Gnarr fordæmir og Gnarr fagnar fordæmingunni

Í gær var bloggað HÉRNA um þá ótrúlegu samþykkt meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur að skipta embætti borgarstjórans niður á aðra embættismenn, að því er virðist til þess að gefa Jóni Gnarr rýmri tíma til að semja handrit fyrir uppistand sitt og sjónvarpsþætti, en hann sagði nýlega í sjónvarpsþætti að hann notaði tímann í embættinu til að safna að sér efni í nýja gamanþætti og sagðist reikna með að hafa nóg efni eftir kjörtímabilið í heila sjónvarpsseríu.

Í dag berst hver drephlægilega fréttin af annarri úr herbúðum Besta flokksins og er af nægu að taka:  Hugmynd um að hætta áfengissölu í vínveitingahúsum, hugmynd Jóns Grarr um að fjölga borgarstjórum í Reykjavík, eins og gert sé í öðrum sambærilegum stórborgum, t.d. London, New York, Tokyo og Sao Paulo, fordæming Gnarrs júniors og félaga í ungliðahreyfingu Besta flokksins á miðaldra félögum Besta flokksins og fögnuður Gnarrs eldra vegna fordæmingar sonarins.

Allt er þetta væntanlega gert í anda gamanseminnar og eingöngu til að skemmta landsmönnum í skammdeginu, en til eru þeir sem hafa engan húmor fyrir þessari vitleysu í stjórnmálum borgarinnar á tímum þar sem alvarleg verkefni bíða úrlausnar, ekki síst fjárlagagerð borgarinnar og uppsagnir starfsmanna í stofnunum hennar.

Ungliðahreyfing Besta flokksins segir að svo sé komið, að gerðir og ályktanir borgarfulltrúa flokksins séu farnar að fæla stuðningsmenn frá flokknum og ekki er nokkur minnsta ástæða til að draga það í efa.

Miklu merkilegra væri, ef nokkur einasti stuðningsmaður fyrirfinnst ennþá í borginni.


mbl.is Jón Gnarr fagnar fordæmingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein hjá þér.

Jón Gnarr er gersamlega úti á þekju.

Jón Bjarna (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:03

2 identicon

Þetta á greinilega að vera fyndið. Í bréfinu er bent á stefnuskrána þar sem segir "Þátttaka í íþróttum og öðru tómstundastarfi hefur mikið forvarnargildi."

Svo er bætt við "Og víndrykkja þar augljóslega stór hluti af því tómstundastarfi!"

Það er allt í lagi að reyna að gera lífið skemmtilegra. Svona della var kannski fyndin í fyrra en þessi aulafyndni eldist ekki vel.

Haraldur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Hamarinn

Þetta er ekki gamansemi, heldur fúlasta alvara, en með svona framsetningu á málum næst athygli mun fleiri, og það er vel.

Ef sú hugmynd hefði komið frá sjálfstæðismönnum um það að skipta embætti borgarstjóra niður á fleiri,þá héti það LÝÐRÆÐI, en af því það kemur frá öðrum þá heita það fíflalæti.

Hamarinn, 14.10.2010 kl. 14:08

4 identicon

jón ágúst (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:20

5 identicon

Ertu ekki bara afbrýðissamur út í Jón Gnarr afþví hann er vinsæll, nýtur mikillar velgengni, er ungur, sætur, flottur og er að gera eitthvað af viti og lætur verkin tala í stað þess að blogga bara og gera ekki neitt? Bjóddu þig bara fram sjálfur eða hættu að setja út á þá sem nenna að standa upp og gera eitthvað? Jón hefur opnað leið fyrir enn betra fólki en honum sjálfum að gera enn róttækari og óvæntari hluti, ........sem verða á stærri skala og skilja eftir sig varanlegri og djúpstæðari breytingar! Halelúja!

Lárus (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:32

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

jón ágúst, eða hvað þú nú heitir, nafnið á sneplinum sem birti vitleysuna sem þú vísar til, hefði átt að geta sagt þér allt sem segja þarf um þessi skrif, en það heitir New LEFT Rewiev.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 15:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lárus, þinn brandari um þetta er alveg framúrskarandi og vakti meira að segja bros.  Ekki eru þó allir meðlimir og borgarfulltrúar Besta flokksins jafn gamansamir, eða hafa húmor fyrir hvaða vitleysu sem frá félögunum kemur, eins og ÞESSI frétt ber með sér.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 15:39

8 identicon

axel jóhann , þó að þetta birtist ekki í Morgunblaðinu  þá er þetta raunsönn lýsing á því hvernig þessir menn á myndinni og margir fleiri gömbluðu með Ísland í eigin þágu og sinnar hirðar og er ástæðan fyrir því að ég snéri baki við Sjálfafstæðisflokknum , sem gerir mig ekki hallan undir Jón Gnarr eða nokkurn annan , ódýr smjörklípa ef menn eru ekki sammála þér , ætla ekki að mæra Jón Gnarr eða hallmæla , en tel að nauðsynlegt hafi verið að koma Sjálfstæðisflokknum frá og hvíla þangað til þeir eru búnir að hreinsa út hjá sér. Og ég er ekki sammála þér að Bjarni Ben sé það sem koma skal , ekki fyrr en botn er kominn í Vafningsmálið.

Ps skil ekki afhverju þú efast um að ég heiti Jón Ágúst , ekki efast ég um að þú heitir Axel Jóhann

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:54

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Ágúst, þessi lýsing er ekkert raunsannari en hver önnur lýsing vinstri manna á skoðunum og gerðum pólitískra andstæðinga.  Endalausar samsæriskenningar og svikabrigsl.  Rannsóknarskýrsla Alþingis er miklu raunsannari lýsing á því sem gerðist í þjóðfélaginu á þessum árum og hennar niðurstaða var sú, að stjórnkerfið hefði alls ekki verið upp á eins marga fiska og það hefði þurft og átt að vera, en meginábyrgðina á hruninu ættu hins vegar eigendur og stjórnendur bankanna og stærstu fyrirtækja landsins, en það voru í flestum tilfellum sömu aðilarnir og þeir tæmdu bankana innanfrá, sem varð til þess að allt efnahagskerfið hrundi eins og spilaborg.

Söguskýringar vinstri manna hafa alltaf litast af þeirra eigin sýn á hlutina og þeir sjá veröldina bara í svart hvítu út frá sínum eigin róttæklingaheimi, enda algerlega litblindir á tilbrigði mannlífsins.

Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2010 kl. 16:16

10 identicon

Eg ætla ekkert að gera lítið úr þætti eigenda bankanna eða stjórnenda , en ekki er ábyrgð stjórnmálamanna eins og Davíðs ,Geirs ,Halldórs ofl minni svo einhverjir sé nefndir , að ógleymdum stjórnendum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka og þar kemur títt nefndur Davíð aftur við sögu, það er ódýrt að segja að þetta séu allt samsæriskenningar vinstri manna og sé ekki sannleikanum samkvæmt, bendi á að margir núverandi og fyrrverandi Sjálfstæðismenn eru á sömu skoðun varðandi þátt þessara fyrrnefndu manna . Nú vegna aðgerða eða aðgerðaleysis þessra manna þá skapaðist rúm fyrir menn eins og Jón Gnarr og besta flokkinn , hefði ekki skeð ef Sjálfstæðismenn td hefðu gert upp sinn þátt í hruninu og ekki farið í afneitun varðandi það, þannig að það má segja að Jón Gnarr títt nefndur sé í boði ykkar sem Borgarstjóri.

jón Ágúst (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 16:46

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þeir eiga einn stuðningsmann hér.

Bergljót Gunnarsdóttir, 14.10.2010 kl. 17:00

12 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Og reyndar er maður mjög hugsandi orðinn yfir því, svo maður komi því nú að hér, með hvaða hætti íslensku bankarnir, allir stærstu bankarnir, eru farnir að haga sér með afskiptum sínum og inngripum í íslenskt atvinnulíf. Þar eru menn komnir út á mjög hála braut að mínu viti.“

- Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra í ræðu á Alþingi í nóvember 2003 um fjárfestingu banka í fyrirtækjum.

„En að halda því fram að nú eigi að hækka skatta, kannski á næstu mánuðum eða svo, er fjarstæða. Það er fjarstæða að halda því fram.

Vel má vera að í áætlununum sem við þurfum að gera til næstu fjögurra ára þurfi kannski að fara bæði í niðurskurð og skattahækkanir.“

- Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi 9. febrúar 2009 um hvort ríkisstjórnin hyggist hækka skatta.

Jóhanna: Hvaða þjóðþing sem er teldi sér fært að samþykkja slík öryggisákvæði

9. des "Virðulegi forseti. Ég hef áður sagt og ítrekað að þessir fyrirvarar eru í stórum dráttum þess eðlis að hvert þjóðþing mundi telja sér fært að setja sambærileg öryggisákvæði til að leggja áherslu á að ekki megi skerða fullveldi þjóðar sinnar og tiltekna grundvallar­hagsmuni eins og framtíðarefnahag þjóðar­innar

Ólafur Ingi Hrólfsson, 14.10.2010 kl. 17:03

13 identicon

Sammála þér Axel Jóhann.

Stuðningsmenn Jóns Gnarr geta bent út og suður en hljóta innst inni í hjarta sínu vera farnir að efast um sniðugheitin.

Sigrún G. (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 19:08

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Jón Gnarr hefur staðið við orð sín, koma vinum sínum að og hafa það gott.

Ekki hægt að segja það sama um VG. og SF. Þeir lofuðu þjóðinni stórauknum strandveiðum og

frjálsum handfæraveiðum. Íslendingar verða að fá mannréttindin aftur, að fá að róa til fiskjar

á litlum bátum og mega fénýta aflann.

Smábáta útgerð gæti orðið næsta stóriðja Íslands!!!

Aðalsteinn Agnarsson, 14.10.2010 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband