Þvílíkt klúður - ríkisstjórnin ábyrg

Mesta klúður í samanlagðri stjórnmálasögunni er orðin staðreynd með þeim dómi Hæastaréttar að kosningin sem fram fór til Stjórnlagaþings sé ógild vegna annmarka á framkvæmdinni.

Stjórnlagaþingið var eitt af gæluverkefnum ríkisstjórnarinnar og hún var búin að hafa tæp tvö ár til undirbúningsins og kosnaðurinn við undirbúninginn, framkvæmd kosninganna og þinghaldið sjálft, sem átti að hefjast eftir þrjár vikur, hefur hlaupið á hundruðum milljónum króna.

Annað eins kjaftshögg hefur stjórnsýslu landsins aldrei verið gefið og ábyrgðina ber Jóhanna Sigurðardóttir, sem hlýtur að verða búin að panta viðtal við forsetann fyrir kvöldið, til þess að segja af sér forsætisráðherraembættinu og óska eftir nýjum kosningum.

Flótlega eftir þær kosningar þarf síðan að stefna ýmsum ráðherrum stjórnarinnar fyrir Landsdóm vegna allra þeirra afglapa, sem einkennt hafa störf þeirra.


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Tek undir allt sem þú skrifar, afsögn á stundinni og ef ekki þá á að blása til almennra alvöru mótmæla til þess að stöðva þennan vitleysisgang sem er í gangi hér á landi.

Tryggvi Þórarinsson, 25.1.2011 kl. 15:27

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Nú verður einhver að sæta ábyrgð þetta gengur ekki lengur.

Sigurður I B Guðmundsson, 25.1.2011 kl. 15:59

3 identicon

Ef Jóhanna segir ekki af sér í hvelli þá veit ég ekki hvað þarf til.Þvílíkt fábjánaklúður sem þetta er orðið hjá þeim.Að takast ekki að halda stjórnlagaþingskosningar löglega er alger bjánaháttur og er uppsagnarsök

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 16:24

4 Smámynd: Elle_

Lögleysustjórnin fór svo óðslega, eins og í EU-lýðræðisbrotinu, við að pína í gegn stjórnlagaþing til að ræna okkur fullveldinu að það fór allt í vitleysu. 

Elle_, 25.1.2011 kl. 18:11

5 identicon

@Axel: Ég ætlaði bara að biðjast afsökunar á þessu sem þú eyddir. Það var rétt hjá þér að eyða því. Þetta var í einhverju 5 mín. reiðikasti hjá mér og ég hafði ekkert með að skrifa þetta og biðst afsökunar á því.

Ég er svaðalega ósammála þér pólitískt og er það enn. En þetta var allger óþarfi hjá mér. Vonandi fyrirgefst það með þessari afsökunarbeiðni.

Lög eru lög og þetta fór svona. Hvort þetta sé einhver áfelling á vinstri stjórn er ég þér ósammála hinsvegar en það verður þá bara að leysa þessi mál.

Jón G (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband