Jón Gnarr: "Ég er bara ég"

Í enn einu viðtalinu kemur Jón Gnarr fram eins og lætur eins og hann geti hagað sér eins og hann vilji í borgarstjóraembættinu og ef honum líki ekki við spurningar fréttamanna í útlöndum, þá svari hann bara út í hött og ætlast til að allur heimurinn skilji hvað hann sé gríðarlega fyndinn, að eigin mati.

Í viðtalinu við mbl.is segist Jón Gnarr bara vera hann sjálfur og ætli að halda því áfram, enda hafi hann verið kosinn borgarstjóri í Reykjavík út á það.  Í því að vera Jón Gnarr sjálfur mun felast að vera öðruvísi en aðrir og hafa leyfi til að láta út úr sér hvaða vitleysu sem er og það meira að segja án þess að þurfa að spyrja borgarráð um það, eins og hann hreykir sér af að ætla ekki að gera.

Ein mesta vitleysan, sem vall upp úr manninnum í viðtalinu var, að hann hefði verið kosinn borgarstjóri í Reykjavík.  Það er hreint ekki rétt því Besti flokkurinn fékk 20.666 atkvæði af 63.019 atkvæðum sem greidd voru á kjörstað, eða 32,79% greiddra atkvæða.  Hann var því alls ekki kosinn í borgarstjórastólinn af Reykvíkingum, heldur voru það borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar sem úthlutuðu honum borgarstjórastólnum.  Stórlega má efast um að 11.344 Reykvíkingar hafi kosið Samfylkinguna með það sérstaklega í huga, að með því væru þeir að kjósa Jón Gnarr í embætti borgarstjóra.

Svona æxlast nú málin í pólitíkinni og Jón Gnarr ætti að skilja það að hann situr í borgarstjórastólnum í skjóli Samfylkingarinnar og á undir hennar þolinmæði, hvað hann situr þar lengi.  Þegar menn taka að sér að gegna ábyrgðarstörfum eiga þeir að sýna ábyrgð í starfinu, en ekki "halda bara áfram að vera þeir sjálfir" og láta eins og kjánar, ef það hæfir ekki starfinu.

Skoðanakannanir hafa sýnt að minnihluti fólks er ánægt með störf Jóns Gnarr í embætti og ef hann ætlar bara að vera hann sjálfur, mun sú ánægja ekki aukast á næstunni. 


mbl.is „Ég er og verð óviðeigandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér Axel,hann Jón Gnarr(gerfiborgarstjóri)virðist ekki búin að átta sig á því að hann er hættur að leika Bjarnfreðason eða þá einhverja aðra fígúru á hans ferli.Að mínu mati er hann alls óhæfur til að sitja lengur í þessu embætti,það reyndar lumast að mér að Dagur B Eggertsson sé í raun og veru Borgarstjórinn.

Númi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:03

2 identicon

Minnihluti? Það voru rúm 40% sem voru ánægð, 17% voru óánægð, restin var hvorki né. Held nú að þessi ánægjuprósenta hafi verið mun minni með fyrri borgarstjórnir.

Spekingur (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 16:48

3 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Þér finnst semsagt mjög "ábyrgðarfullt" af fulltrúum VG og D að eyða tíma borgarráðs í að ræða orð, sem tekin voru úr samhengi, um netnotkun borgarstjóra fremur en að benda á ýmis brýn atriði sem snerta BEINA hagsmuni borgarbúa?

Einungis 17% eru óánægð með störf borgarstjóra sem samkvæmt þér er einungis þar vegna góðmennsku Samfylkingarinnar.

Merkilegt að svona dónalegur og óviðeigandi embættismaður, sem er í núverandi embætti vegna góðmennsku annars stjórnarflokks, skuli ekki eiga fleiri "óvini". Eða eru Íslendingar bara svona heimskir og óupplýstir ólíkt þér?

Páll Ingi Pálsson, 9.9.2010 kl. 17:15

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég er só far fremur ánægður með störf borgarstjórans og vil gefa honum átta ár amk. í embætti. Þetta klámkjaftæði er út í hött og skiptir engu máli, er bara notað til að drepa málunum á dreif og svíkja sig frá því að ræða raunveruleg og mjög alvarleg málefni.

Baldur Fjölnisson, 9.9.2010 kl. 21:04

5 Smámynd: Benedikta E

Samfylkingin sýnir alveg jafn mikið ábyrgðarleysi og Bestiflokkurinn.

Samfylkingin sem Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir eru í forsvari fyrir þau sýna algjört ábyrgðarleysi.

Baldur - Bestiflokkurinn getur ekki rætt nein alvarleg málefni borgarinnar - Gnarristarnir virðast ekki hafa minnstu hugmynd um hvað borgarmálastarfið gengur út á - því miður

Benedikta E, 9.9.2010 kl. 22:08

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Benedikta, því miður hefur þú rétt fyrir þér en samt snýst þetta ekki um að menn geti ekki rætt þessi alvarlegu vandamál heldur frekar að þeir vilja ekki ræða þau. Við erum stödd í ótrúlegu kviksyndi sem er algjörlega gjaldþrota eftir siðlaust glæpahyski í boði langtíma valdasetu pólitísks úrgangs - sem glæpahyskið að sjálfsögðu kostaði til valda til að byrja með. Og ekki bara það heldur sitjum vid uppi med risavaxinn ruslahaug eftir þetta hyski, þetta rusl hreiðaraði um sig upphaflega í menntamála- og heilbrigðisgeirunum og þad hefur verid krónískt fallít sídan og síðan náði þetta helv. hórudrasl að gefa pimpum sínum bankakerfið og nú sitjum við uppi með vita gjaldþrota batterí.

Baldur Fjölnisson, 9.9.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta virkar þannig að heiladauðasta botnskrapið er sett yfir heilbrigðis- og menntamálin þar sem fjársvikamöguleikarnir eru mestir og ruslahaugurinn raðar sér á það og situr enn sem fastast. Þetta virkaði frábærlega og því létu kostendur þessa pólitíska glæpalýðs hann gefa sér fjármálakerfið.

Baldur Fjölnisson, 9.9.2010 kl. 23:16

8 identicon

Þú sagðir orð rétt:

"Í enn einu viðtalinu kemur Jón Gnarr fram eins og lætur eins og hann geti hagað sér eins og hann vilji í borgarstjóraembættinu"

Að sjálfsögðu á hann að geta hagað sér eins og hann vill. Þetta er fáránlega setning hjá þér. Finnst þér að einhver annar ætti að ráða því hvernig hann hagar sér. Einhver annars sem togar í spottann og segir honum hvað hann eigi að gera. Þannig hefur það jú kannski verið en nú er kominn tími á breytingar. Það þýðir ekki að hann geri allt, hann hefur röghugsun og getur dæmt um það hvað hann vill gera hverju sinni.

Það er ekki eins og hann mætti á klámráðstefnu, ber að ofan, öskrandi: ég elska klám og ofbeldi. Það er verið að blása þetta mál upp.

Hann var kosinn sem borgarstjóri á þeim forsendum að hans flokkur fékk flest atkvæði og í raun eini flokkurinn sem fékk nógu mörg til þess að geta myndað meirihluta í bæjarstjórn. Hinir flokkarnir hefðu þurft að vera 3 eða fleirri flokka til þess eins að ná meirihluta.

Þú ert að ég held sá aðili á öllu íslandi sem er mest á móti honum. Þú getur ekki séð neitt gott við hann og ég efa að það muni breytast.

jakob (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 00:57

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Gnarr hefur byggt upp feril sinn og frægð á því að skopstæla svona menn eins og þig. Fyrir það er hann borgarstjóri. 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.9.2010 kl. 02:37

10 identicon

Af hverju er verið að ræða þetta yfirhöfuð ? Er ekki betra að hafa mann við stjórn sem segir sannleikann og tekur afleiðingunum heldur en enn einn pólitíkusinn sem gerir eitt segir annað og skellir svo skuldinni á alla aðra ? Erum við ekki búin að fá nóg af því ? Jón var kosinn af því að fólk treystir honum. Ég treysti honum, af því að hann er hann sjálfur og felur sig ekki bak við rugl.

Daníel (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 04:45

11 identicon

Ég treysti honum líka vegna þess að hann hikar ekki við að segja saannleikann.

Hólímólí (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 06:58

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er virkilega ánægjulegt að sjá, að Jón Gnarr og Besti flokkurinn skuli ennþá eiga a.m.k. tvo stuðningsmenn, sem þora að leggja fullt nafn sitt við stuðninginn.  Hinir beita væntanlega nafnleyndinni vegna þess að þeir skammast sín fyrir að gangast við afstöðu sinni opinberlega.  Það er mjög skiljanlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 10.9.2010 kl. 08:34

13 Smámynd: Sigurður Helgason

þeir eru fjórir,,,,,,,,,,,,

Sigurður Helgason, 11.9.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband