Himininn mun ekki hrynja

Í leiðara Financial Times er sagt að himnarnir hafi ekki hrunið þegar Íslendingar höfnuðu því að gerast skattaþrælar Breta og Hollendinga til margra áratuga vegna skulda einkabanka og ef þeir neiti nýjustu útgáfu samningsins gætu aðrir farið að fá ýmsar hugmyndir.

Ríkisstjórnin kepptist við að hræða þjóðina með alls kyns dómsdagsspám um framtíðina, yrði Icesave II felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu og Ísland yrði Kúba norðursins og yrði algerlega einangrað á alþjóðavettvangi og enginn myndi skipta við Íslendinga framar, hvorki einkaðaila eða opinbera.

Allt reyndist þetta vera alger della og t.d. hefur skuldatryggingarálag á erlendar skuldir lækkað, íslensk fyrirtæki endurfjármagnað erlend lán sín svo hundruðum milljörðum nemur og erlendir fjárfestar ekki misst áhuga sinn á fjárfestingum hérlendis.

Icesave III er sannarlega miklum mun hagstæðari íslenskum skattaþrælum, en eftir sem áður er eina hættan sú, verði hann felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, að Bretar og Hollendingar fari í fýlu og reyni að koma í veg fyrir að Ísland veðrði innlimað í ESB og ekki er víst að margir muni harma það.

Ríkisstjórnin skuldar kjósendum upplýsingabækling um alla kosti og galla þess að samþykkja lögin og eins hverjar afleiðingarnar gætu hugsanlega verstar orðið við höfnun þeirra.

Nú eru kjósendur löggjafarvaldið og eiga heimtingu á öllum sömu gögnum og upplýsingum um málið og þingmenn og þingnefndir höfðu undir höndum við sína umfjöllun og afgreiðslu málsins.


mbl.is Aðrir gætu fengið hugmyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Fjármögnunarvandræði Landsvirkjunar og OR eru fyrst og fremst vegna þess að þessi tvö fyrirtæki, voru með lánsumsóknir í bönkum sem er stjórnað af aðilum sem styðja Icesavekröfur Breta og Hollendinga, Evrópska fjárfestingabankann og Norræna fjárfestingabankann.

 Væri vantraustið og óvildin svona gríðarleg í garð íslenskra fyrirtækja út um allan heim, þá er það öruggt að hollenskur banki hefði ekki fjármagnað Marel.

Kristinn Karl Brynjarsson, 21.2.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nefninlega málið, að það hafa engir bankar neitað að lána hingað til lands nema Evrópski fjárf.bankinn og sá Norræni, enda er þeim beitt á pólitískan hátt til að þvinga fram samþykkt á Icesave.

Landsvirkjun endurfjármagnaði öll sín lán, önnur en til fjárfestinga, núna nýlega og á því voru engin vandkvæði og fyrirtækið býr ekki við neinn rekstrarfjárvanda og afborganir lána mjög viðráðanlegar, enda hefur forstjórinn sagt að fyrirtækið yrði orðið skuldlaust eftir 10-12 ár, komi ekki til frekari fjárfestinga.

Fjárhagsvandi OR er hins vegar meiri, enda var farið út í alls kyns fjárfestingarævintýri í stjórnartíð R-listans og fyirtækið ekki borið sitt barr eftir öll þau mistök sem gerð voru á því stjórnartímabili í Reykjavíkurborg.

Ekkert hefur staðið á því að erlendir fjárfestar væru tilbúnir til að koma hingað til uppbyggingar fyrirtækja, t.d. í stóriðju, heilsutengdri starfsemi o.fl. Það sem hefur hins vegar tafið þau mál, er afstaða ríkisstjórnarinnar til atvinnuuppbyggingar og ekki víst að þau mál komist almennilega á skrið fyrr en eftir Alþingiskosningar og með nýrri ríkisstjórn.

Axel Jóhann Axelsson, 21.2.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband