 17:56

55 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Ferdínand fór hér einfaldlega með rangt mál og það ítrekað. Það er óþarfi fyrir fólk að vera með einhverja viðkvæmni yfir því, að hann sé leiðréttur, rétt eins og svo iðulega kemur fyrir í allri rökræðu um hin ýmu málefni, ekkert endilega trúarleg fremur en önnur.

Svo skrifar hann ekki eins og hann sé neitt minni máttar og því engin þörf á því að vera eitthvað á tánum við að gagnrýna málflutning hans eða gera það á einhverju rósamáli.

Með því að leiðrétta misskilning hans eða vanþekkingu á bæði mannkynssögu og Biblíunni var ég ekki að fara fram á það við hann, að hann tæki upp biblíulega trú, m.ö.o. að hann urfi að "fallast [...] á biblíurök og guð og kristna trú."

En þegar við skoðum Biblíuna og sögu Ísraels, eigum við ekki að byggja á söguskekkjum (eins og hvenær bronzöld stóð yfir -- eða að Biblían sé "trúarrit eyðimerkurbúa," þegar það stenzt ekki; Ísraelsmenn voru að vísu 40 ár í eyðimörkinni (refsað þannig vegna óhlýðni sinnar við Drottin), en voru þá næstum ritningalausir með öllu, og þessi 40 ár eru ekki nema um eða rúmlega 3% af sögu Ísraels frá þeim tíma fram á æviár Jesú. Sannarlega var Ísrael (og síðar Júdea og Ísrael -- og Júdea og Samaría) menningarríki um margar aldir, með fjölda borga og mikla ritmenningu.

Að hafna þessu er einfaldlega ekki í takt við staðreyndir.

Jón Valur Jensson, 26.7.2011 kl. 02:30

56 Smámynd: Elle_

Jón, þú ert alltof harður við þá sem gagnrýna biblíuna og verður að vinna allar rökræður.  Og þar fyrir utan nenni ég ekki að fræðast neitt um Ísrael fyrr en ég heyri að þeirra hrottaher og hrottastjórn verði gert með góðu eða illu að fara frá stolna landinu.  Og dregnir fyrir alþjóðadómstól og dæmdir.  Landinu sem hét Palestína.  Og þú talar um ´landið helga´.  ´Landið helga´ var Palestína.

Elle_, 26.7.2011 kl. 11:20

57 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Elle !

Þakka þér kærlega; fyrir vandaða ofanígjöfina, til handa Jóni Val, vini okkar.

Vissulega; eru Ísraelsmenn - eins og Persar (Íranir), einhverjar dugmestu þjóðir Vestur- Asíu, en hafa átt það til. að fara offari, gagnvart ýmsum nágranna sinna.

&#39;&#39;Landið helga&#39;&#39; sem Jón Valur - auk nokkurra annarra, stendur nú vart undir nafni, sé tekið mið, af allri þeirri óöld, sem þar hefir plagast, í gegnum tíðina.

Nær væri; að tala um Patagóníu (hverri; Chile og Argentína deila með sér), sem heilagt land, þó ekki væri, nema vegna óviðjafnanlegrar náttúru fegurðar, gott fólk.

Nei; Elle. Ég trúi ekki öðru; en að Jón stórvinur okkar, fari að ná áttum, og viðurkenna okkar málafylgju, þessi gamalagróni samherji okkar, á stjórnmála sviðinu.

Biflíu staglið- og kreddurnar, hafa sett hann svolítið út af laginu, um stund, en vonum, að hann nái góðri jarðtengingu á ný, fornvinkona góð.

Með; ekki lakari kveðjum - en fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:04

58 identicon

&#39;&#39;Landið helga&#39;&#39; sem Jón Valur - auk nokkurra annarra, talar um, átti að standa þar. Afsakið; fljótfærni, nokkra !

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:06

59 identicon

Jón Valur, það er nú meiri smámunasemin í þér. Úúúú fyrirgefðu það var járnöld í staðinn fyrir bronsöld, hvaða máli skiptir það punktinum sem ég var að færa fram? Var fólk svona hrikalega viturt á þeim tíma?

Og ég sagði aldrei að það stæði í Biblíunni að jörðin væri flöt, það sem ég sagði var að mennirnir sem skrifuðu hin fjölmörgu rit Biblíunnar trúðu því að jörðin væri flöt, sama hvort þeir skrifuðu það niður eður ei. Þetta sagði ég til þess að vísa í fáránleika þess að taka skoðanir fólks um eðli raunveruleikans alvarlega þegar hið sama fólk vissi einstaklega lítið um viðfangsefnið og bjó þá bara til sögur um það sem þeim þótti líklegt til þess að vera skýringin á heiminum og atburðum í honum. (Í Biblíunni má til dæmis sjá ósköp fáránlegar hugmyndir eins og þegar Guð skapar ljósið á undan sólinni, sem sýnir réttilega að við erum að lesa frumstæðan skilning fornaldarmanna á umheiminum.)

Það er alveg merkilegt með þig Jón Valur að það virðist sem þú kjósir að svara ekki punktunum í rökfærslum mínum heldur leitarðu einungis í smáatriði eins og þau sem ég lýsi hér að ofan.

Þessi smáatriði koma málinu hreinlega ekkert við því að spurningin stendur ennþá ósvöruð en hún er, hvernig í ósköpunum á fólk að taka þig alvarlega þegar þú vísar í skýringar eða fróðleikskorn um mál líðandi stundar úr jafn gallaðri bók og Biblían er? 

Þú veist fullkomlega hvað ég á við þegar ég segi gölluð bók þar sem að þú hefur eflaust lesið hana oft og ítarlega.

Þetta er þversagnakennd og viðurstyggileg saga af hryllilegum þjóðarmorðum og öðrum álíka skemmtilegum ævintýrum morðóðs og valdagráðugs ættbálks gyðinga í Mið-Austurlöndum (Btw þegar ég segi eyðimörk, þá var ég að vísa í þetta landsvæði en það virðist oftar en ekki vera þakið helvíti miklu magni af sandi!) fornaldar, með hálfvitalegum skýringum á uppruna alheimsins og lífsins. (sem btw hafa allar verið afsannaðar eða verið fundnar mun líklegri skýringar á þeim, með VÍSINDUNUM en ekki heimskulegu kukli þessarra &#39;&#39;heillandi&#39;&#39; prýðismanna sem höfundar Biblíunnar voru eflaust!!!!)

Hættu nú þessari skrambans smámunasemi og reyndu að svara þeim spurningum sem fyrir þig er borið, nema að raunin sé sú að þú einfaldlega getur það ekki, en það finnst mér fullkomlega skiljanlegt þar sem eðli þeirra er slíkt að engin trúuð manneskja hefur svar við þeim. Það er vegna þess að kannski, bara kannski, er enginn Guð til heldur einungis misheppnaðar tilraunir fáfróðs fólks til að öðlast einhvers konar skilning á alheiminum.

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 03:36

60 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það tók þig ærið angan tíma að hugsa þetta svar.

En ég ætla ekki að lengja vöku á því að svara þessu fjasi þínu um Gyðinga. Hitt er þó ljóst, að það sem hjá öðrum þjóðum var talið hreystimerki (!) og yfirburða, þ.e. hernaðarlegir sigurvinningar og út.enskustefna (Egypta, Babýlóníumanna, Assýringa, Meda, Persa, Grikkja, Rómverja, Franka, Germana o.s.frv. o.s.frv. g annarra stórþjóða í öðrum heimshlutum, það er (þótt í örlitlum mæli hafi verið í samanburði) orðið að argasta þjóðamorðs-syndróm hjá hinum illu Gyðingum að þínu mati. Þó voru þeir í reynd kúgaðir og sigraðir (og niðursaxaðir) af öðrum meiripart sinnar sögu í Landinu helga.

Þu þarft enn að leggjast í mannkynssögulestur, nafni Ferdínand, ef þú þá heitir það.

Svo ertu náttúrlega Biblíu- og guðfræðilega séð staddur á reit 1 af sextíu og fjórum.

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 04:51

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

En til hamingju með hina meðvirku bandamenn þína hér, þá sem ýmist þola ekki, að andað sé á þig eða vilja hafa þig jafnvel enn herskárri en þú þó ert að leitast við að vera. (Aumingja vesalings Óskar Helgi, að ég tali ekki um hana Elle.)

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 04:53

62 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Jón Ferdínand !

Afbragðsvel; hefir þú staðið þig, í andstöðunni, við sjónarmið Jóns Vals, hér að ofan.

Það er afar mikilvægt; að mönnum, sem telja frásögur gamalla bókaskruddna, (þar sem vantar heilu frásögurnar; meira að segja) einhvern STÓRA SANN LEIK, sé svarað, á verðugan máta, sem þú auk annarra, hafið verið svo lagnir við, hér ofar.

Jón Valur !

Þú hlýtur; að viðurkenna þá staðreynd, að ekki geti allir fylgt þér í blindni, í ýmsum ágreiningi, sem hér kemur bezt fram, efra; á síðunni. Þú verður einfald lega að þola, að sumir geti verið þér ósammála - og þora því; fyrir utan hinn kunna já- kór þinn, á þinni síðu, fornvinur góður. Ekki einleikið heldur; hvað hin kostulegu tímamörk, á þinni síðu, standa knappt stundum, sjálfur; hefi ég 50 daga opnun, á mínu athugasemdakerfi, þannig að ekki er hægt að kenna tækni hliðinni, um þá annmarka, svo sem. 

Breytir öngvu; um samheldni okkar, á ýmsum þjóðfélagsmála sviðum, Þar; ertu ómetanlegur, í allri liðveizlu, sem menn þekkja - nær; sem fjær.

Með beztu kveðjum - sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 11:23

63 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ekki geri ég kröfu -- né hef ég væntingar -- um að "allir fylgi [m]ér í blindni", Óskar Helgi. En illa upplýst eruð þið um Biblíuna, það er málið hér.

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 12:08

64 identicon

Komið þið sæl; enn - og aftur !

Jón Valur !

Ég hygg; að sú þekking, sem hver og einn hafi, dugi til, í daglega lífinu, þó ekki séu viðkomandi vel að sér; neitt sérstaklega, í þessarri afgömlu bók, enda,..... hvaða máli skiptir það, á tiltölulega upplýstri 21. öldinni, fornvinur góður ?

Sjálfur; las ég Predikarann, á yngri árum (19/20 ára), og tók út, að setja mig inn í þann hugarheim, fortíðar.

En; Eddu Snorra frænda míns Sturlusonar, auk annarra gamalla bóka, les ég mér til hinnar mestu ánægju - skyldi þó ekki vera, að standi mér, nokkru nær ?

Svo; hyggst ég, tóri ég - eða hafi frekara tóm til, kynna mér fræði Tolteka - Maya og Azteka, suður í Ameríku, til þess að víkka sjóndeildarhringinn, örlítið.

Annarrs minnir mig; að Sókrates hafi sagt einhverntíma, að því meira, sem hann læsi - því betri grein gerði hann sér fyrir, hversu fáfróður hann væri.

Segir það;  okkur ekki eitthvað líka, um vísdóm allan, Jón minn ?

Þannig að; við skulum vera alveg slakir, hvað þessi málefni snertir - enn; á ég ólesin Zend-Avesta fræði, frænda okkar, hins Persneska Zaraþústra, til dæmis.

Bifían; er ekkert upphaf, né endir alls - fremur en hin ágæta Gilgamesh kviða, svo enn önnur forn bók, sé nefnd, fornvinur vísi.

Með; hinum sömu kveðjum. sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 12:26

65 Smámynd: Elle_

Aumingja við??  Fáfróðu við?  Niðrandi, Jón, enda ekkert nýtt ef maður vogar sér að gagnrýna biblíuna og hrottastjórnina í stolna landinu.  Ekki það að ég meti ekki að þú hafir lært guðfræði og vitir heilmikið um ýmsa hluti, ég geri það, en getur ekki verið að við skiljum hluti og samhengi sem þú hefur ekki lært og kannski nærð ekki?  Líka finnst mér ekki kristið að guðfræðingar geri mannamun, en það gerir þú og ýmsir samt gegn Palestínumönnum og vísa í biblíu og guðs orð.  Grimmdin gegn þeim hefur verið viðurstyggileg.  Og ekki gera mér upp skoðanir eins og þú hefur gert nokkrum sinnum.  Við vesalingarnir getum valið okkar guð ef við kærum okkur um og eins og Óskar Helgi hefur sagt og verið rakkaður niður fyrir með öðru: Veist þú nokkuð nema það séu þúsundir guða í heiminum?  Við viljum kannski engu trúa eða allt öðru.  Við eigum enga niðurlægingu skilið.

Elle_, 28.7.2011 kl. 15:10

66 Smámynd: Elle_

Og vísið í guðs orð.

Elle_, 28.7.2011 kl. 15:12

67 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Elle !

Þakka þér fyrir; viðbótar framsögu þína, skilmerkilega og rökvísa, sem vænta mátti.

Jón Valur; hlýtur að draga skynsamlegar ályktanir, af okkar skrifum - auk annarra, hér ofar, og gaumgæfa betur, sín viðhorf, hvar; hann GETUR ALDREI, sett sig í einhvers konar sæti hins eina rétta, ályktunargjafa.

Það er miður; að hann skyldi taka þennan afleita pól í hæðina, gagnvart okkur samherjum sínum - þér, og mér, með þeim hætti, sem að ofan hefir greint.

Gefum honum kost á; að ígrunda vel, sína málafylgju, héðan í frá.

Ég hyggst ekki; ræða trúarleg málefni við hann, á komandi tíð, nema hann umvendi frá sínum núverandi viðhorfum, að marki - og öðlist almennilega jarðtengingu (gul/græni vírinn; í húsa rafmagninu), til orðræðu, á þessum sviðum.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 15:38

68 Smámynd: Elle_

Takk Óskar Helgi fyrir að koma ítrekað og styðja mann.  Sjálf ætla ég að trúa á ´hefðbundinn ljósastaur´ í næstu götu eins og einn bloggvinur minn (ÓHH) orðaði það nokkurn veginn fyrir nokkru, finnist enginn almennilegur guð sem mismunar ekki mönnum.  Þar nýtast líka jarðtengingarnar vel. 

Elle_, 28.7.2011 kl. 15:52

69 Smámynd: Elle_

Og ég get fullvisað Jón um að ég er alls ekki meðvirk í einu eða neinu.  Og hinir skrifa ekki eins og þeir séu neitt ´meðvirkir´ heldur, heldur allir með ólíkum og persónulegum stíl.  Og ég þakka líka hinum mönnunum sem hafa staðið í lappirnir.  Í hverju ætli okkar ´meðvirkni´ hafi verið fólgin samkvæmt Jóni?  Vera ósammála honum?  Núna er nóg komið af dylgjum og get ég nefnt þar nokkur mál. 

Elle_, 28.7.2011 kl. 18:20

70 identicon

Ja hérna hér, þú gefst einfaldlega ekki upp Jón Valur!

Hvaða máli skiptir það hvers langt leið þangað til ég svaraði þér! Ég hafði bara margt betra við tíma minn að gera!

Hér er ég með samlíkingu handa þér varðandi svokallað fjas mitt um Gyðinga: Drengur nokkur er lagður í ákaft einelti árum saman í grunnskóla af eldri krökkum, en þegar hann kemst loksins í tíunda bekk byrjar hann að níðast all gríðarlega á yngri krökkunum með þeirri réttlætingu að hann eigi það inni vegna sinna eigin vandræða! Finnst þér það siðferðislega réttlætanlegt?

Þá er nafn mitt svo sannarlega Jón Ferdínand, þó ég sjá nú ekki hvaða máli það myndi skipta! Hví efastu um það?

Þetta er svo nákvæmlega það sem ég var að tala um Jón Valur, að þú neitar að svara því sem fyrir þig er borið og reynir í staðinn að finna minnstu og lítilvægustu smáatriðin sem engu máli skipta!

Það virðist sem þú viljir frekar eyða tíma í tilgangslaust tuð og kasta fram orðum eins og fordómar og vanþekkingu svo oft að þau verða algerlega merkingarlaus.

Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa hér að ofan lagt fram verðug innlegg í þessa umræðu og mun ég ekki halda henni áfram nema eitthvað merkilegra og bitastæðra komi úr munni Jón Vals.

Sæl að sinni, Jón Ferdínand (Eða hvað?)

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 20:49

71 Smámynd: Elle_

Alvarlegast af öllu að ofan finnst mér vera allur hinn stórhættulegi málflutningur sem styður grimmdina gegn Palestínumönnum og með vísan í biblíu og guðs orð.  Vildi að Jón sæi það.  Vildi líka að hann drægi til baka niðrandi orð um okkur hin að ofan, allavega vilji hann að við Óskar Helgi getum lengur unnið með honum gegn ICESAVE og öðru. 

Elle_, 29.7.2011 kl. 21:30

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óskapleg viðkvæmni er þetta- eruð þið eitthvað linari við mig hér í ykkar ummælum en ég við vanþekkingu þessa Jóns Ferdínands?!

Svo líturðu algerlega fram hjá hryðjuverkastarfsemi Palestínu-Araba frá upphafi, Elle. Hvert ríki hefur rétt til að bregðast við fjöldamorðum, eins og framin voru mörg í Ísrael, meðan múrinn var ekki kominn, og þjóðréttarlega séð á Ísrael sinn löglega tilverurétt, en af innleggi þínu 26.7. kl. 11:20 virðist mega álíta, að viljir ekki einu sinni viðurkenna þann rétt, og það kalla ég einsýni eða blindu.

Og ef þú hefur ekki áhuga á Biblíunni, Óskar, væri skást fyrir þig að hætta að tala um hana. Þú kemst hvort sem er ekki hænufet í skilningi á henni með því að láta þér nægja að skrifa eitthvað út í loftið um hana, Persa, Grikki, Konstantínópel o.s.frv. án þess að lesa nokkurn tímann framar neitt í þeirri góðu bók. - En við hittumst bara í þessu líka fína skapi, næst þegar við sjáumst.

Jón Valur Jensson, 29.7.2011 kl. 22:49

73 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Jón Valur !

Það er gott; að við Elle höfum aðeins náð, að stinga á kýlum trúar óranna - því; raunveruleikinn, mun alltaf trúnni verða yfirsterkari, fornvinur góður.

Jú; víst get ég hugsað enn, sem fyrr, til þeirra í Austri - Grikkja og Rússa, jafnt; í Konstantínópel - Aþenu og Moskvu, hnökralaust með öllu, þar sem virða má þá mikils, í viðleitninni, til þess að bjarga því, sem bjargað verður, mögulega, af Vestrænni menningu, um stund.

En; kannski er það tímabundið, forni félagi - því; Mongólsku garparnir, eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að ná undirtökunum hér, í Vestrinu, sýnist mér.

Þá; má einu gilda, hvort : Krossinn - Hálfmáninn - Davíðsstjarnan, eða þá önnur tákn, hafi lýst þeim þjóðum, sem undir verða, í þeirri baráttu; þér, að segja.

Nú þegar; EIGA Kínverjar, þorra Amerískra / Evrópskra og Asískra fyrirtækja, hvort sem einhver tiltekin trú sé til staðar, í þessu landinu - eða þá, hinu.

Vandi; Ísraelsmanna og Filistea (Palestínumanna), er sennilega, þessi ofur áherzla, á ósýnilega Guðinn, þeirra beggja - og vona ég, að þeir nái að átta sig á því, áður en Austur- Asíu þjóðirnar, leggi þeirra lönd undir sig, í hinum mestu rólegheitum, að sjálfsögðu.

Bara; suður í Argentínu, eru Kínverjar að hleypa af stokkunum, hinum fjölmörgu verkefnum í atvinnulífi og á efnahagssviðinu, almennt, í bróðerni við heima menn, að sjálfsögðu. Svo; ég nefni bara eitt, af hundruðum dæma.

Þannig að; vera má, að hinir ágætu drengir - Nethanyahu og Ahmadjinedad, eigi eftir að upplifa það báðir, að fallast í faðma, fyrir tilstuðlan Mongólskra höfð ingja, eftir allt saman, Jón minn.

Þá; skipta : Kross - Hálfmáni og Davíðsstjarna, öngvu máli, ágæti drengur.

Má til, að minna þig á, hversu miklu róti, Húlagú  Khan kom á, í Baghdad, árið 1258 - þegar hann og Herir hans, lögðu undir sig borgina. Þá; varð nú lítið, úr Kalífanum Mustasim, Jón minn - eins; og þú manst.

Ég vona; að okkur Elle, einlægum félögum þínum, í margvíslegri stjórnmála baráttunni, hafi loks tekist, að upplýsa þig um, að veröldin er ekki - bara hvít; og svört, sem betur fer.

Læt nú lokið; um hríð /

Með hinum beztu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 00:36

74 Smámynd: Elle_

NEI, okkur tókst það ekki, Óskar Helgi, ekki ef þú lest síðasta svarið hans um hvað við séum viðkæm, já með viðkvæmar sálir.  Ekki við öðru að búast og týpískt svar.  Líka notað af gerendum í einelti, þó ég sé ekki að líkja Jóni við þá.  Þolandinn er bara svo viðkvæmur, segja þeir.  Eins og allt mannlegt fólk sé ekki viðkvæmt, nema það sé þeim mun harðsvíraðra eins og forhertir glæpamenn.  Hvað með?: Nærgætni skal höfð í nærveru sálar.  Þar er ekki bara átt við ofurviðkvæmar sálir eins og við erum víst stimpluð. 

Elle_, 30.7.2011 kl. 15:00

75 Smámynd: Elle_

Og það verður ekkert næst, Jón, ekki frá minni hálfu eins og komið er núna.  Við vinnum okkar vinnu sjálf. 

Elle_, 30.7.2011 kl. 15:02

76 identicon

Og; komið þið sæl; sem áður - og fyrri !

Elle !

Fyrir alla muni; gerum ráð fyrir, að Jón Valur hafi náð, að vakna til samtímans, úr myrkri Fornaldar, drungans.

Nú; sé svo ekki, hví skyldum við þá ekki halda áfram, að berja á okkar málafylgju, unz; honum skildist, að nokkru ?

Ef; við þá nenntum því, yfirleitt ?

Verum alveg slök; Elle mín !

Með; sízt lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 15:16

77 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hættu þessu, Óskar minn. Guð skapari þinn sendi Son sinn í heiminn til þess að mennirnir skyldu frelsast fyrir hans tilstuðlan. "Átti" hann að senda hann í nútímanum frekar en í fornöld? Eru nútímamenn eitthvað verðugri viðtakendur en aðrir af manna kyni? Og neitarðu áhrifum Krists á siðferði manna? Eða telurðu áhrif Múhameðs betri? Þarftu ekki að fara að einbeita þér að því að rannsaka þessi mál, fyrst þú hefur svona óskaplega mikla þörf fyrir stórkarlalegar, en lítt hugsaðar yfirlýsingar út og suður og í allar áttir um málefni trúar og vantrúarhreyfinga?

Jón Valur Jensson, 30.7.2011 kl. 21:02

78 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jón Valur !

Er þér ekki; við bjargandi, maður ?

Hvar; lestu út úr mínum skrifum, að ég telji áhrif Múhameðs, betri ?

Hættu þessu Andskotans blaðri maður - og komdu niður á jörðina.

Eða; ertu algjörlega genginn, af göflunum ?

Guðir - Andar; og aðrir, geta skipt Þúsundum !

Eða; kannski alls ekki - það er ekki; þitt né mitt, að ráða einhverjar eilífðar gátur, maður.

Mannkyns FRELSARAR - eins og þú Jón minn, eru einfaldlega, AUMKUNAR VERÐIR !

Vona; þín vegna - og okkar hinna, sem taugar höfum til þín haft, að þú náir einhverjum áttum, áður en lengra líður.

Og; svarir fólki, án þess að vera með einhvern stórbokka hátt, héðan; í frá.

Með; samt sem áður - hinum sömu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 22:37

79 Smámynd: Elle_

Hann Óskar Helgi fer ekki með neitt rugl, Jón.  Og hvað ég skil hann vel að standa reiður upp.  Hvað veistu með vissu um guð?  Og hvað veistu nema guðir skipti þúsundum?  Þú mátt trúa á hvaða guð sem þú vilt hinsvegar en við viljum ekki öll hin taka biblíuna og þann guð sem rök fyrir einu eða neinu. 

Elle_, 31.7.2011 kl. 00:38

80 Smámynd: Elle_

Hvað ég skil hann vel að standa reiður upp gegn ´stórkarlalegum´ yfirlýsingum.

Elle_, 31.7.2011 kl. 00:49

81 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Elle !

Þakka þér fyrir; óbifanlega samstöðuna, í þessu fáránlega þrefi.

Taki Jón Valur sig ekki á; og viðurkenni glórulausa þvermóðsku sína -

er mér engin launung á, að ég muni svara honum næst, með þessum 3 orðum :

PASS - SKÁK og MÁT, fornvinkona kær.

Yrði það; mitt lokasvar, honum til handa !

Með; eftir sem áður - beztu kveðjum, sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 01:10

82 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, segðu bara pass, skák og mát, Óskar minn, mér og mínum að meinalausu.

Mál er að linni þessum hnútuköstum milli vina, og aldrei hafna ég við þig vináttunni.

En hér er nú eitthvað handa ykkur til að hugleiða vel og lengi:

http://www.youtube.com/v/XGYxLWUKwWo?fs=1&hl=en_US&rel=0&color1=0x2b405b&color2=0x6b8ab6

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 02:33

83 identicon

Komið þið sæl; aftur !

http://www.youtbe.com/v/XGYxLWUKwWo?fs=1&hl=en_US&rel=o&color1=ox2b4o5b&color2=ox6b8ab6; hefir svona viðlíka þýðingu - eins og ég hygðist einhliða; þurrka út landamæri Suður- og Norður Kóreu ríkjanna, til dæmis, upp á mitt eindæmi, - og endurreisa hið forna Konungsríki, þar eystra, Jón Valur.

Kóreuskaginn; er ekkert vanhelgari - en Ísrael og Filistealand (Palestína), hafir þú ekki betur numið, á þínum skóla árum, forðum.

Getir þú ekki svarað okkur Elle betur enn þetta - segi ég : PASS - SKÁK og MÁT ! 

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri, en ennþá, fullur undrunar, á þrákelkni JVJ, vægast sagt /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 02:58

84 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð gekk aldrei um í Kóreu, Óskar minn.

Heilagt er landið vegna þess, sem þar var, og hlutverks þeirra sem þar voru teknir í fóstur.

Og megi þetta verða mín síðustu orð á þessari vefslóð.

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 04:55

85 Smámynd: Elle_

Já, það finnst þeim sem trúa á biblíu og heimta að biblía sé guðs orð hins eina guðs.  Og þeim má líka finnast það í friði.  En hvað kemur það okkur hinum við sem kannski trúum á álfa eða næsta ljósastaur, ja, eða bara á ekki neitt?  Hvað kemur það rökræðum og spurningum okkar að ofan við?  Nei, Jón, þú svarar bara hlutum sem þú kærir þig um að svara og lítur algerlega framhjá spurningum sem aðra vantar svör við til að geta einu sinni rætt við þig á eðlilegum nótum.  Og gefur þannig skít í okkar persónu og okkar vilja.  Og ég fór ekki inn í linkinn þar sem ég bjóst fastar en ekki við að það væri um áróður fyrir hina óútvöldu. 

Elle_, 31.7.2011 kl. 12:39

86 Smámynd: Elle_

Og þessi málflutningur fyrir hina ´útvöldu´ er stórhættulegur skaðvaldur eins og Óskar Helgi sýnir með dæminu um norður og suður Kóreu. 

Elle_, 31.7.2011 kl. 12:47

87 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Elle !

Þér; að segja, hvarflaði ekki að mér heldur, að fara eftir tilvísun Jóns Vals (link þeim, sem um getur), þó svo ég hafi párað hann inn, í athugasemd mína.

Og; samt geri ég ekkert upp á milli, ágætra kosta Ísraelsmanna og Filistea (Palestínumannna), þó að Guða fyrirkomulag þeirra, spilli eðlilegum sam skiptum, þeirra, alfarið.

Þetta hefir verið; all einkennileg snerra, en við komum standandi niður, svo sannarlega, Elle mín.

Þar; sem JVJ virðist ekki geta beðið okkur forláts, á uppivöðslu sinni, sem órökstuddum og óraunverulegum frásögum, frá því í fyrndinni, dettur mér ekki í hug, að eiga frekari orða stað, við hann, þar; um.

Axel Jóhanni Axelssyni ber; aftur á móti, að þakka sérstaklega, fyrir gestrisni hans, hér; á síðu - sem umlíðunarsemi, fyrir þessu tilgangslausa karpi, við Jón Val - sem öngvu hefir skilað, nema þá eindrægni og baráttuvilja okkar sjálfra, Elle mín, til lengri framtíðar litið.

Og munum; raunveruleikinn - ofar og æðri; allri trú / hvað þá, hindurvitnum. 

Með beztu kveðjum - sem áður /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 13:02

88 Smámynd: Jón Valur Jensson

Öll uppivöðslusemin hér, Óskar Helgi Helgason, er nokkuð sem rangfærendur og andstæðingar kristindómsins hafa staðið fyrir og stofnað til.

Og ekki hef ég minnsta samvizkubit af því að segja fullyrðingasömum vantrúar- og fjölsgyðistrúarmönnum frá því þegar ég greini auðveldlega megna vanþekkingu í máli þeirra. Það getur vel verið að þeir taki þvi illa að vera leiðréttir, en þá ættu þeir einfaldlega að hætta að blaðra um þessi mál á netinu. Mér ber svo sannarlega ekki skylda til að "bera virðingu fyrir öllum skoðunum," eins og sumir orða það í einfeldni sinni. Menn hugsi þá frekar til orðtaks Voltaires þar um.

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 14:12

89 Smámynd: Jón Valur Jensson

... fjölgyðistrúarmönnum ...

Jón Valur Jensson, 31.7.2011 kl. 14:15

90 Smámynd: Elle_

Já, uppivaðsla kalla ég það líka og ótrúleg vanvirðing, Óskar minn Helgi.   Og mest þessi grimma vitleysa um guðsleyfi fyrir kúgun og yfirráðum yfir næsta landi og næstu þjóð sem fjöldi óbreyttra Ísraelsmanna berst í virkri baráttu gegn og gegn eigin stjórn.  Sæirðu Jón og hans ´meðvirku´ í anda sætta sig við að Bretar kæmu í okkar heilaga land og kúguðu okkur og píndu og sviptu okkur öllu sjálfsforræði af því Jóhanna og Össur og co. trúa á guðinn EU?  Og evru og ICESAVE?  Ætli þeim finndist það ekki grimmur guð sem það vildi gegn börnunum þeirra sjálfra og ætli þeir mundu sætta sig við það af því guð vildi það??  

Elle_, 31.7.2011 kl. 14:29

91 Smámynd: Elle_

Ætlaði að skrifa að fjöldi óbreyttra Ísraelsmanna berst í virkri baráttu gegn grimmdinni gegn Palestínumönnum og gegn eigin stjórn.

Elle_, 31.7.2011 kl. 14:37

92 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

Elle !

Þar; sem ég var að koma, austan úr Rangárþingi, fyrir kortéri síðan, hefi ég ekki fylgst með almennri umræðu, hér á vef.

En; gangi þér vel, að þjösnast á þrjóskunni, í Jóni Val - sé; að hann lætur ekki segjast, ennþá, Elle mín.

Sá reyndar; að fyrir stundu var hann að skattyrðast við fólk, á síðu Axels Jóh. Hallgrímssonar, hins ágæta Skagstrendings, en andstæðings okkar, gagnvart ESB; reyndar - vel; að merkja.

Mannkynsfrelsun; Jóns Vals Jenssonar, er í bezta falli hlægileg - hann veður elginn, í þessu líka mynstri, sem trúarkenningarnar hafa skapað, tíðina í gegn um - Helvítis karp; á karp ofan.

Og; hverju hefir það skilað ?, nema leiðindum og fári, gott fólk, í flestum tilvika.

Með; samt sem áður, sams konar kveðjum, hinum fyrri kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband