Jóhanna vill stýra bananalýðveldi

Víða í þróunarríkjum fara kosningar þannig fram að engum dettur í hug að taka þær alvarlega, enda eru lög um framkvæmd þeirra iðulega stórgölluð og ríkjandi stjórnendur láta starfsmenn sína svindla með kosninganiðurstöðurnar þannig að niðurstaða kosninga verði alltaf í samræmi við vilja valdhafanna.  

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir skipað sjálfri sér í hóp slíkra ráðamanna, sem hagræða kosningum eins og þeim sýnist og Íslandi þar með í hóp bananalýðvelda, sem enginn mun taka mark á framar, taki Alþingi ekki fram fyrir hendur Jóhönnu og ríkisstjórnarinnar varðandi niðurstöðu Hæstaréttar um lögmæti kosninganna til stjórnlagaþings.

Jóhanna lýsir því blákalt yfir að með einhverjum ráðum verði að komast fram hjá niðurstöðu Hæstaréttar og koma niðurstöðu kosninganna í framkvæmd með öllum tiltækum ráðum og væntanlega mun hún ekki láta lög og reglur standa í vegi fyrir því, frekar en fyrri daginn.

Viðhangandi frétt endar svo: "Sagði Jóhanna að forsætisnefnd Alþingis verði að fjalla um málið og leita yrði allra leiða til að tryggja að stjórnlagaþingið verði haldið.. Ýmislegt kæmi til greina, svo sem hvort setja ætti lög sem heimiluðu að Alþingi kysi 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, hugsanlega þá sömu sem kosnir voru í nóvember."

Það næsta sem hlýtur að gerast í þessu máli er að Jóhanna fari strax í fyrramálið á Bessastaði til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og í framhaldi af því verði boðað til kosninga til Alþingis.

Ríkisstjórn, sem við tekur eftir þær kosningar, tekur síðan væntanlega ákvörðun um það, hvort kjósa skuli nýtt stjórnlanaþing.  Verði það niðurstaðan verður að ætlast til þess að lögin þar um standist. 

 


mbl.is Kemur ekki til greina að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhönnu tími er liðinn..löngu liðinn.  Annan eins vanhæfan leiðtoga er varla hægt að finna, hvert og hvaðan sem við skoðum söguna.  Hún á að segja af sér tafarlaust og boða til kosninga.

Baldur (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:10

2 Smámynd: Elle_

Forsetinn mætti núna taka völdin, við erum löngu orðin stjórnlaus.  Jóhanna mun ALDREI víkja. 

Elle_, 25.1.2011 kl. 18:29

3 identicon

Hvað á þessi  súludans  forsætisráðherra fá að standa lengi ?? Er ekki löngu timabært að stöðva hann ?  Hann er ekki dansaður af ást til þjóðar  heldur til EBS  ....Stopp núna  !!!!!!!!!!!            Þjóðstjórn   ,Takk  !!

ransý (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:17

4 identicon

Það hlýtur að hafa verið svindlað einhvers staðar, annars væri þetta þing gilt. Réttlætisgyðjan er blind, það er glæpur sem hægt að sækja fyrir alþjóðadómstólum að samþykkja ólöglegt þing, og þetta er ólöglegt þing.

Það góða sem stjórnlagaþing hefur lagt til er þrískipting ríkisvald, sem innifelur meðal annars að dómsvaldið sé algjörlega sjálfstætt og það sé með öllu ólöglegt að framkvæmdavaldið ógildi neinar ákvarðanir þess, en í Frakklandi og Bandaríkjunum þar sem alvöru þrískipting gildir, þá hefði verið hægt að fangelsi Jóhönnu og aðra ráðherra út af Lýsingarmálinu, fyrir að framfylgja ekki fyrirskipunum Hæstaréttar og sýna honum óvirðingu... Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir vil ekki sjá slíkt, sem sést á því hversu hún vanvirðir dóma Hæstaréttar í þessu máli. Hún vill halda áfram að geta valtrað yfir þjóðina í trossi við dóma Hæstaréttar. Man einhver eftir Lýsingarmálinu sem hefði getað bjargað ótal heimilum frá gjaldþroti, hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir ekki ákveðið að ógilda með öllu dóma Hæstaréttar, eins og ævinlega kom hún þarna auðvaldinu til bjargar í öllum þess stríðum gegn almenningi á vonarvöl.....Þar slær hjarta hennar ríkisstjórnar, fyrir peningalyktina hvar sem hún gýs upp, og af hatri til þjóðarinnar.

Það sem ríkisstjórn Jóhönnu ætlaði að gera var að nota stjórnlagaþing sem fyrirslátt til innlima okkur í Evrópubandalagið, með að reyna að kippa í spotta til að nema burt fullveldisákvæðið, en þá verður enn auðveldara fyrir peningavaldið að kúga almenning, ESB er ekkert alvöru lýðræði, heldur miðstýrt kerfi sem þokast sífellt fjær öllum lýðræðishugsjónum í átt að einhverju sem varla er þorandi að nefna á nafn.....Svo alvarlegt er það mál. Það var meiningin allan tíman að strunta í vilja almennings og hunsa þrískiptingarákvæðið, það hafa gerðir þessarar ríkisstjórnar sýnt, sérstaklega svívirðileg vanvirðing ríkisstjórnarinnar í máli Lýsingar og megi það mál verða henni til ævarandi háðungar. Þetta fólk hefur blóð á höndum sínum. Þau eru ófá sjálfsmorðin sem framin hafa verið í tíð þessarar ríkisstjórnar út af gjaldþrotum og útburðum úr húsum og fleira sem Lýsingarmálið jók til muna eftir að ríkisstjórnin breytti niðurstöðu Hæstarréttar, eins og henni hefði aldrei verið fært í ríki svo sem Frakklandi eða Bandaríkjunum, þar sem er alvöru þrískipting ríkisvalds. Flestir sem hafa tekið eigið líf í kreppunni er ungt fólk sem hafði ekki lengur neina framtíðarvon...þökk sé ríkisstjórninni.

Democracy !!! (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 21:27

5 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.

Elle_, 25.1.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband