Harpa er farin ad vekja athygli umheimsins

Ekki tók Horpuna langan tíma ad komast á heimskortid med odrum honnunar og byggingarlistarafrekum, enda ekki nema tvaer vikur sídan húsid var tekid í notkun og strax búin ad fá sín fyrsu althjódlegu verdlaun fyrir arkitektúr.

Í fréttinni segir:  "Er Harpa í hópi með 11 öðrum byggingum í löndum á borð við Indland, Kína, Mexíkó, Brasilíu, Ítalíu, Grikklandi, Kanada, Taívan, Japan og Spáni sem hljóta verðlaunin að þessu sinni."

Thetta er mikil vidurkenning og lyftistong fyrir íslenskan arkitektúr og byggingaridnad og er án vafa adeins fyrsta vidurkenningin af morgum, sem adstandendur hússins og thad sjálft á eftir ad hljóta í framtídinni.

Íslendingar geta og mega vera stoltir af thessu byggingarlistaverki sínu.


mbl.is Harpa hlýtur alþjóðleg verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að húsið er stórglæsilegt og verður enn glæsilegra þegar það er búið. Peningasóun er það hins vegar og ég er ekki viss um að við viljum fá heimsathygli á þessari peningasóun á sama tíma og við þyggjum "fjárhagsaðstoð" frá umheiminum til að framfleyta landinu.

Björn (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 15:54

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Toj, toj, toj !!!!!!! Við hverju öðru er að búast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 16:10

3 identicon

það voru líka danskir arkitektar sem komu að verki og mikið af útlendingum (kínverjar) sem byggðu húsið.

Mér fannst tillaga numer 2 betri, en aðalvandamálið er auðvitað kostnaðurinn og húsið getur aldrei borið sig.

Miðað við folksfjölda er þetta dyrasta tónlistarhús i heimi!

Ég ætla nú ekkert að minnast á elítustemminguna í kringum húsið!

sigurður örn brynjólfsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 16:57

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Elítustemmningin er eitthvað sem þeir sem sjá húsið ekki í friði hafa búið til

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 17:06

5 identicon

ég hef sagt við þá sem hafa rætt þetta hús að þó það hafi kostað mikið þá muni það skila til baka margfalt, svona kennileiti trekkja að svo ekki sé talandi um sinfóníuhljómsveit íslands sem er ein sú besta í heimi að mati gagnrýnenda og unnenda tónlistar. svo ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu. þetta hús er komið og getur því farið að mala gull, bæði í peningum og ekki síst listum.

Þórarinn (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 18:00

6 identicon

Vaknaðu Þórarinn, þú átt ekki að leggja þig og láta þig dreyma svona seinnipart dags!

Björn (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 20:10

7 Smámynd: Jón Arnar

Þið eigið lika nog af peningum í kreppunni til að kasta i slikt annað en við hin her a fastlandinu sem vitum að við þurfum að lifa spart á erfiðum timum - Her eru Spann Grikkland á svipuðu roli og þið ju þó og von þeir eyði í svipuð minnismerki um óráðsiurugl :-)

Jón Arnar, 13.5.2011 kl. 21:24

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Voðalegur bölmóður er þetta. Þið komist varla  langt með þetta að leiðarljósi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.5.2011 kl. 22:11

9 identicon

Ég held að kostnaður við húsið sé það mikil að það muni aldrei borga sig upp, enda kanski ekki ætlunin, en ég vona bara að reksturinn muni bera sig þó svo ég sé efinsmeð það, en að mínu mati er þetta einhver fallegasta bygging sem ég hef séð þó víða væri leitað.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 23:23

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Húsið mun hvorki borga sig upp eða standa undir rekstrarkostnaði, en fallegt er það.

Ragnhildur Kolka, 14.5.2011 kl. 09:29

11 identicon

Sammála með þennan bölmóð.  Húsið er risið, það er glæsilegt og vekur athygli erlendis þó það sé allt of dýrt. Gleðjumst frekar yfir velgengninni.  Þórarinn er með þetta!

Skúli (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 11:28

12 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef tvíbenda afstöðu til Hörpu (án ákveðins greinis,  vel að merkja).  Upphaflega var þetta hús kynnt til sögunnar sem framkvæmd einkaaðila (Björgólfsfeðga).  Þegar liðið var á framkvæmd fór einkaframtakið á hausinn.  Opinberir aðilar (ríki og borg) stóðu frammi fyrir vondum kostum:  Að blása dæmið af (og láta framkvæmdina ryðga í naust) eða klára dæmið.  Sennilega var seinni kosturinn skárri.  Ég kann ekki söguna af því hverjir tóku ákvarðanir.  Hvort það voru Þorgerður Katrín,  Hanna Birna eða Katrín Jakobsdóttir.  Eða allar í senn.  Það skiptir ekki máli.  Húsið er risið.  það er glæsilegt.  Ég hef efasemdir um að rekstur þess standi undir kostnaði.  Vona samt að svo sé.  Hljómburður er betri en í öðrum íslenskum tónlistarhúsum.  Það er einhvers virði.  Spurning hvort húsið laðar að sér útlenda ferðamenn og útlenda tónlistarmenn.  Það eru margir óvissuþættir.  Vonum hið besta. 

Jens Guð, 14.5.2011 kl. 23:39

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Verið jákvæð, það ersvo miklu léttara !!!

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 01:51

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel, ég er virkilega farin að sakna þess hversu sjaldan þú kommenterar við svörum á blogginu þínu. Þú ert eiginlega lærimeistari minn í bloggheimum, kenndir mér allt um hvernig maður eignast bloogvini og gerðist minn fyrsti, þó svo við séum oftlega ósammála.  Ég er farin að þenja mig vítt og breitt, hvort sem það er mér til vansa eða virðingar,  en þú hefur verið mjög miklivægur og kær þáttur í þessu hjá mér. Þú gafst mér kjarkinn til að taka þátt, með öllu sem því fylgir. Nú sést varla til þín, ég endurtek, ég sakna þess!

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.5.2011 kl. 02:13

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, ég er staddur erlendis núna og thess vegna ekki mikid í nágrenni vid tolvur, svo ekki orvaenta strax.

Ég mun taka til óspilltra málann í bloggheimum, thegar ég kem aftur á klakann.

Vardandi Horpu, thá mun hún án vafa verda thjódinni til sóma um ókomna tíd og ekki er thad nú nýtt af nálinni ad nýbyggingar á Íslandi séu umdeildar á byggingartíma og aldrei telja Íslendingar sig hafa efni á ad byggja nokkurt hús, sem undir nafni á ad standa.

Manni verdur oft hugsad til allra stórbygginganna um alla Evrópu, sem byggdar voru á medan vid bjuggum í torfkofunum og hvílíkt afrek thad hefur verid ad koma thessum húsum upp á sínum tíma, baedi peninglega og ekki sídur byggingartaeknilega.  Hefdi íslenska neikvaednin rádid ríkjum thar og thá, vaeri heimurinn morgu byggingarlistaverkinu fátaekari.

Axel Jóhann Axelsson, 18.5.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband