Skattar hafa ekki hækkað, segir Steingrímur

Steingrímur J. heldur því fram að skattar hafi ekki hækkað í hlutfalli við heildarverðmætasköpun í landinu og trúi því hver sem vill, en það gera a.m.k. ekki launþegar, sem finna verulega fyrir aukinni skattheimtu af launum þeirra og hækkun verðlags vegna hækkana ríkisins á ýmsum gjöldum, sem leggjast á vöruverð, að ógleymdri hækkun á virðisaukaskatti.

Enginn fyrirtækjastjórnandi í landinu mun heldur taka undir það, að skattar hafi ekki hækkað og nægir að nefna launaskattinn í því sambandi, en hann hefur hækkað um rúm 47% í tíð Steingríms J. í fjármálaráðuneytinu. 

Atvinnuleysi er mikið og fjöldi fólks flutt úr landi og því hefur skattgreiðendum fækkað sem því nemur og þeir sem ennþá halda atvinnu sinni hafa flestir orðið fyrir mikilli tekjuskerðingu, þannig að sama krónutala í sköttum núna vegur miklu þyngra í heimilisbókhaldinu, heldur er hún gerði fyrir tveim árum.

Allir finna fyrir skattahækkanabrjálæðinu sem dunið hefur á þjóðinni undanfarin tvö ár og enginn nema Steingrímur J. getur réttlætt frekari árás á kaupmátt almennings með meira af slíku, en Steingrímur J. boðar þó ennþá hærri álögur og virðisaukaskattshækkanir um áramót.

Nú er mál að linni í þeim efnum.

 


mbl.is Hægt og bítandi að endurheimta stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér fannst orð Steingríms á Alþingi í morgun, frekar bera vott um fáfræði, heldur en nokkuð annað, ef hann stendur fast á þeim.  Það vita það allir sem að það vilja vita, að vissulega hafa skatttekjur ríkisins dregist saman.  Ástæða þess að skatttekjur hafa dregist saman er fyrst og fremst vegna þess að veltan í hagkerfinu hefur dregist saman undanfarin ár.

Ástæða þess að veltan er ekki að aukast, er meðal annars sú, að vegna þess að fólkið og fyrirtækin í landinu, er að borga hærra hlutfall af tekjum sínum í skatta núna og hafa því minna fé til umráða, til þess að auka veltuna í hagkerfinu.

 Hærri skattaálögur á fyrirtæki, koma í veg fyrir að fyrirtæki geti ráðið til sín, sem þau svo greiða laun.  Fleira fólk á launum stækka þann pott sem hægt er að taka tekjuskattinn úr, auk þess sem að fólk í vinnu hefur meiri peninga milli handana til þess að nýta sér verslun og þjóunstu og stækka þar með pottinn sem hægt er að taka neysluskatta úr.

Verði þessari þróun ekki snúið við hið snarasta, gerist ekkert annað en kakan (skattstofnarnir) minnka óðum og tekjur Ríkissjóðs í hlutfalli við það.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.9.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Á meðan þessir herrar sem líta á sig sem númer í samfélaginu okkar hafa nóg fyrir sig þá virðist þeim vera andsk. sama um allt og alla. Það myndi líklega heyrast annað hljóð í strokknum ef þetta lið þyrfti að skrimta á elli eða örorkulífeyrisgreislum. Svei bara, það er erfitt að sjá nokkra lausn út úr allri þessari spillingu og skít sem á okkur er borinn nema að stofna til alvöru byltingar í landinu að mínu mati. En hvar er leiðtoginn það er spurningin.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 9.9.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það virðist vera staðföst áætlun þessarar ríkisstjórnar að keyra alla þjóðfélagsþegna niður á stig fátæktar og örbirgðar.  Hún er nú þegar á góðri leið með að gera út af við svokallaða millistétt í landinu, en hún er nú þegar að kikna undan greiðslubyrði sinni og getur engan veginn bætt á sig meiru.

Með þessu áframhaldi stórfjölgar þeim sem þurfa á matarúthlutunum að halda frá hjálparstofnunum, því reikna má með að millistéttin bætist í hópinn þar, áður en langt um líður.

Axel Jóhann Axelsson, 9.9.2010 kl. 15:18

4 Smámynd: Björn Emilsson

Inga Snæland. Þú tekur þá undir með Jonas.is sem skrifar

´ Ríkisstjórnin reyndi ekki par að siðvæða fjármálin. Kerfið sýnir þér fingurinn daglega. Á skerinu mun ekkert lagast fyrr en í blóðugri byltingu´. Vantar bara leiðtogann!

Björn Emilsson, 9.9.2010 kl. 15:57

5 identicon

Skattagrímur er greinilega búin að tapa glórunni.ÞAð sér það hver sem komin er yfir 6 ára aldurinn að skattaþjófnaður Ríkisins er endalaus

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 20:05

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið já bylting það er eina svarið sem við höfum úr því sem komið er allt annað hefur verið reynt og ekki hlustað heldur bætt í spillinguna og einkavinavæðinguna!

Sigurður Haraldsson, 9.9.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband