Neikvæður áróður JÁsinna

Þær marktæku skoðanakannanir sem birst hafa fram að þessu, hafa allar sýnt að meirihluti kjósenda myndi segja JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave og selja þar með sjálfa sig og aðra Íslendinga í skattalegan þrældóm næstu ár, jafnvel áratugi, til greiðslu á vöxtum og hluta höfuðstóls ólöglegra krafna Breta og Hollendinga vegna glæpsamlegrar bankastarfsemi, sem almenningur gat ekki og hafði ekki nokkra aðkomu að.

Síðustu daga hafa dunið á landsmönnum gífurlegur hræðslu- og ógnaráróður JÁsinna, en eins og áður virkar slík baráttutækni alveg öfugt, enda hafa hlutföll svarenda algerlega skipst samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR, sem gerð var fyrir Stöð 2 og með sama áframhaldi mun barátta JÁsinna skila stórsigri þeirra, sem ekki hafa viljað láta neyða sig til meiri skattaþrælkunar, en þarf til að koma ríkissjóði út úr sínum eigin fjárlagavanda. Þykir flestum nóg um þær álögur allar, enda sér enginn fram á að núverandi ríkisstjórn leysi úr kreppunni með aðgerðum sem greitt gætu fyrir atvinnuuppbyggingu og hagvexti.

Þó ekkert sé öruggt ennþá með hvernig þessar kosningar fara, þá er a.m.k. búið a sanna enn einu sinni, að kjósendur láta ekki stjórna sér með skrumi og hótunum.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Já, þar er erfitt að þurfa að sitja undir þessum áróðri "já" manna. Reyndar, ertu með tengil á þennan mikla áróður "já" sinna sem við höfum þurft að sitja undir því satt að segja þá hef ég ekki tekið sérstaklega eftir honum.

Tryggvi Thayer, 7.4.2011 kl. 07:53

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggvi, þú hefur greinilega ekkert verið að fylgjast með umræðunni fyrst þetta hefur allt saman farið fram hjá þér.

Ég hvet þig eindregið til að byrja að lesa blöðin, fylgjast með ljósvakamiðlum, hlutsta á ráherrana, forystumenn í SV og ASÍ, o.fl., og þá muntu fljótt sjá og heyra um þær hörmungar, sem þessir aðilar hóta að ríði yfir þjóðina ef kjósendur selji sig ekki í skattaþrældóm næstu ár og áratugi í þágu ólöglegra krafna á hendur þeim, vegna "skulda" sem þeir hafa aldrei verið, eða átt að vera, ábyrgir fyrir.

Axel Jóhann Axelsson, 7.4.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband