Frábært hjá Vegagerðinni. Annað mál með ferðaþjónustuna

Fyrir tæpri viku hvarf brúin yfir Múlakvísl í gríðarlegu hlaupi sem varð í ánni og var þá talið að taka myndi tvær til þrjár vikur að koma á bráðabirgðatengingu, þannig að umferð gæti gengið eðlilega fyrir sig á ný.

Umsvifalaust upphófst mikill söngur grátkórs ferðaþjónustusala og forsvarsmanna þeirra um hundruð milljóna króna tap, sem algerlega myndi ríða ferðaþjónustunni á suðurlandi að fullu. Alla þessa viku hefur söngurinn um tugmilljóna króna daglegt tap verið kyrjaður og leiðir þetta hugann að því hvort allar þessar gríðarlegu tekjur skili sér inn á skattskýrslur og í þjóðhagsreikninga.

Vegagerðin hefur unnið algert þrekvirki við smíði bráðabirgðabrúar yfir ána og með selflutningi bíla og farþega á vaði yfir vatnsfallið, en lítið hefur grátkórinn þó lækkað sig í tóntegund, þrátt fyrir það.

Nú er áætlað að hleypa umferð á bráðabirgðabrúna strax um helgina, en líklega þarf að stoppa selflutningana yfir ána í nokkra klukkutíma á meðan ánni verður veitt í nýjan farveg.

Hvað skyldu ferðaþjónustusalarnir segjast tapa mörgum tugum milljóna á þeim klukkutímum?


mbl.is Múlakvísl veitt undir brúna í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flugmenn hafa boðað nýtt yfirvinnubann, þá verður gráturinn tónaður upp að nýju. Vonandi hefur grátkórinn vit á að standa sjávarmegin við brýrnar svo þær taki ekki af af aftur í öllu táraflóðinu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 13:09

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Búið að vera ótrúlegt droll á Vegagerðinni þarna eftir að ríkisstjórnin rauf þjóðveginn. Meira og minna í mat og kaffitímar þess á milli.

Hvers á Ferðaþjónustan að gjalda.

hilmar jónsson, 15.7.2011 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband