Mannréttindaráð treður á réttindum meirihlutans

Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu um að fótum troða skoðanir meirihluta landsmanna, sem tilheyrir þjóðkirkjunni og öðrum kristnum trúfélögum og samkvæmt þessari dæmalausu tillögu skal úthýsa öllu, sem minnir á kristna trú úr leik- og grunnskólum borgarinnar.

Banna skal heimsóknir presta í leik- og grunnskóla, sem og allt samstarf við kirkjuna í sambandi við fermingarfræðslu og annað barna- og unglingastarf á vegum kristinna safnaða og einnig skal úthýsa öllu föndri og leikjum, sem byggjast á kristnu siðferði, sem grunnskipun þjóðfélagsins byggist þó alfarið á.

Allt er þetta gert í nafni einhvers jafnréttis, en pólitískur rétttrúnaður í þessu sambandi gengu þó allt of langt, þegar farið er að troða á rétti og skoðunum 95% þjóðarinnar til að þóknast hinum 5%, sem annaðhvort hafa lýst sig trúlausa, eða eru innflytjendur frá öðrum menningarheimi en þeim kristna. 

Þeir sem hingað flytja frá öðrum menningarsvæðum vita fullvel inn í hvers konar þjóðfélag þeir eru að flytja og því ætti að vera lágmarkskrafa að þeir aðlöguðu sig þeim siðum og venjum sem þar gilda, en geti ekki gert tilkall til þess að öllu þjóðfélaginu verði umbylt í nafni "fjölmenningar".

Þó við séum ekki öll trúuð að neinu marki, er þjóðfélagið byggt upp á kristilegri siðfræði og gildum og mesta rugl sem heyrst hefur, er að breyta skuli skólastarfi kringum jólin úr kristilegri umfjöllun í föndur og leiki kringum jólasveinana, eins og ein leikskólastýran sagði að gert yrði framvegis á hennar leikskóla.


mbl.is Gengur þvert á anda meirihlutasamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Bölvuð tilætlunarsemi er þetta maður. Geta foreldrar kristinna ekki skammast til að innprenta börnum sínum þær lífsskoðanir heima hjá sér án þess að neyða jafnt barnlausa sem trúlausa til að greiða fyrir það?

Í skólum á að læra um trúarbrögð, ekki stunda þau.

Páll Jónsson, 19.10.2010 kl. 09:31

2 Smámynd: Páll Jónsson

"kristnir foreldrar" þ.e.a.s., ekki "foreldrar kristinna". Börn eru að sjálfsögðu engu meira kristin heldur en þau eru kommúnistar eða fylgjendur Keynes fyrr en þau komast til vits og ára.

Páll Jónsson, 19.10.2010 kl. 09:33

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í skólunum er trúarbragðafræðsla en ekki kristinfræðsla, þannig að trúlausir eru þá væntanlega ekki að greiða sérstaklega fyrir kristna fræðslu.  Í skólum á að ástunda þá siðfræði sem sjálft þjóðfélagið er grundvallað á, en ekki hlaupa eftir duttlungum einstakra minnihlutahópa, sem sífellt eru að reyna að kúga meirihlutann til undirgefni við ofstækiskreddur sínar.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 09:42

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Nú hef ég ekki alveg tölur um hvað stórt hlutfall þjóðarinnar notar áfengi eða önnur vímuefni. Ef við gefum okkur að það sé meirihluti þjóðarinnar, sem mig grunar allavega að noti slíkt í einhverju formi.  Skv. því væri  þá  mannréttindabrot að banna notkun slíkra efna í skólum   landsins ?

Getur fólk ekki einfaldlega skilið það að mannréttindi snúast ekki um að meirihluti geti valtað yfir minnihluta!

Trú og iðkun hennar er einkamál hvers og eins, og kemur skólum ekki við að öðru leyti , en að sjálfsagt er að fræða nemendur á hlutlausan hátt um hvernig þeim er háttað . 

Kristján H Theódórsson, 19.10.2010 kl. 09:48

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Kristján, hve langt er hægt að ganga í fáráðleikanum til að réttlæta þessa tilraun öfgafólks til kúgunar á meirihluta þjóðarinnar?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 09:51

6 identicon

Ja hver er með ofstæki.  Það er sérstklega tekið fram að ekki eigi að hrófla við jólaföndri eða litlu jólunum í skólunum.  Þú talar um að hlaupa á eftir duttlungum minnihlutahópa og þar með hljótum við að vera sammála um að aðskilja ríki og kirkju en það er vilji meirihluta þjóðarinnar.

Bry njar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 09:58

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, alveg er það mér að meinalausu að aðskilja ríki og kirkju að fullu og kemur þessu máli nákvæmlega ekkert við.  Leikskólastjóri var í útvarpsviðtali í morgun og sagði þar að framvegis yrði ekki annað jólaföndur og jólaundirbúningur á leikskólanum "hennar" en það, sem tengist jólasveinunum.  Ekki eru allir sem trúa á jólasveinana.  Á þá að vera að halda þeim að saklausum börnunum?  Á ekki öll fræðsla um jólasveinana að fara fram á heimilunum?  Mörgum er illa við stærðfræði og á þá ekki öll stærðfræðikennsla að fara fram á heimilunum.

Á ekki yfirleitt öll fræðsla að fara fram á heimilunum og foreldrarnir að ráða því hvað börnin þeirra læra og hvað ekki?  Af hverju á barnlaust fólk að greiða fyrir menntun skólabarna?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 10:04

8 Smámynd: Sigurjón

Sælir.

Trú og trúarbrögð hafa ekkert erindi í skóla.  Það er sjálfsagt mál að börn kristinna foreldra fari í kirkju og hitti prest, en þá eftir skólatíma.

Í langflestum vestrænum löndum er hreinlega bannað að stunda og boða trú í skólum á vegum hins opinbera.  Meira að segja í hinum ofurkristnu Bandaríkjunum.

Kv. SV

Sigurjón, 19.10.2010 kl. 10:07

9 identicon

Ég er einn þeirra sem vill ekki að trúboð fari fram í skólum landsins.  Þar með er ég hluti af þeim sem þú kallar öfgahóp.  Ég vill frekar kalla þá öfgahóp sem heimta það að mín börn sitji undir trúboði í skólum sem þau eru skildug til að fara í. 

Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:15

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, viltu þá ekki svar hinum spurningunum sem ég varpaði fram í athugasemd nr. 7?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 10:23

11 identicon

Það er stór munur á trúboði og jólasveininum sem er fyrst og fremst skemmtisaga sem við hættum flest  að trúa fyrir 10 ára aldur.  Stærðfræði er hagnýtt nám sem eykur rökhugsun og er nauðsynleg í flestu í atvinnulífinu.

Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 10:30

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, þú gleymdir að svara síðustu spurningunum:  Á ekki yfirleitt öll fræðsla að fara fram á heimilunum og foreldrarnir að ráða því hvað börnin þeirra læra og hvað ekki?  Af hverju á barnlaust fólk að greiða fyrir menntun skólabarna?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 10:45

13 identicon

Þú getur ekki miðað þessu saman.  Auðvitað á að kenna börnum Íslensku, sögu, landafræði og sv.fr.  Trúboð er bara allt annar hlutur.  Á ekki trú að vera einkamál hvers og eins.  Ég t.d. hef engan áhuga á að matreiða trú eða trúleysi ofan í þín börn og vill fara fram á það sama við þig gagnvart mínum börnum.

Við búum í samfélagi þar sem ákveðnar reglur gilda um hvað ríkið á að sjá um og hvað ekki.  Það ríkir hér nokkuð góð sátt um að ríkið eigi að greiða fyrir skólakerfið, heilbrigðiskerfið og fl. Ég vill hafa trúarmál fyrir utan þennan sáttmála.

Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 11:00

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

ÞÚ vilt hafa eitt fyrir utan sáttmálann og ÉG eitthvað annað.  Hvernig ætlar þú að samræma vilja okkar tveggja?  Er ekki rétt að leyfa meirihluta þjóðarinnar að ráða?  T.d. boðaði Besti flokkurinn að auka samráð og íbúalýðræði, en sjálfsagt er ekki meira að marka það, en annað sem frá þeim trúðaflokki kemur.

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 11:04

15 identicon

Vill meirihluti þjóðarinnar að það sé stundað trúboð í skólum landsins ??  Hvaðan hefur þú þær tölur ??

Og ef þetta eru réttar tölur að þá á meirihlutinn að sýna umburðarlyndi.  Það væri í anda kristilegrar hugsunnar.

Ríkið á ekki að stunda trúboð.  Það er mín skoðun.

Amen

Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 11:11

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Brynjar, ég sagði ekkert um vilja meirihlutans annað en það að ég spurði hvort ekki væri eðlilegt að hann réði og það yrði kannað í atkvæðagreiðslu.  Ég myndi sætta mig við niðurstöðuna á hvorn veginn sem hún yrði.  Myndir þú gera það?

Axel Jóhann Axelsson, 19.10.2010 kl. 11:17

17 identicon

Það er skilda að senda börn í skóla þannig að ég hefði lítið val ef meirihluti þjóðarinnar vildi gera trúboð að skildunámi í skóla. 

Brynjar (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 11:39

18 Smámynd: Páll Jónsson

Ég hef ekkert á móti trúarbragðafræðslu í skólum. Hins vegar er orðið helvíti hart ef ég er farinn að greiða kennurum til að fara með börnin í kirkju að njóta ómengaðrar trúboðunar.

Barnlaust fólk á að greiða fyrir menntun skólabarna vegna þess að það er samfélaginu til bestu að börn séu menntuð. Ég tel ósannað að það sé samfélaginu til bestu að fólk eigi ímyndaða vini á fullorðinsaldri, þrátt fyrir að margir séu reyndar á annarri skoðun.

Trúfrelsi verður að verja fyrir meirihlutanum líkt og önnur mannréttindi, ekki beygja það undir vilja hans. 

Páll Jónsson, 19.10.2010 kl. 20:44

19 Smámynd: Páll Jónsson

samfélaginu "fyrir" bestu jafnvel.

Páll Jónsson, 19.10.2010 kl. 20:44

20 Smámynd: Ingólfur

  1. Það er ekki verið að fótumtroða neinar skoðanir. Það á bara að hætta að miða við að allir séu þjóðkirkjutrúa, enda eru innan við 80% í þjóðkirkjunni og fæstir skráðu sig sjálfir í hana.
  2. Það er töluverður munur á þjóðkirkjunni og öðrum kristnum söfnuðum, enda eru það oft kristnir foreldrar sem gera athugasemdir við þjóðkirkjuboðunina í skólunum.
  3. Annars kemur meiri eða minnihluti málinu lítið við þegar um er að ræða mannréttindi.
  4. Flestir útlendingar vilja ekki vera að kvarta undir trúboði í skólunum. Mun algengara er að innfæddir Íslendingar kvarti yfir því ef þeir telja rétt barna sinna vera brotinn. Eiga þeir bara að "aðlaga sig" að þínum siðum, svo að þú þurfir ekki sjálfur að fara með þín börn í kirkju?
  5. Það er sérstaklega tekið fram í tillögum mannréttindaráðsins að ekki eigi að hrófla við hefbundnum jólaundirbúningi í skólunum.
  6. Leikskólastýran sagði ekki að framvegis þyrftu jólin í leikskólanum "að vera trúlaus" og snúast í staðin um jólasveina. heldur sagði hún að þannig hefði það verið í hennar leikskóla hingað til.
  7. En hún sagði líka að það væri ekki hægt að kalla mánaðarlegar heimsóknir presta í leikskóla annað en hreint trúboð.
  8. Það er engin gömul hefð fyrir því að prestar séu með skipulegt trúboð í leikskólum, heldur er það ný markaðsstrategía af hálfu kirkjunnar.

Ingólfur, 20.10.2010 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband