Er þetta sami Stefán Ólafsson?

Aðalfundur BSRB stendur nú yfir og meðal ræðumanna þar er Stefán Ólafsson, prófessor, sem nýtt hefur menntun sína til pólitískra útreikninga á velferðarkerfinu, eftir því hvaða flokkar eru í ríkisstjórn hverju sinni.

Fréttin af aðalfundinum hefst svona:  "Stefán Ólafsson prófessor segir að öflugt velferðarkerfi hafi valdið því að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og margar aðrar þjóðir. Velferðarkerfið muni þannig nýtast til að milda höggið sem efnahagshrunið hafði í för með sér. Stefán hélt erindi á aðalfundi BSRB sem stendur nú yfir."

Er þetta ekki alveg örugglega sami Stefán Ólafsson, prófessor, og nýtti hvert tækifæri á þeim tíma sem Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn, til að birta útreikninga sína og skýrslur um hve illa væri farið með elli- og örorkulífeyrisþega og að heilbrigðis- mennta- og velferðarkerfið væri algerlega í rúst og auðvitað væri það allt Sjálfstæðisflokknum að kenna? 

Nú segir þessi Stefán Ólafsson, prófessor, að velferðarkerfi Sjálfstæðisflokksins hafi verið svo öflugt, að það bjargi því að kreppan hitti Íslendinga ekki eins illa fyrir og aðrar þjóðir, sem ekki hafi verið svo lánsamar að búa við öflugt velferðarkerfi Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki oft, sem hægt hefur verið að taka mark á Stefáni Ólafssyni, prófessor, en í þetta sinn hefur hann algerlega rétt fyrir sér í því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið öflugasti velferðarflokkur landsins og líklega á norðulöndunum öllum.


mbl.is Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið til í þessu með velferðina, Sjálfstæðisflokkinn og svo auðvitað norðurlandametið. Á mestu uppgangs- og þensluárum Íslands 2003-2005 voru fleiri skjólstæðingar á vegum sveitarfélaganna en 2009.

Ég held að pólitískur átrúnaður fari afskaplega illa með greinda menn.

Árni Gunnarsson, 15.10.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvort fækkaði þessum skjólstæðingum sveitarfélaganna svona mikið fyrir eða eftir kreppu?

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband