Snýst um Icesave, ekki forsetann eða ríkisstjórnina

Nokkuð er farið að bera á þeim fullyrðingum að ef kjósendur hafni Icesavelögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá verði ríkisstjórnin að segja af sér en verði lögin staðfest, að þá verði forsetinn að víkja af Bessastöðum.

Sé það virkilegur vilji manna að auka beina þátttöku almennings að ákvörðunum í stórum málum, má alls ekki snúa umræðunni upp í einhverskonar uppgjör á milli sitjandi ríkisstjórnar hverju sinni og þess forseta sem vísar málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, því slíkar kröfur munu aðeins leiða til þess að ekkert verður rýmkað til mað slíkar kostningar eða endalaus ríkisstjórnar- eða forsetaskipti.

Umræðan verður að snúast alfarið um það málefni sem kosningarnar eiga að fjalla hverju sinni og vera algerlega óháð afstöðu kjósenda til stjórnmálaflokka, ríkisstjórnar eða forseta. Í því tilfelli sem nú er um að ræða er það Icesave III og ekkert annað og álit kjósenda á því, hvort heillavænlegra sé fyrir land og þjóð að staðfesta þau lög eða hafna þeim.

Ekki er þetta sagt vegna stuðnings við núverandi ríkisstjórn, því sá stuðningur er minni en enginn og ekki er ástin brennandi heldur á núverandi forseta og seint kæmi til álita að greiða þeim atkvæði í nokkrum kosningum.

Atkvæði í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu á að ráðast af afstöðunni til þrælasamningsins sjálfs og hver sem niðurstaðan verður á enginn að segja af sér hennar vegna.


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Samt er nú hlægilegast spuninn í þessu öllu, að Alþingi beiti 11. gr. stjórnarskrárinnar og í raun kjósi forsetann burt.  Annar umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar2 briddaði upp á þessu í þættinum á morgun.  Varla við því að búast að þetta hafi verið eitthvað hugarfóstur umsjónarmannsins.

 En til þess að 11. greinin gangi upp þurfa 48 þingmenn að segja já og ef ég man rétt, þá þarf líka meirihluti þjóðarinnar að segja já.

 Þessi spuni er því nánast eins langt út úr kú og að ,,Mistakastjórnin" segi af sér, hvað sem á gengur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 22:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við fyrri reynslu er það einmitt líklegast að fjölmiðlafólk verði í alls kyns hugleiðingum um allt annað en það sem málið snýst raunverulega um.

Fjölmiðlarnir, sumir a.m.k., virðast eingöngu lifa til að spinna alls kyns samsæriskenningar og hvað annað sem líklegt er til að kynda undir ruglinu, enda er það ruglið sem "selur".

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er þetta rétt hjá þér Axel, umræðan á að vera um kosti og galla samningsins, hvað það þíðir að fella hann og hvaða áhrif það hefur að samþykkja hann. Til þess að fólk geti gert upp hug sinn verða stjórnvöld að leggja öll spil á borðið. Sá hræðsluáróður sem hingað til hefur verið haldið uppi er farinn að hljóma sem barnagælur. Enginn tekur lengur mark á slíku!

Því miður hafa áhangendur þeirra sem vilja samþykkja þennan samning leitt umræðuna á annan veg, frá kjarnanum og yfir á önnur ótengd atriði.

Eftir að kosið hefur verið og niðurstaða fengin er hægt að ræða önnur atriði, eins og hver staða ríkisstjórnarinnar og þingsins er. Það er ljóst að ef samningurinn verður felldur hlýtur stjórnin að hugsa sinn gang en það þurfa fleiri að gera. Að nærri 2/3 þingmanna skuli hafa samþykkt þennan samning hlýtur þá að vera merki um að þjóðin treystir ekki þinginu. Því ætti að sjálf sögðu að boða til nýrra kosninga ef samningurinn verður felldur.

Um ríkisstjórnina er það eitt að segja að hún ræður einfaldlega ekki við sitt verkefni, þar er icesave aðeins eitt lítið dæmi. Á öllum sviðum hefur henni mistekist. Það er ekki eitt einasta málefni sem þessi stjórn getur hælt sér af!! Því á hún skilyrðislaust að segja af sér, algerlega óháð þessu icesavemáli!!

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2011 kl. 22:47

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég hef nú aldrei heyrt þetta áður.

Ekkert af þessu hefur komið fram í umræðunni. Ef samningurinn verður felldur þá mun ríkisstjórnin sitja áfram. Og ef fólk segjir Já þá mun Óli Grís ekki fara neitt.....

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 22:59

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enda eru Íslenskir stjórnmálamenn ekki mikið í að segja af sér... sama hversu mikið þeir klúðra.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 22:59

6 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Stemmningin í kynningarmálunum, hingað til alla vega, eru einhvern vegin á þennan veg:

Er ekki bara betra að borga BARA 50 milljarða, heldur en að eiga það á hættu að tapa dómsmáli og borga 1000 milljarða +?
 Tíminn þarf nánast að standa í stað svo þetta 50 milljarða dæmi gangi upp.  Það dæmi gengur út á stöðugt gengi og stöðugar og öruggar útborganir úr þrotabúinu. 

 Það er því allt eins hægt að setja dæmið svona upp:

 Vltu virkilega borga 250 milljarða + , en að vinna dómsmálið og borga ekkert?

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 23:00

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Báðar spurnignar eru mjög villandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2011 kl. 23:31

8 identicon

Ólafur Ragnar hefur staðið sig sem sönn lýðræðishetja og frá hans bæjardyrum séð hefur málið aldrei snúist um annað en lýðræðisleg princip. Þeir sem ekki skilja það skortir alla menntun, fágun og næmni þá sem þarf til að þekkja þann anda sem hefur stírt Vestrænni menningu frá dögum frönsku byltingarinnar. Þeir eru því sem blindir og heyrnarlausir væru, sem fáfróðir túristar í eigin landi og skilja ekki sinn eigin uppruna. Slíkir menn sjá bara ímyndaðar andstæðar fylkingar, rautt og blátt, já og nei, hægri og vinstri, hvíta og svarta, homma og gagnkynhneigða, kristna og múslima, bullum og ruglum. En það hefur bara ekkert með raunveruleikan og frelsið að gera og er þeirra eigin ímyndun. Lifi sannleikurinn og lifi lýðræðið!

Pálmi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband