Frjálslyndasti páfi sögunnar

Frá örófi alda og fram á þennan dag hefur það verið opinber kenning kaþólsku kirkjunnar að eina ásættanlega og guði þóknanlega getnaðarvörnin væri að stunda ekki kynlíf. Samkvæmt þeirri kenningu átti kynlíf að þjóna þeim eina tilgangi að geta börn og allar aðrar kynlífshugsanir, að ekki sé talað um athafnir, væru alger synd og óeðli.

Allir páfar frá upphafi hafa haldið sig fast við þessa kenningu og ekki ljáð máls á nokkurri undantekningu frá henni og það þrátt fyrir síaukna útbreiðslu kynsjúkdóma, þar á meðal alnæmis, sem er orðin alger plága víða, t.d í Afríku.

Nú gerast þau stórtíðindi, að Benedikt páfi 16. virðist vera að færa sig í átt að ótrúlegu frjálslyndi í kynferðismálum, því hann er farinn að viðurkenna að notkun smokka geti verið réttlætanleg til að sporna við kynsjúkdómum.

Þar sem páfi hlýtur að gera sér grein fyrir að kynsjúkdómar eru ekki mjög alvarleg áhætta í kynlífi hjóna, sem aldrei stunda það hvort sem er nema í þau fáu skipti sem þau eru ákveðin í að geta barn, þá verður þetta að teljast ein af merkilegri yfirlýsingum kaþólks trúarleiðtoga í mörg hundruð ár.

Þessi yfirlýsing Benedikts 16. hlýtur að vera undanfari stórkostlegrar breytingar á afstöðu Vatikansins til kynlífs utan hjónabands.
Jafnvel gæti svo farið að innan mörg hundruð ára verði kaþólskum prestum leyft að kvænast.


mbl.is Páfi hlynntari smokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já og jafnvel eftir 2000 ár muni afstaða þeirra til samkynhneigðar mildast pínku pons..

hilmar jónsson, 20.11.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru nú ekki teknar neinar skyndiákvarðanir í svona málum í Vatíkaninu.

Kannski að það sé samkynhneigðin sem Benni 16. er að hugsa um að ræða við múslimana.

Axel Jóhann Axelsson, 20.11.2010 kl. 21:08

3 identicon

Já mér þætti gaman að heyra afstöðu múslima til samkynhneigðra. :-) Hvar þeir eru staddir.

Sveinn (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband