Óheillaþróunin heldur áfram

Brottflutningi af landinu linnir ekki, því ennþá flytjast mun fleiri frá landinu en til þess. Hagstofan hefur nú birt tölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs og sýna þær áframhaldandi óheillaþróun í þessum efnum.

Í tölum Hagstofunnar kemur m.a. þetta fram, samkvæmt frétt mbl.is: "Á sama tíma fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 360 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 180 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu."

Atvinnuleysistölur hér á landi segja ekki nema hálfa söguna, því stór hluti atvinnuleysisins hefur verið fluttur úr landi og þá aðallega til Noregs.  Mörg þúsund vinnufærra manna hafa flust búferlum frá hruni í leit að möguleikum til að framfleyta sér og sínum, því slíkt er ekki hægt með atvinnuleysisbótunum einum saman, allra síst ef fjölskyldan er stór og skuldir miklar.

Til viðbótar þeim sem skrá búferlaflutninga til annarra landa bætist mikill fjöldi manna sem stunda vinnu erlendis, en fjölskyldan býr áfram á Íslandi af ýmsum ástæðum, t.d. vegna skólagöngu barna eða atvinnu makans.  Í þeim tilfellum er viðkomandi skráður áfram til heimilis á Íslandi, þó hann stundi vinnu erlendis og komi aðeins heim til sín á nokkurra vikna, eða mánaða, fresti.

Á meðan ekki verður breyting á stefnu núverandi ríkisstjórnar í atvinnumálum, mun þessi óheillaþróun sjálfsagt halda áfram, þangað til allt besta fólk þjóðarinnar hefur hrakist úr landi. 


mbl.is Flestir fara til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Axel Jóhann, jafnan !

Jú; þessa hrikalegu þróun, má þakka þeim kompánum : Davíð Oddssyni - Jóni Baldvin Hannibalsyni - Halldóri Ásgrímssyni; að ógleymdu viðrininu, úr Þistilfirði norður, Steingrími J. Sigfússyni, og fylgifiskum þeirra; ALLRA.

Ég vona; að Almættið gefi þér styrk til, að losa þig, úr viðjum eins þeirra flokka, sem ábyrgðina bera, sem skjótast, ágæti drengur.

Svarti dauði 15. aldar - Lurkurinn 1602 - Stóra bóla 1707; auk annarra hamfara, af náttúrunnar völdum náðu ekki einu sinni, að buga Íslendinga.

En; manngerðar hamfarir græðgi og illsku, hinna seinni áratuga - sem ára, virðast ná býsna langt í, að tortíma öllu eðlilegu mannlífi; hér, á Ísafoldu, ágæti drengur - fari; sem nú horfir.

Með kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.7.2011 kl. 20:55

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

" Manngerðar hamfarir græðgi og illsku, hinna seinni áratuga- sem ára, virðast ná býsna langt í að tortíma öllu eðlilegu mannlífi hér á Ísafoldu." Þarna er ég fyllilega sammála þér Óskar. En hverju er um að kenna er hins vegar álitamál.  Eigum við ekki að gera upp hug okkar og nota það frelsi sem lýðræðið býður upp á til að taka eigin ákvarðanir og láta ekki innprenta okkur neitt í þeim efnum? Með vildarkveðjum úr 101.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 23:47

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Óskar.

Og þeir létu kjósa sig út á frjálsar handfæraveiðar og uppstokkun á kvótakerfinu :-)

Er ekki magnað að sjá efndirnar ?

Ófrjálsar handfæraveiðar svo liggur við hungurdauða mörghundruð fjölskyldna vítt og breitt um landið og 98% afsláttur af litla kvótafrumvarpinu.

Stóra frumvarpið var gefið sjálfstæðisflokknum í sumargjöf 100%.

Níels A. Ársælsson., 15.7.2011 kl. 23:47

4 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er einfallt mál. Íhaldið á Íslandi, með Framsókn sem hækju, bjuggu þetta til fyrir okkur. Eruð þið hissa á því þótt vel hugsandi og vel meinandi fólk, flýi land, meðan "Framsóknar+Íhalds" (Sjálfstæðisflokks)- flórinn er mokaður. Ekki langar mig að greiða skatta og skildur í svoleiðis hýt.

Dexter Morgan, 16.7.2011 kl. 00:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter Morgan heldur áfram að reyna að falsa söguna, með því að ljúga því að stjórnmálamenn hafi valdið hruninu, en ekki banka- og útrásargengin.

Það er alveg dæmigert að þora ekki einu sinni að gangast við falsinu undir nafni, en koma fram í felubúningi og með grímu fyrir augum.

Axel Jóhann Axelsson, 16.7.2011 kl. 10:58

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er ekki hissa á að fólk fari til Noregs enda er Norska krónan ofmetin um c.a 30-35% samkvæmt OECD á meða er krónan vanmetin um 25% á Íslandi og en meira á erlendum mörkuðum.

Komin tími til að setja hömlur á gjaldmiðlabraskið(FOREX) enda er veltan þar hvergi meiri í heiminum, FOREX er að stórum hluta bara spákaupmennska jafnvel ekki horft nema eina mínútu fram í tímann. Þetta brask kalla menn jafnvel viðskipti á "frjálsum markaði( þ.e framboð og eftirspurnar viðskipti) eða jafnvel "alþjóðavæðingu". Reikningurinn af þessu braski er sendur beina leið til neytenda og skattgreiðenda heimsins.

Eggert Sigurbergsson, 16.7.2011 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband