Er Össur algerlega að tapa sér í ESBörvæntingunni?

Alla tíð hefur verið talið að erfiðustu málin í viðræðunum um innlimun Íslands, sem útkjálkahrepps í væntanlegt stórríki ESB yrðu landbúnaðar - og sjávarútvegsmál, enda voru fyrirvarar í samþykki Alþingis um að yfirráðarétturinn yfir tvöhundruðmílna fiskveiðilögsögunni yrði alfarið í höndum Íslendinga og allar ákvaranir um veiðar innan hennar teknar af íslenskum ráðamönnum.

Í viðtali við Euronews leyfir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sér að gefa út þá yfirlýsingu að Íslendingar þurfi nánast ekkert að ræða fiskveiðistjórnun við ESB, enda séu slík smámál bara hluti af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og því úrelt. Það er nokkuð rétt hjá ráðherranum að baráttan um yfirráð fiskveiðiauðlindarinnar var lokaáfanginn í baráttunni fyrir fullu sjálfstæði þjóðarinnar og það má Össur vita, og kommisarafélagar hans innan ESB, að þjóðin er hreint ekki tilbúin til að gefa nokkuð eftir af sjálfstæði sínu og fullveldi, til að uppfylla drauma Össurar og fleiri slíkra um kommisaraembætti í Brussel.

Á meðan innlimunarviðræðum verður ekki hætt, er algerlega forkastanlegt að æðsti maður utanríkismála á Íslandi skuli gefa viðmælendum sínum önnur eins vopn í hendur og Össur gerir í þessu viðtali. Annar eins afleikur hefur varla sést í nokkrum "samningaviðræðum" í háa herrans tíð og á sér líklega ekki samsvörun í neinu öðru en fyrri ummælum Össurar sjálfs um þessi mál.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gerir þessum ótrúlega afleik Össurar góð skil í pisli í dag og er ástæða til að benda öllum á að lesa hann. Pistil Björns má sjá Hérna


mbl.is Þurfum ekki sérstaka undanþágu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Nei ágæti Axel hann tapaði sér fyrir löngu - núna er geðveikin hinsvegar að taka völdin hjá honum ö það þarf stofnun fyrir hann og gnarr þar sem þeir geta barbapabbast saman í ímynduðum múmínsæluríki  Evrópusinna.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.7.2011 kl. 15:45

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það eru sumarfrí á Geðdeildonum,það verður að vera fullmannað þegar Össur legst inn....

Vilhjálmur Stefánsson, 3.7.2011 kl. 21:08

3 identicon

Er þetta bara ekki hárrét hjá Össuri.  Evrópusambandið hefur enga veiðihefð á Íslandsmiðum og fær því engan kvóta. 

Brynjar (IP-tala skráð) 4.7.2011 kl. 09:31

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað kallar þú veiðihefð, Brynjar. Margar ESBþjóðir stunduðu veiðar við Ísland í nokkur hundruð ár, áður en landhelgin var færð út í 200 mílur.

Ætli þær myndu ekki benda á þá veiðihefð, ef svo illa færi að samþykkt yrði að gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki ESB?

Axel Jóhann Axelsson, 4.7.2011 kl. 22:02

5 identicon

Þetta er útúrsnúningur hjá þér og þú veist örugglega betur.

Brynjar (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband