Sannleikann í dagsljósið strax

Upp er komin ákaflega undarleg staða vegna símtals sem þeir áttu sín á milli seðlabankastjórar Íslands og Englands í októberbyrjun árið 2008 og segir Davíð Oddson, þáverandi seðlabankastjóri Íslands, að Mervyns Kings, bankastjóri Englandsbanka, hafi sagt að Icesaveskuld Landsbankans yrði látin niður falla, færi Landsbankinn á hausinn.

Nú harðneitar Kings að hafa látið þau orð falla, en virðist ekki hafa vitað að til væri upptaka af samtalinu og þegar það kom í ljós hafnar hann með öllu að útskrift af samtalinu verði birt opinberlega og ber við að rædd hafi verið ýmis viðkvæm málefni hinna og þessara bankastofnana.

Að sjálfsögðu þyrfti ekki að birta eitt eða neitt um annað en það sem sagt var um Icesave og hlýtur það að veikja málstað Kings verulega að þora ekki að gefa heimild til að sá hluti samtalsins verði birtur. Fjárlaganefnd Alþingis fékk að lesa úrdrátt úr símtalinu á fundi í kvöld og segja fulltrúar nefndarinnar að innihaldið hafi verið "áhugavert", en því miður séu þeir bundnir trúnaði um það.

Þetta er algerlega óviðunandi fyrir almenning í landinu og það allra minnsta sem fulltrúar hans á Alþingi geta gert, er að upplýsa hvor fer með rétt mál, Davíð eða Kings, því annaðhvor hlýtur að segja ósatt og þjóin á fullan rétt á að vita hvor þeirra það er.

Það er alger lágmarkskrafa að þeir þingmenn sem lásu úrdráttinn í kvöld, hunskist til þess strax í fyrramálið að varpa endanlegu og réttu ljósi á málið og kveða niður allar sögusagnir í eitt skipti fyrir öll.


mbl.is Fengu að sjá samtal Davíð og Kings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér, það er ekki hægt að kasta svona hálfri frétt út í loftið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.1.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.1.2011 kl. 01:20

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Auðvitað á að birta þann kafla sem birtingarhæfur er orð fyrir orð - helst á að spila upptökuna. Ísvona samskiptum geta líka ákvðin orð verið túlkuð á misjafnan hátt - og aþnnig séð kannski báðir haft rétt fyrir sér.  En hvað vakir fyrir mönnnum að taka upp svona símtöl og láta hinn aðilan ekki vita af því, er það eðlilegt? - ekki það að það sé lykilatriði í málinu en menn þurfa jú að kunna mannelg samskipti er það ekki.

Ég held að þarna sé orðamisskilnignur i gangi  og er sammála þér það á að spila birtingarhæfa kaflan fyrir alþjóð. Þar sem þeir hljóta báðir að vilja hreinsa sitt mannorð þá ætti sú heimild ekki að vefjast fyrir mönnum

Gísli Foster Hjartarson, 25.1.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband