Landsdómsmálið hlýtur að vera dautt

Málshöfðunin á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi, sem Alþingi samþykkti í bráðræðiskasti, hlýtur að verða felld niður og þeim tvöhundruð milljónum, sem kosta átti til þessara sýndarréttarhalda, að verða varið til þarflegri hluta, eins og t.d. til heilbrigðis- eða velferðarmála.

Lögin um Landsdóm virðast vera svo ruglingsleg, að forseti dómsins skilur þau ekki einu sinni og er engu líkara en að hann haldi að saksóknari eigi að skipa sakborningi verjanda en ekki dómsforsetinn, þó slíkt standi í lögunum og að forseti dómsins skuli gera það svo fljótt sem verða má. Að svo einföld aðgerð skuli vefjast fyrir forseta dómsins í margar vikur er hreint ótrúlegt og enn lýgilegra að hann skuli óska álits saksóknarans á þessu atriði.

Enn alvarlegra er að þessi sami dómsforseti skuli telja lögin, sem ákært var eftir svo óskýr að nokkuð víst sé að hinn ákærði verði sýknaður og því hafi hann lagt fyrir ráðherra tillögur til breytinga á lögunum og meira að segja ráðherra sem samþykkti ákæruna og ætti síðan að leggja breytingarnar fyrir sama þingmeirihluta og samþykkti ákærurnar eftir gildandi lögum.

Lög geta aldrei gilt aftur fyrir sig og þá varla lög um Landsdóm, frekar en önnur. Ef skoðun forseta dómsins er sú, að ákærurnar séu lagðar fram á hæpnum forsendum miðað við gildandi lög, á hann ásamt öðrum dómurum einfaldlega að vísa málinu frá dómi.

Landsdómi, ráherra, Alþingi ber að fara að gildandi lögum, annars er málið dautt.


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband