Gnarr sprunginn á limminu

Jón Gnarr rak kosningabaráttu sína á því að svo létt verk og löðurmannlegt væri að gegna starfi borgarstjóra að hann ætlaði sér ekkert að aðhafast í því starfi annað en að þiggja góðu launin og láta einkabílstjórann um að sjá um að koma sér í gegnum öngþveitið í umferðinni í Reykjavík.

Nú er að koma í ljós það sem allir áttu að geta séð fyrir, að starf borgarstjóra er miklu yfirgripsmeira en Jón Gnarr vildi vera láta fyrir kosningar, enda er svo komið aðeins rúmum þrem mánuðum eftir að hann tók við starfinu, að hann er búinn að gefast upp á að gegna því og er þegar byrjaður að koma ábyrgð á erfiðustu verkunum yfir á ráðna starfsmenn borgarinnar og Gnarrinn ætlar sér eingöngu að sinna opinberum móttökum og öðrum skemmtilegheitum.

Niðurlag fréttarinnar er athyglisvert, en það er svona:  "Það er sérstakt að velta upp hugmynd sem þessari þegar alvarleg tíðindi berast í sömu viku um að til standi að segja upp tugum starfsmanna hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Það er eiginlega óhjákvæmilegt að velta fyrir sér hvort einhverjir samningar í þessa veru hafi verið gerðir þegar samstarf Besta flokksins og Samfylkingar komst á. Ef það kemur annar borgarstjóri í Reykjavík þá gef ég mér að það verði Dagur B. Eggertsson."

Jón Gnarr segir það úreltan hugsunarhátt að hafa einn borgarstjóra í Reykjavík, enda séu aðrar álíka stórborgir eins og t.d. New York, London, Tokyo og Kuala Lumpur með fleiri en einn borgarstjóra. 

Dettur einhverjum lengur í hug, að svona fíflagangur gangi lengi við stjórn Reykjavíkurborgar?


mbl.is Snýst um stól fyrir Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Æi Axel minn, þreytandi, en þú ert nú líklega ekki eins og fólk er flest.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.10.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Snjalli Geir

Ég get nú ekki annað en tekið undir fyrirsögnina!  Mér sýnist að pexið við að hafa 20 smákónga undir sér sé hreinlega ofviða Mr Gnarr.  Hann þarf greinilega að hafa reynslubolta í því og þess vegna þessar tilfæringar. 

Snjalli Geir, 15.10.2010 kl. 11:35

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, auðvitað er fólk mismunandi og lítið væri varið í tilveruna ef allir væru nákvæmlega eins. 

Hitt er svo annað mál að fólk veldur störfum sínum misvel og ég myndi hætta umsvifalaust í mínu starfi, ef ég fyndi að ég réði ekkert við það.  Það ætti átrúnaðargoð þitt að gera líka.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2010 kl. 11:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má svo bæta við að Jón Gnarr er að sjá það sjálfur núna, að hann veldur ekki þessu starfi, en margur annar sá það frá upphafi, þ.e. alveg frá því fyrir kosningar.  Fólk á að halda sig við þau störf sem það ræður best við og þar sem Jón Gnarr er góður leikari, uppistandari og grínisti, á hann að halda sig við það, en láta öðrum eftir borgarstjórastarfið, sem getu hafa til að gegna því.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2010 kl. 11:48

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Má ég nokkuð spyrja hvað þú gerir?

 Bara forvitni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.10.2010 kl. 13:07

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Allt fyrir aumingja" var kosningaloforð Besta flokksins. Ætli fólk sem kaus flokkinn hafi gert sér grein fyrir að aumingjarnir sem um ræddi voru allir í framboði fyrir Besta flokkinn.

Fór það framhjá mér eða bauðstu þig fram til borgarstjóra síðastliðið vor, Axel? Sé ekki alveg hvað starf þitt kemur umræðuefninu við. 

Ragnhildur Kolka, 15.10.2010 kl. 13:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnhildur, ekki bauð ég mig fram til borgarstjóra s.l. vor og við hvað ég starfa ÆTTI ekki að koma þessu máli neitt við, en það er ekkert leyndarmál að ég hef áratugum saman starfað aðallega við bókhalds- og ráðgjafarstörf, rak meðal annars eigin skrifstofu á því sviði um nokkurra ára skeið og sé nú um bókhald hjá nokkuð stóru verktakafyrirtæki.

Ef á þyrfti að halda gæti ég framvísað meðmælum vegna starfa minna frá nokkrum fjölda málsmetandi manna, sem mark yrði tekið á, á þessu sviði, en meira en vafasamt er orðið nú þegar, að borgarstjórinn gæti nokkursstaðar aflað sér meðmæla vegna sinna starfa að málefnum borgarinnar, enda er hann búinn að lýsa sjálfan sig vanhæfan í starfið og engin ástæða til að rengja manninn í þeim efnum.

Axel Jóhann Axelsson, 15.10.2010 kl. 14:20

8 identicon

Sammála Axel

 Hvað er Gnarrinn búinn að gera

 Frítt í Sund, loka götum í miðbænum, Miklatún í klambratún, Or hækka um 28,5 %, Tattoo og bleik jakkaföt.

Frábær árangur

Einar (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 18:09

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir upplýsingaranar Axel. Ég hélt að þú værir etv. orðinn atvinnubloggari.

Ragnhildur,

 Hvað hélstu að þeir hafi meint?

Ég get nú ekki séð annað en að Axel sé fullfær um að svara fyrir sig sjálfur, allavega hingað til. 

Var bara að pæla í hvort hann vantaði etv. aðstoð í vinnunni, því hann virðist blogga allan daginn. En það er er þó af hinu góða, því  hvar værum við stödd án þessara "dásamlegu" pistla um borgarstjórann okkar, mikið held ég að hann brosi breitt af ánægju, þe. þegar hann má vera að því að líta upp, fyrir allri aukavinnunni sem hann vinnur í vinnutímanum, eins og Axel virðist þurfa að gera líka.

  - Ef starf fólks kemur umræðunni ekki við, gera þá spurningar um "óbeinar starfsumsóknir" það?

Haltu bara áfram þessu tuði Axel minn, mér finnst svo gaman að nöldra í þér á móti.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.10.2010 kl. 00:25

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Bergljót, ég er afar hamingjusamur yfir því að geta skemmt fólki með tuðinu um borgarstjórann og hvað það annað, sem maður er yfirleitt að nöldra yfir.

Mörgum kann að finnast að ég bloggi mikið, en staðreyndin er sú að ég er mjög fljótur með hven pistil og þetta blogg kom aðallega til eftir að ég hætti að reykja, því í staðinn fyrir að eyða tíma í að fara út og reykja, en í það fóru a.m.k. tíu mínútur í hvert sinn, þá tók ég mig til, til þess að dreifa huganum frá sígarettunum, og fór að blogga, en skrifin á hverju bloggi taka venjulega ekki meira en fimm mínútur í hvert skipti, þannig að það fer ekki nema í mesta lagi 1/5 af áður daglegum reykingatíma í bloggin.  Hagur vinnuveitandans er svo að ég einbeiti mér betur að vinnunni en áður og afkasta meiru.  Allir græða og allir ánægðir. 

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2010 kl. 14:32

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gott hjá þér. Ég blogga alltaf með sígarettuna í munninum. Oj.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.10.2010 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband