Skoðanakúgun og ógnarstjórn Besta flokksins

Fyrir kosningar og raunar fyrst eftir þær, boðaði Jón Gnarr opnari stjórnsýslu og meira samráð við borgarbúa, t.d. með atkvæðagreiðslum um einstök mál, en eftir að hann uppgötvaði að hann réði ekkert við borgarstjórastarfið og nennir ekki einu sinni að setja sig inn í málefni borgarinnar og stofnana hennar og komið öllum helstu verkefnum yfir á annan, þá er ekki minnst á íbúalýðræði lengur.

Þvert á þessar yfirlýsingar um aukið lýðræði virðist nú eiga að taka upp stjórnarhætti kúgunar og ótta, því t.d. er starfsmönnum OR nú haldið nánast í gíslingu hótana um uppsagnir, því stjórn fyrirtækisins tilkynnti í upphafi mánaðar að um næstu mánaðarmót yrði áttatíu starfsmönnum sagt upp, án þess að tilgreina hvaða starfsmönnum né úr hvaða deildum eða starfsgreinum þeir ættu að koma.  Svona vinnubrögð ala á ótta og óöryggi allra starfsmanna og leikurinn sjálfsagt verið til þess gerður.  Hafi þetta ekki verið skipulagt til að valda þessum ótta og óöryggi og stjórnendur fyrirtækisins ekki gert sér ljósar afleiðingar svona tilkynninga, þá eru þeir algerlega óhæfir til að stjórna fyrirtæki og hafa mannaforráð.

Þegar stjórnarmaður í OR óskar eftir fundi með trúnaðarmönnum fyrirtækisins til að ræða við þá um tillögur þeirra til sparnaðar í mannahaldi án uppsagna, þá ærist meirihlutinn og skammast út í stjórnarmanninn og trúnaðarmennina og segja það allsendis óviðunandi að einstakir stjórnarmenn séu að kynna sér tillögur starfsmanna og senda forstjórann til að hafa áhrif á umræðurnar á fundi þessara aðila, sem auðvitað urður þvingaðri vegna nálægðar hans og þeirrar ógnununar sem troðningur hans inn á fundinn olli.

Allt ber þetta vott um nýja stjórnarhætti Jóns Gnarrs og félaga og ekki lofar þetta góðu um framhald þeirrar hræðslu- og ógnarstjórnar sem starfsmenn borgarinnar mega eiga von á í framtíðinni.


mbl.is Óviðeigandi nærvera forstjórans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Jón Gnarr er ekki starfsmaður OR né stjórnarmaður.

Gunnar Þór Gunnarsson, 19.10.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Gnarr hefur hingað til titlað sig borgarstjóra og samkvæmt þeim titli er hann yfirmaður allra borgarstofnana og stjórnarformaður OR var þangað settur af Jóni Gnarr og Besti flokkurinn og Samfylkingin skipuðu meirihluta stjórnar fyrirtækisins, þannig að allar gerðir stjórnar OR eru á ábyrgð Jóns Gnarr og borgarstjórnarmeirihlutans.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Einmitt Axel...ógnarstjórn, einmitt.....

Einhver Ágúst, 19.10.2010 kl. 13:16

4 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Það er nú einu sinni þannig að það þarf hugrekki til að hreinsa til í rekstri hjá hinu opinbera.

Magnús Gunnarsson, 19.10.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, þetta er annaðhvort meðvituð ógnarstjórn gagnvart starfsmönnunum, eða stjórnendurnir vita ekkert hvað mannleg samskipti eru og hvort tveggja kemur eins út fyrir starfsfólkið:  Hræðsla og óöryggi.

Ef þetta er ómeðvitaður kjánaskapur, þá er það auðvitað stóralvarlegur stjórnunarvandi í svona stóru fyrirtæki.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 13:21

6 Smámynd: Einhver Ágúst

 Við erum satanistar í dulargervi, komnir til að eyða heiminum...jújú, þú fattaðir okkur.

Einmitt Axel....

Einn metnaðarfyllsti verkfræðingur, gæðastjórnandi og verkefnastjórnandi landsins er bara að leika sér að því að hræða fólk að ástæðulausu, ef þú ert svo vitlaus að trúa því er það þitt vandamál.

Þetta er brútal sparnaður í hræðilega illa reknu fyrirtæki, finnst þér ekkert áhyggjuefni að það sé hægt að ra+eka fyrirtækið með mögulega 80 færri starfsmönnum en mættu í morgun? Og það þrátt fyrir miklar sparnaðaraðgerðir síðustu 2 ár...... 

Þetta er enginn kjánaskapur, auðvitað er leiðinlegt að fók missi vinnuna en sjáðu til, þetta mun bjarga OR og þarmeð Reykajvík þegar fram í sækir........

Sparaðu bara stóru orðin og taktu ekki endilega undir allt bullið í Kjartani Magnússyni, það hefur orðið mörgum til minnkunar.

Stétt með stétt? hahahah

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 19.10.2010 kl. 13:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ágúst, þú og einn metnaðarfyllsti verkfræðingur, gæðastjórnandi og verkefnastjórnarndi landsins eruð eitthvað að taka vitlausan pól í hæðina með því að hræða alla starfsmenn í heilu fyrirtæki með því að lýsa því yfir með löngum fyrirvara að það eigi að segja áttatíu þeirra upp eftir einn mánuð eða tvo.

Þeir stjórnendur, sem eru ekki eins metnaðarfullir eins og þið, tilkynna slíkar uppsagnir með nánast engum fyrirvara og afhenda afsagnarbréf til þeirra, sem uppsögn eiga að fá, nánast um leið og tilkynningin um starfsmannafækkunina á sér stað.

Það er auðvitað alvarlegt mál að OR skuli vera rekin með allt of mörgum starfsmönnum, en eftir sem áður þarf að standa rétt að fækkun starfsmanna og sem betur fer er það víðast gert af meiri natni og tillitssemi gagnvart starfsfólki en sá metnaðarfulli gæðastjórnandi gerir sem nú er yfirforstjóri OR.

Þetta sem ég segi hér er ekki uppétið "bull" úr Kjartani Magnússyni, heldur skoðun sem ég hef haft lengi um uppsagnir hjá fyrirtækjum, enda ekkert sérstaklega metnaðarfullur gæðastjórnandi, en bara með langa reynslu úr atvinnulífinu.

Það er auðvitað ekki heldur hægt að ætlast til að annáluð gæðamenni skilji hugtakið "Stétt með stétt", en óbreyttir Sjálfstæðismenn eiga hins vegar auðvelt með að skilja meiningu þess.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 13:44

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það efast held ég enginn um að OR, þurfi að spara verulega og draga úr starfsemi sinni um heilan helling, enda snýst þessi deila í sjálfu sér ekkert um það.  Að mínu viti snýst hún um fundafrelsi.  Hvað sem að fólki finnst um persónu Kjartans Magnússonar, þá er hann kjörinn fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar og hefur sem slíkur fullan rétt á því að funda með starfsmönnum OR milliliðalaust.  Það er í rauninni fáranlegt að Kjartan er í rauninni nauðbeyðgur til þess að bjóða þessum trúnaðarmönnum starfsfólks OR heim til sín, til þess að geta fundað með þeim milliliðalaust.

 P.s Meirihluti stjórnar OR ætti að einhenda sér í það að hefja óháða rannsókn á starfsemi OR, frá stofnun til dagsins í dag. Eins ætti borgarstjórnarmeirihlutinn að setja af stað óháða rannsókn á stjórnsýslu borgarinnar frá 2000 og fram að hruni. Þar sem könnuð væri samskipti starfsmanna borgarinnar og borgarfulltrúa við hina ýmsu  verktaka, bankamenn og aðra sem gætu haft óeðlileg áhrif á þá sem að stjórnsýslu borgarinnar komu á þessum tíma.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.10.2010 kl. 13:52

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristinn Karl, ég tek heilshugar undir hvert orð í þessari athugasemd þinni.

Ágúst, myndir þú kalla það, sem kemur fram í ÞESSARI frétt árás Sjálfstæðismanna á þann metnaðarfulla?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 14:07

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Axel.! Ég segi nú bara djísös maður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.10.2010 kl. 15:49

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót mín, það er von að þér blöskri þessi ósköp.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 15:55

12 Smámynd: Einhver Ágúst

Jújú það skiptir svosem ekki máli í hvað flokki menn eru, það er róið að því að styrkja stöðu gömlu flokkanna og halda þeim völdum sem þeir hafa enn.....verði þeim að því.

Sviðstjórar og forstjóra stofnana reyna jú vissulega að fylgjast með upplýsingaflæði frá sínum fyrirtækjum/stofnunum, ég efast um að það sé mikill munur á því milli td Hjallastefnunnar sem ég vinn hjá og sviðum borgarinnar...hef reyndar reynslu af því að almennt reyna yfirmenn og stjórnendur að hafa áhrif á slíkt, það er svosem ekki fallegt en gert allstaðar. Tala nú ekki um þegar fyrrberandi stjórnendur eru að vasast í eigin skít.

Og víst ertu að lepja upp bullið eftir hann KM, sem fórst svo farssællega að stjórna þessari sömu OR í gjaldþrot og er nú að þykjast vera einhver maður fólksins, plebbalegt og einmitt til að lýsa þessu miskilda "stétt með stétt" brandara ykkar sjallaranna....

Við erum líka ekkert að tala um fólk á skítakaupi, flestir starfsemenn orkuveitunnara eru hálft ár að vinna fyrir árslaununum mínum sem eru þó meðallaun á Íslandi, það fólk ætti að ráða við að vera atvinnulaust í nokkrar vikur og flest þeirra labba væntanlega inní aðra vinnu fljótlega þarsem að atvinnuleysi er nú ekki nándar næri eins hátt og við héldum auk þess að vera bundið við verktaka og smiðabransann að langstærstum hluta.

Fyrirgefðu mér ef ég sef áhyggjulaus, það má alveg ræða hve heppilegt það er að láta fólk vita með fyrirvara að yfirvofandi séu uppsagnir, en þeir sem hafa verið að vinna hjá OR og ekki haldið að það yrðu uppsagnir eru nú eitthvað alvarlega heilabilaðir.  Auk þess að það var nú enn verið að dæla út jeppum í sumar á "lykilstarfsmenn".

;)

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 19.10.2010 kl. 17:34

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í ákafa þínum við að skíta út Kjartan Magnússon hikar þú ekki við að láta þess ógetið, að skuldsetning OR var að mestu tilkomin löngu áður en Kjartan kom að fyrirtækinu sem stjórnarformaður.  Það var í tíð R-listans, sem Dagur B. Eggertsson tilheyrði, sem framkvæmda- og skuldsetningargleðin var mest og þá var ónefndur framsóknarmaður stjórnarformaður, sem ofan á allt annað lét reisa þetta hroðalega ljóta og rándýra hús, sem nú hýsir höfuðstöðvar fyrirtækisins.

Það lýsir svo alveg sérstökum hroka, að lýsa starfsmönnum OR sem heiladauðum þó þeir hafi í lengstu lög vonast til að halda vinnu sinni, þó með skertu starfshlutfalli væri.

Ég segi bara eins og Dagur:  "Sveiattann."

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 18:57

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Ef fyritækið sem ég vinn hjá skuldar svona ca hundraðfalda veltu sína og margfalda veltu móðurfyrirtækisins þá veit ég með sveinsbréf að það er ekki að fara að vera vinnustaður minn rosa lengi......ég er ekkert að vera hrokafullur, en einhverjir starfsmenn OR sem vilja mótmæla mér eða vera sárir eru velkomnir að vera það.

Ég gef engum öðrum flokki afslátt fyrir að hafa klúðrað OR, þeir vor þarna allir við völd nema vera kynni VG(sem betur fer kannski), þú þarft ekkert ða ónefna Alfreð konung né hlut annarra stjórnmálamanna. Munurinn á þeim flestum og KM er að hann heldur áfram einsog ekkert hafi í skorist að rífa sig einsog hann hafi bara ekkert gert vitlaust, skuldir OR tvöfölduðust nokkrum sinnum, þarmeðtalið einu sinni undir KM.

 KM á síðustu metrunum í glæsilega ferð til Japan og keypti kippu af túrbínum sem við nú vistum í geymslum um allt land og tryggjum fyrir fullt af peningum án þess að vera að fara að nota þær...við erum enn að taka við túrbínum sem þessi snillingur pantaði.

Að skíta út KM er ekkert persónlegt áhugamál, enda þarf hann litla hjálp til þess, mig langar bara að ræða á íslensku við vel gefinn mann einsog þig sem tekur orðum þesa manns sem hinum eina sannleika......

Spilafíkillinn heldur líka áfram lengi í afneitun og reynir að ná þeim stóra.....

 Kv Gústi

Einhver Ágúst, 19.10.2010 kl. 20:19

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er að mörgu leyti ágætis "taktik" að reyna að beina umræðunni inn á aðrar brautir með því að leiða athyglina frá vesaldómi Jóns Gnarr, Dags og þess metnaðargjarna og ótrúlegum fruntaskap þeirra gagnvart starfsmönnum OR, sem nokkrir þeirra sýndu hug sinn á borgarstjórnarfundinum í dag.

Þú þarft í sjálfu sér ekkert að vera að undanskilja VG, því forveri hans var hluti        R-listans og bar jafna ábyrgð á við hina.  Voru þessar túrbínur ekki pantaðar í framhaldi af samningum um raforkusölu til stóriðju, en samkvæmt fregnum sem birtar voru um daginn, þá er raforkusalan til stóriðjunnar arðbærasti hluti rekstrar OR, en sá metnaðargjarni ætlar að steinhætta svo arðbærum viðskiptum sem allra fyrst.

Kjartan Magnússon þarf ég ekki til að leggja mér til skoðanir, því þær mynda ég mér sjálfur eftir að hafa aflað mér upplýsinga um málin og fari þær saman við skoðanir einhverra annarra, er það vel, en um það veit ég hreint ekki alltaf þegar þær eru settar fram.  Og er Kjartan Magnússon hér með úr þessari sögu.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 00:30

16 Smámynd: Einhver Ágúst

Nei það er nú ekki svo að það eigi að hætta sölu á rafmagni til stóriðju, það er einfaldlega rangt hjá þér en frekar vöxtur og skuldsettar framkvæmdir eru eðlilega útaf borðinu......ég er virkilega til í að hætta að ræða hver bar ábyrgð á hverju, mig langar bara að heyra ykkur viðurkenna að stað OR í dag er EKKI okkur í Besta að kenna og hvernig við vinnum úr henni er auðvitað ekki endilega vinsælt hjá þeim sem skópu vandann....þeir vilja ræða litinn á björgunarbátnum og ýmislegt, það er fínt hjá þeim......

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 20.10.2010 kl. 12:12

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég sagði að það ætti að hætta stóriðjuviðskiptunum sem allra fyrst og átti þá við að einungis yrðu uppfylltir þegar gerðir samningar og síðan ekki söguna meir, þrátt fyrir að þessi viðskipti væru þau hagkvæmustu í rekstri OR.

Aldrei hef ég haldið því fram að rekstrarvandi OR væri Besta flokknum, þeim óhæfa eða þeim metnaðargjarna að kenna og hef áður bloggað um ótrúlega óglöggskyggni þeirra sem þar réðu fjármálum, sem og annarra fyrirtækja, sem mestar sínar tekjur hafa í íslenskum krónum, en skuldsettu fyrirtækin og sjálfa sig nær eingöngu með erlendum lánum.

Þetta hef ég oft gagnrýnt og aldrei nefnt ykkur félagana í því samhengi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2010 kl. 13:08

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

B'uin ad fljuga 'i kringum h'alfan hnottinn 'adur  en 'eg gar leidr'ett  sm'aa misskilning, dj'isosid var meint til t'in um tig.  Never give up do you?

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.10.2010 kl. 05:41

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, ég þóttist nú skilja sneiðina, en það er rétt að ekki verður gagnrýninni á borgarstjórnarmeirihlutann og Jón Gnarr á meðan ástandið á stjórnun borgarinnar er jafn skelfileg og hún er núna.

Velkomin til vesturlanda og ef þú ert kominn alveg til Íslands, þá ertu boðin velkomin heim í kaðrakið á ættlandinu.

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband