Jóhanna án stjórnar á sjálfri sér

Jóhanna Sigurðardóttir, sem á að stjórna ríkisstjórninni og stjórnarmeirihlutanum, missti gjörsamlega stjórn á sjálfri sér og hugsunum sínum við dóm Hæstaréttar um að lög og framkvæmd gæluverkefnis hennar stæðust ekki skoðun og því dæmdist kosningin til Stjórnlagaþings löglaus og ómarktæk.

Í stað þess að viðurkenna klúðrið, reyndi Jóhanna í mikilli geðshræringu að kenna Sjálfstæðisflokknum um hvernig fór, enda flokkurinn "skíthræddur" við einhverjar breytingar á stjórnarskránni, sem Jóhanna lét sig dreyma um að Stjórnlagaþingið myndi leggja fyrir Alþingi og mun þá hafa átt við "þjóðareign" á auðlindunum, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur reyndar alltaf stutt, en Jóhanna var alls ekki með sjálfri sér og gerði því engan mun á réttu og röngu í seinni ræðu sinni á Alþingi í dag.

Sú ræða var Jóhönnu til enn meiri minnkunnar en hún hefur orðið sér áður og ef til vill stjórnast það af því, að hún gerir sér fulla grein fyrir því að nú sé í raun ekkert annað fyrir hana að gera en að segja af sér og boða til kosninga.

Forsætisráðherra, sem ekki hefur stjórn á sjálfum sér, verður að víkja og það strax.


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið þó helvíti tók Jóhanna glæpasamtökin laglega á kné sér og rassskellti á einbeittan hátt með sjálfu sér.

Jóhannes Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 20:01

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki sá ég neitt annað en stjórnlausa manneskju röfla og tuða í vandræðum sínum vegna eigin klúðurs og niðurlægingar. Manneskjan var greinilega viti sínu fjær, enda sagði hún ekki eitt einasta orð af viti.

Það var raunalegt að horfa upp á forsætisráðherra vestrænnar þjóðar verða sér eins mikið til skammar og hún gerði þarna.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2011 kl. 20:08

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Geðveikislegar upphrópanir og uppnefningar á pólitískum andstæðingum er ekki rasskelling þeirra, Jóhannes. Það er merki um algerlega óhæfa persónu í pólitík. Jóhanna fór langt yfir strikið í seinni ræðu sinni, reyndar einnig þeirri fyrri þegar hún fullyrti að stjórnlagaþing yrði þrátt fyrir niðurstöðu hæstaréttar. Í seinni ræðunni fór hún þó algerlega hamförum í frekju og yfirgangi, með hrópum og uppnefningum.

Ekki beinlínis góð fyrirmynd fyrir land og þjóð!!

Gunnar Heiðarsson, 25.1.2011 kl. 20:48

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það var engu líkara en Jóhanna teldi sig standa í fylkingarbrjósti fyrir Gúttóslaginn. Ég held að þessi síðari ræða sýni aðeins að tími Jóhönnu er löngu farinn.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2011 kl. 21:03

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var hreinlega sorglegt að sjá forsætisráðherrann verða sér svona til ævarandi skammar í ræðustóli Alþingis. Aldrei hefur leiðtogi þjóðar sett svona ofan, a.m.k. ekki á vesturlögndum.

Axel Jóhann Axelsson, 25.1.2011 kl. 21:06

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Að ofansögðu er ljóst, að napur sannleikurinn í orðum Jóhönnu hefur bitið viðkvæm íhaldshjörtu býsna sárt. 

Jóhannes Ragnarsson, 25.1.2011 kl. 23:16

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Alþingi eins og það leggur sig niðurlægði sig enn einu sinni í dag. Að engin þingmaður, margir löglærðir, sáu ekki að ákvæði í lögum um stjórnlagaþing þar sem kveðið er á um framkvæmd kosninga skuli fara fram á sama hátt og til alþingiskosninga var hunsuð. Skömm að fjórflokknum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 25.1.2011 kl. 23:16

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, það er merkilegt að vera að velta sér eitthvað upp úr því sem blessuð konan röflaði um íhaldið, gersamlega út í bláinn, enda var það Hæstiréttur sem var að kveða upp dóm, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn.

Það má þó segja Jóhönnu til vorkunnar að hún varð fyrir gífurlegu áfalli í dag, sem hún gat þó ekki höndlað betur en þetta og því eru þín viðbrögð við þessum Hæstaréttardómi algerlega óskiljanleg, þar sem þú hafðir þó tíma til að átta þig á málinu, áður en þú raukst fram á ritvöllinn. Þú hefur því enga afsökun fyrir þínum viðbrögðum.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 00:02

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arinbjörn, reyndar er það hálf ótrúlegt hvað óvönduð þingmál og lög fara oft í gegn um þingið, án þess að nokkur þar skuli uppgötva að málin standist ekki stjórnarskrána.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 00:04

10 Smámynd: Jón Kristjánsson

"Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða. Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.".....Þetta er mjög mjög fyndið Axel, því þú ert venjulega sá sem ert langstóryrðastur og með mestu svívirðingarnar eins og næstu orð sýna....."Það var hreinlega sorglegt að sjá forsætisráðherrann verða sér svona til ævarandi skammar í ræðustóli Alþingis. Aldrei hefur leiðtogi þjóðar sett svona ofan, a.m.k. ekki á vesturlöndum"...."Ekki sá ég neitt annað en stjórnlausa manneskju röfla og tuða í vandræðum sínum vegna eigin klúðurs og niðurlægingar. Manneskjan var greinilega viti sínu fjær, enda sagði hún ekki eitt einasta orð af viti".....fleira mætti auðvitað týna til. Þú telur þetta kannske ekki stóryrði, svívirðingar eða skítkast, heldur gegnheilan sannleika. Ég býst því heldur ekki við því að þér finnist Davíð Oddsson nokkurn tíma hafa verið stóryrtur eða með skítkast, hvað þá Ólöf Nordal í dag. Það er víst ekki sama hver talar....leiðtogi lífsins, nú eða helsti andstæðingurinn. Auðvitað var Jóhanna bara að segja sannleikann varðandi afstöðu Flokksins til stjórnarskráarinnar og þjóðareignar á auðlindum. Flokkurinn er löngu búinn að klófesta allan kvótann og sést vart fyrir í græðgi sinni við að koma klónum á orkuauðlindirnar líka. Þetta er auðséð öllum nema gráðugum íhaldsmönnunum.

Jón Kristjánsson, 26.1.2011 kl. 00:18

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

  Tek heilshugar undir með Jóni Kristjánssyni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.1.2011 kl. 01:21

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er hárrétt ályktun hjá þér Jón, að þetta sem þú vitnar til er ekki svívirðingar eða skítkast, heldur mildilega orðuð lýsing á forsætisráðherra í geðhræringu, eða réttara sagt sem er algerlega viti sínu fjær, tuðandi um aukaatriði í stað þess að fjalla um það sem var á dagskrá, nefninlega dóm Hæstaréttar og ógildingu hans á Stjórnlagaþingskosningunum.

Afstaða þín, mín eða Sjálfstæðisflokksins til auðlinda þjóðarinnar voru ekki á dagskrá og komu málinu ekkert við. Röflið um auðlindirnar og Sjálfstæðisflokkinn var til að breiða yfir eigin skömm og niðurlægingu vegna klúðursins með lagasetningu og framkvæmd vegna kosninga.

Eftir svona uppákomu myndi hver einasti forsætisráðherra í heiminum segja af sér umsvifalaust, nema auðvitað forsætisráðherra Íslands og annarra bananalýðvelda, sem þessi ríkisstjórn hefur komið landinu í hóp með.

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 01:42

13 identicon

Að heyra Jóhönnu bulla svona og það hálfvælandi að reyna að klína sínu klúðri yfir á aðra er sorglegt.Hún á að segja af sér í hvelli og láta einhvern sér hæfari taka við(Sem eru flestir sem á landinu búa)

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 09:38

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel, nú tek ég ofan minn andlega hatt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.1.2011 kl. 12:07

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þau strórtíðindi hafa nú gerst, að Fréttablaðið sér það sem allt heiðarlegt fólk sér varðandi Jóhönnu og klúðrið í sambandi við Stjórnlagaþingskosningarnar.  Sjá t.d. HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 26.1.2011 kl. 14:34

16 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hafi ég einhverntíman skammast mín fyrir að vera Íslendingur þá er það núna. Ég hef verið að velta fyrir mér, ef Georg Bush hefði látið svona, hefði hann verið langlífur í embætti? hvað hefðu bandaríkjamenn sagt?

En Barrack óbama?(USA)

Szarkósi?(frakland)

Angela Merkel?(þúskaland)

Fredrick Rinfeld?(svíþjóð)

Dmitriy Medvedev/Vladimear puddin?(rússland)

Ég skammaðist mín mikið, sérstaklega fyrir hennar hönd þar sem hún kann ekki sjálf að skammast sín

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.1.2011 kl. 16:09

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Brynjar! Vertu ekkert að eyða púðri í að skammast þín fyrir aðra, eða fyrir  þeirra hönd, það eyðir bara frá þér orku sem gæti nýst þér vel á öðrum sviðum. Fólk er yfirleitt fullfært um það sjálft, þó það láti ekki á því bera. Svo er ég líka klár á að allir sem þú nefndir hafa eitthvað í sálartetrinu sem þeir skammast sín fyrir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.1.2011 kl. 18:23

18 Smámynd: Elle_

Ég skil ekki hvað Bergljótu og Jóni finnst svo ljótt við það sem Axel Jóhann skrifaði um Jóhönnu.  Hann lýsti stjórnlausum pólitíkus sem vaðið hefur með yfirgangi yfir allt og alla og lítur á sig sem einvald.  Hættulegasti stjórnmálamaður landsins. 

Og Jóhannes, hví er ekki Jóhönnufylkingin glæpasamtök?  Og hegðun Jóhönnu kemur illa við fjölmarga utan Sjálfstæðisflokksins og mig meðtalda. 

Elle_, 26.1.2011 kl. 18:48

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel var maður af meiri og tók út mestu fúkyrðin úr greininni, sem hann hefur eflaust skrifað í skyndi, sjokkeraður og fokreiður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.1.2011 kl. 19:42

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki þarf nú alltaf annað eins stórhneyksli eins og þetta kosningaklúður til að ráðherrar segi af sér, eins og sjá má HÉRNA

Sumir eru vandari að virðingu sinni en aðrir.

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2011 kl. 00:32

21 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er nú etv. aðeins of mikið af því góða. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem ráðherra sagir af sér vegna veðurs á Bretlandseyjum.

Fyrir allmörgum áru var innanríkisráðherra í Englandi ( man því miður ekki nafnið lengur) sem hafði einkabíl til umráða, þó fylgdi sá böggull skammrifi að þetta var einkabíll. Kona þessa ráðherra vann í ráðuneytinu líka en hafði ekki bíl. Vegna þessa tók hún alltaf lest í vinnuna, en hann ók.

Svo gerðist það að það snjóaði einhver ókjör, lestirnar komust ekki leiðar sinnar og allt var í kaos. Því fékk frúin far með ráðherranum í fyrsta og eina skiptið. Það sást til þeirra koma í vinnuna, spillingin þótti óhæfa og ráðherrann varð að segja af sér.

Svona er Ísland ekki í dag, alveg sama hvernig veðrið er!

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.1.2011 kl. 07:46

22 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er greinilega heill frostavetur, ef ekki heil ísöld, á milli hugsunarháttar Breta og Íslendinga þegar að spillingunni kemur.

Axel Jóhann Axelsson, 27.1.2011 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband