Jón Gnarr? Hverjum er ekki orðið sama?

Mogginn vitnar í dag í skrif Jóns Gnarrs frá árinu 2005 um kristinfræðslu í skólum, sem honum þótti þá jafn sjálfsögð og að fólk ástundaði heilbrigt mataræði.  Fyrir þessum fimm árum sagðist þessi núverandi óhæfi borgarstjóri ekki skilja hver gæti sett sig upp á móti kristinfræðikennslu í skólum.

Fimm árum síðar er það sá sami Jón Gnarr og fylgifiskar hans, sem leggja fram tillögu um að gera allt sem minnir á kristna trú útlæga úr skólum borgarinnar og er það gert undir yfirskini hlutleysis gagnvart trúarbrögðum, en er ekkert annað en árás á menningararf þjóðarinnar og þau siðferðilegu viðhorf sem sjálft þjóðfélagið er grundvallað á.

Jón Gnarr gaf sig út fyrir að vera kaþólskan í nokkur ár og tók þá meðal annars að sér að reka bókaverslun safnaðarins, en sagði svo í sjónvarpsviðtali eftirá að þetta hefði allt verið í gamni gert og fyrst og fremst verið gagnöflun fyrir handrit að skemmtiefni.  Svipað lét hann út úr sér í þætti á Stöð 2 fyrir skemmstu, þegar hann sagðist nú þegar vera kominn með efni í heilan skemmtiþátt eftir aðeins þriggja mánaða veru í "starfi" borgarstjóra og sagðist vonast til að verða kominn með efni í heila "seríu" að kjörtímabilinu loknu.

Nú hefur hann komið mestu af starfsskyldum borgarstjóraembættisins yfir á "varaborgarstjórann" og hefur því nú nánast allan "vinnudaginn" til þess að semja handrit að gamanseríunni sinni, sem hann ætlar að vinna til sýninga að loknu kjörtímabilinu, enda reiknar hann ekki með endurkjöri, frekar en að nokkrum öðrum detti slík firra í hug.

Er ekki annars öllum orðið sama um Jón Gnarr og vitleysurnar sem einkenna öll hans "störf" síðan hann tók við borgarstjóraembættinu, sem hann lætur svo aðra sinna, enda algerlega óhæfur til þess sjálfur?

 


mbl.is Jón Gnarr fylgjandi kristinfræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Nákvæmlega -

Merki borgarinnar hafnaði honum - spurning hvenær borgarbúar gera slíkt hið sama.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 25.10.2010 kl. 09:12

2 identicon

er ekkert leiðinlegt að vera alltaf svona fúll á móti? þetta getur ekki verið gott fyrir sálina

brynjar (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 09:37

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Eruð þið viljandi að snúa út úr, eða eruð þið vitlaus?

Það er margbúið að taka það fram að það er verið að banna trúboð, ekki trúfræðslu.

Ef þið skiljið ekki muninn held ég að þið ættuð sem minnst að vera að tjá ykkur um eitthvað sem þið hafið ekki hundsvit á.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.10.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...sem leggja fram tillögu um að gera allt sem minnir á kristna trú útlæga úr skólum borgarinnar...

Rangt. Það er tillaga um að gera trúboð og trúariðkun útlæga, enda er skólinn fræðslustofnun, ekki trúboðsmiðstöð. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.10.2010 kl. 09:51

5 identicon

Ég bara get ekki orða bundist... ekki man ég eftir að það hafi verið eitthvað svakalegt trúboð í skólanum þegar ég var þar sem lítið barn... Það var rétt um jólin sem við sungum jólasöngva og trölluðum.. Núna er ég í Háskóla Íslands og er svipað uppá teningnum þar. Ég meina það er fallegt Jólatré á Háskólatorgi og svo tónleikar þegar nær dregur Jólum! Eru allir að missa sig yfir þessu? Ég held að fólk ætti bara að hafa sig hægt og fara að hugsa um það sem skiptir máli.. Eina trúarboðið var svo kristinfræðitímar þegar ég var tíu ára!? Man ekki mikið eftir því og það var líka mjög stutt.. Og hvað er svo verið að líkja því við einelti að krakkarnir sem ekki mega að vera með útaf foreldrum í tíma?!! What!! Ég man eftir því þegar ég var dregin útur heimsóknatíma fræga fólksins og sett upp til að lita því ég var svo óþekk þá var ég ekkert smá ánægð að fá að lita og leika mér... Efast ekki um það eina mínutu að hinum krökkunum eigi eftir að finnast það líka.. hehe þarf ekki að læra hí á hina... Algerlega óþarft að hafa áhyggjur af þessu.. svo er þetta svo stutt....

Herdís (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 10:12

6 Smámynd: Sigurjón

EKKI HROSSAGAUK!

Sigurjón, 25.10.2010 kl. 10:19

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Áður en þú og lakæjar þínir farísearnir missið endanlega andann og deyjið af hneykslun, má ég benda ykkur á að "lesa" ályktunina áður en þið vaðið af stað þjökuð af súrefnisskorti til heilans.

Þetta er aðeins ályktun, hana á eftir að fjalla um efnislega í tveim ráðum til viðbótar og kannski tekur hún einhverjum breytingum í þeirri lýðræðislegu málsmeðferð, auk þess er ekki verið að loka skólunum algjörlega fyrir trúarbrögðum heldur trúboði, og þetta siðferði sem þú talar um virðist nú ekki hafa hjálpað okkur neitt svakalega í gegnum tíðina mðiða við stöðu okkar í dag.

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 25.10.2010 kl. 11:19

8 identicon

Mér finnst að borgaryfirvöld ættu líka að banna myndlist í skólum kennarar geta verið með innrætingu á einhverjum listastefnum sem borgaryfirvöld hafa dæmt úrkynjaða og alls ekki fyrir börnum hafandi.

Leitt að heyra að öndvegissúlur Ingólfs (í skjaldarmerki Reykjavíkur) á framhandlegg borgarstjórans skuli hafa valdið bólgu. Vona að pensilínið  sé breiðvirkandi svo öll bólga hjaðni í hinum bólgna borgarstjóra frá heila og niðrí tá.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 11:38

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eru Litlu jólin trúboð?  Eru jólasálmar trúboð?  Ef svo er á þá að snúa jólunum upp í jólasveinajól og láta allt jólahaldið í skólunum snúast um Grýlu, Leppalúða og syni þeirra níu, eða þrettán.  Kannski þarf að banna jólasveinana líka, fyrst fólk getur greint á um fjölda þeirra og í hvaða röð þeir koma til byggða?

Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2010 kl. 11:49

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Sveinn, voðaleg illkvittni er þetta? Axel vinur minn sem er nú enginn aðdáandi Jóns meira að segja stillir sig um svona rætni......

Einhver Ágúst, 25.10.2010 kl. 11:51

11 identicon

Það er einhver Ágúst sem vænir mig um illkvittni og rætni, hélt að ég hefði lýst yfir hluttekningu vegna bólgu borgarstjórans. Ef einhver Ágúst eða einhver annar efast um innileika meðaumkvunar minnar með heilsu stjórans þá verður bara svo að vera.

En fyrst við erum byrjaðir að ræða tattú borgarstjórans, finnst þér það virkilega í andlegu jafnvægi að láta tattuvera á sig skjaldarmerki borgarinnar. Fyrir mér er það frekar frumstætt.

Sveinn (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 13:02

12 Smámynd: Einhver Ágúst

hhehe...ók þá...sorrí Sveinn ef ég misskildi þig.....miðst innilega afsökunar ef svo er.

Einhver Ágúst, 25.10.2010 kl. 14:07

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er bæði rétt og skylt að óska Jóni Gnarr góðs bata í öndvegissúlunum.  Blóðeitrun og aðrar álíka plágur eru ekkert grín og geta verið erfiðar viðfangs.  Vonandi verðu hann kominn á ról innan skamms, en hann er eindregið hvattur til að halda sig heima þangað til honum er alveg örugglega batnað og svo góðan tíma þar til viðbótar, svona til öryggis, enda nánast engin verkefni sem bíða eftir honum í vinnunni síðan hann kom þeim nánast öllum yfir á "varaborgarstjórann".

Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2010 kl. 16:22

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Komin heim og tilbúin að skilmast. Mér finnst þó bæði greinin og flest svörin við henni á svo lágu plani að ég geymi bara allar skilmingar í bili.   

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2010 kl. 21:34

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Smá leiðr. skylmast - skylmingar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.10.2010 kl. 21:36

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Velkomin heim í skylmingarnar.  Það er nú svo merkilegt, að ef maður bloggar um eitthvað af viti, þá koma yfirleitt sárafáar athugasemdir, en ef bloggað er um eitthvað kjánalegt, eins og Jón Gnarr, þá stendur ekkert á athugasemdunum og eins og þú segir sjálf, þá eru þær ekki allar á háa planinu.

Axel Jóhann Axelsson, 25.10.2010 kl. 22:00

17 identicon

Það má ekki gleyma að bæta einum borgarstjórum á listan,en það er Jakob Frímann Magnússon Miðborgarstjóri.

Númi (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband