Frábærir valkostir í varaformannssætið

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í lok mánaðarins, þar sem kjörinn verður varaformaður fyrir flokkinn, en ekkert bendir til að nokkur bjóði sig fram gegn formanni flokksins, enda auðvitað engin ástæða til.

Ólöf Nordal, sá öflugi þingmaður, hefur þegar tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti varaformanns og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi borgarstjóri, er alvarlega að íhuga framboð einnig.  Ólöf hefur verið afar duglegur, kraftmikill og málefnalegur þingmaður og Hanna Birna hefur staðið sig með einstakri prýði, sem borgarstjóri í Reykjavík og sýnt og sannað að hún er öflugur foringi.

Sá flokkur, sem hefur úr slíkum frambjóðendum að velja til forystustarfa á bjarta framtíð fyrir sér sem öflugt stjórnmálaafl í fremstu víglínu í baráttunni fyrir íslenskum hagsmunamálum og velferð þjóðarinnar á komandi tímum.

Aðrir stjórnmálaflokkar líta öfundaraugum til Sjálfstæðisflokksins vegna þess mannvals sem hann hefur á að skipa, innan þings og utan.


mbl.is Íhugar varaformannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll flokksfélagi. Auðvitað verður Bjarni að víkja en pakpoki hans er svo þungur að hausinn á honum hefur varla gægst upp um hálsmálið svo landsmenn heyri rödd hans. Flokkurinn okkar heldur bara áfram að skaða sig með viðskiptafélaga Wernesbræðra við stýrið.

Þetta kemur ekkert persónu Bjarna við, þetta snýst um traustan skipstjóra sem veiðir, Bjarni er ekki þesslegur og það háir honum að auki að vera ekki leiðtogi í eðli sínu.

Hanna Birna myndi gjörsigra Bjarna ef til leiðtogakosninga kæmi, Bjarni rétt marði formannsembættið á móti sveitadrjólanum sem evar heldur ekki neitt sérstakt leiðtogaefni

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 22:15

2 identicon

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í lok mánaðarins, þar sem kjörinn verður varaformaður fyrir flokkinn, en ekkert bendir til að nokkur bjóði sig fram gegn formanni flokksins, enda auðvitað engin ástæða til.

"Aðrir stjórnmálaflokkar líta öfundaraugum til Sjálfstæðisflokksins vegna þess mannvals sem hann hefur á að skipa, innan þings og utan."

Axel og gylfi þó að sjálfstæðisflokkurinn eigi undir högg að sækja þá er ljótt af ykkur að hæðast honum. Það er til heiðarlegt fólk í sjálfstæðisflokknum.



mbl.isÍhugar varaformannsframboð

jónas bjarkason (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 22:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jónas, það er ekkert nema heiðarlegt fólk í Sjálfstæðisflokknum, að ekki sé talað um fyndið og skemmtilegt fólk.

Það hefur miklu þroskaðri húmor en þú og er þess vegna miklu skemmtilegra.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 22:47

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Axel : verðum við ekki að horfa á þetta í svolítið breiðara samhengi, við töpuðum manni í Reykjavík, og með því töpuðum við Reykjavík, það er miður með annars ágætan borgarstjóra sem Halla Birna óneitanlega var, en merð Gísla martein í farteskinu gat þetta ekki gengið, og með gömul lík eins og Guðlaug með sín óuppgerðu mál varðandi stiyrktaraðilla, að því ógleymdu að varnir Sjálfstæðisfoksins hafa allar verið í skötulíki eftir hrun, Halla Birna er vel frambærileg en mér finnst að sem varaformann þá skorti hana að hafa leiðtogafyrir framan, ég vil gera allt með öllum, get unnið með hverjum sem er, öll Dýrinn í skóginum eiga að verta vinir, það dugir ekki, við þurfum formann sem segir svona gerum við þetta að vel athuguðu máli.  

Magnús Jónsson, 5.6.2010 kl. 23:25

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég sér fyrir mér Guðlaug Þór sem formann og Krisján Þór sem varaformann. Árni Johnsen gæti sett strik í reikninginn ef hann gæfi kost á sér. Tími Hönnu er ekki kominn þrátt fyrir glæsilegan stórsigur í borginni.

Guðmundur Pétursson, 5.6.2010 kl. 23:28

6 identicon

Ég get ekki séð annað en að Axel hafi rétt fyrir sér varðandi húmorinn. Ég gat ekki lesið þessa færslu án þess að skella hressilega upp úr - og það ítrekað. Það þarf ekki nema svona gullkorn til að fá mann til að brosa eftir erfiðan dag. Það er rétt hjá þér Bjarki minn, það er til heiðarlegt fólk í sjálfstæðiflokknum. Ég sé Sigurð Kára reglulega og styð hann í að leyfa kóngunum á matvörufákeppnismarkaðnum að taka yfir áfengissöluna í landinu.

Sigþór (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 23:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Magnús, ég er hreint ekki sammála þér um þetta.  Bjarni er ekki flæktur í nein vafasöm viðskipti, svo vitað sé og þau Hanna Birna myndu sóma sér vel saman í formanns- og varaformannshlutverkunum.

Það er nú einmitt kostur við stjórnmálamann að vera mannasættir og geta unnið með fólki úr öllum flokkum, þangað til Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur hreinum meirihluta í Reykjavík, að ekki sé talað um að ná þeim árangri á Alþingi.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 23:43

8 Smámynd: Finnur Bárðarson

Metnaðarfull kona, hvers vegna ekki að stefna á vararitara flokksins ? Varaformaður, hverjum stendur ekki á sama ? Brandari dagsins.

Finnur Bárðarson, 5.6.2010 kl. 23:48

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hverjum stendur ekki á sama um þína skoðun á málefnum Sjálfstæðisflokksins, Finnur.  Það yrði rosalega fyndið að sjá eitthvað jákvætt frá þér um þann ágæta flokk og stuðningsmenn hans.

Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2010 kl. 00:20

10 Smámynd: Magnús Jónsson

Axel : held að helstu sóknar færin okkar fælust í því að taka til í flokknum og losa um ættartengsl sem eru a ganga af íslenskri pólitík dauðri, það þarf a finna forystusauðina þeir spretta ekki út úr skólunum eins og margur hefur haldið. netið er framtíðin og þar gagnrýnin líka grimmust, vegna nafnlendar, en ef slíkt er leift þá er ekki um neitt leinimak að ræða, hvernig væri það s3m birjunasrpungtur

Magnús Jónsson, 6.6.2010 kl. 01:00

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði ekki kosið til þings, eins og lög gera reyndar ráð fyrir, fyrr en eftir þrjú ár, þá kæmi það líklegast ekki vel út að hafa "formanninn" utan þings, þar sem flokkurinn er í stjórnarandstöðu og formaðurinn væntanlega í minnihluta borgarstjórnar, þann tíma.  Verði kosið eftir ár, þá má leiða að því líkum að stjórnarflokkarnir, verði það skaddaðir, eftir uppboðsölduna, sem flest bendir til að skelli á þjóðinni á næstu mánuðum, að flokkurinn með eða án Bjarna í formanninum vinni það mikið á að hann geti myndað stjórn, þá væntanlega með Framsókn, sem myndi líklegast bæta við sig fylgi við þessar aðstæður, eða þá einhverju "nýju framboði" sem byði sig fram í kosningunum.

 Slugsist þessi ríkisstjórn í gegnum næstu þrjú árin og kosið verði næst í maí 2013, er nægur tími til stefnu til að velja nýjan formann, svo fremi sem enginn úr þingliði flokksins, bjóði sig fram gegn Bjarna á þessum þremur árum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 6.6.2010 kl. 01:34

12 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

...er ekki líka hægt að dusta rykið af bóndanum Agli Jónsyni. Hann var framsýnn í landbúnaðarmálunum að mati sjálfstæðismanna. Síðan er sjálfsagt að fá Kristján og Guðlaug sem eru kostaðir af LÍÚ til að tryggja hagsmuni LÍÚ. Sjálfstæðisflokkurinn er jú helsti varðhundurinn og hagsmunagæslu aðili þessara tveggja atvinnuvega.....sem skila engu þegar grannt er skoðað. Síðan er spurningin um Árna Jónssen............ 

Bragi Sigurður Guðmundsson, 6.6.2010 kl. 01:49

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Axel - ég tek undir upphafsorð þín - þau segja allt sem segja þarf -

Ólöf er eldklár og fylgin sér og yrði frábær varaformaður - Hún hefur teki ákvörðun um að gefa kost á sér í það starf.

Innanflokksátök um embættið eru ekki´æskileg og enda þótt ég telji mig stuðningsmann Hönnu Birnu nr. eitt myndi ég vilja sjá hana leiða flokkinn áfram í borginni og halda áfram að auka fylgi hans þar eftir að hann fór í um 22% (ef ég man rétt ) í þingkosningunum síðustu en fékk 34% í borgarstjórnarkosningunum um daginn.

Ég veit vel að fylgi í borg er ekki sama og fylgi til þings en sýnir þó stórsókn flokksins í Reykjavík undir stjórn Hönnu Birnu -

Og gott fólk berið saman - Hönnu Birnu - Dag - Gnarr - Drottinn minn sæll og kátur - konan ber af eins og gull af .... .

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 04:08

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ólafur Ingi, líklega er hárrétt hjá þér, að óheppilegt væri að þessar öndvegiskonur færu að berjast um varaformannsstólinn núna.  Engum væri betur treystandi til að endurvinna fylgið í borginni, en einmitt Hönnu Birnu, því eins og þú segir eru yfirburðir hennar yfir forystumenn annarra borgarstjórnarflokka slíkir, að þeir komast ekki með tærnar þar sem hún var með hælana í skrefinu á undan þeim.

Sigurður Bragi, hvaða ólund er hlaupinn í þig þarna hinummegin á hnettinum?  Mér finnst þessi neikvæði tónn, einhvern veginn ekki passa við fyrri kynni.  Er heimþráin eitthvað farin að plaga þig?  Sendi þér kærar kveðjur til Kína.

Axel Jóhann Axelsson, 6.6.2010 kl. 07:58

15 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég hefi lesið flest blogg um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á þessum Sjómannadags morgni.Athugasemdirnar hafa flestar verið neikvæðar, enda flestar komið frá fólki, sem eru nafnlausir lúserar sjálfsagt af ýmsum toga ? Það má þó sjá ljós í myrkrinu t.d. Axel Jóhann,Ólafur Ingi, Kristinn Karl o.fl. eru jákvæðir og vel viti bornir menn.

Ég vil að lokum óska Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórann, Jón Gnarr, sem ætlar að láta sitt fyrsta verk vera byggingu athvarfs fyrir sjóhrakta ísbirni. Góður maður Jón Gnarr !

Með kveðju frá Siglufirði, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.6.2010 kl. 09:41

16 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sæll Axel.

Engin ólund hér í landi Konfúcíusar, þvert á móti líður mér afskaplega vel hérna. Hinsvegar eru að renna á mig tvær grímur vegna stjórnmála ástandsins heima, mér reyndar hreinlega ofbýður ástandið heima. Hér í Kína erum við með stjórnvöld sem ég hélt að að ég myndi aldrei bera saman við stjórnvöld heima en ég er ekki frá því að Kína sé að mörgu leyti betur rekið þjóðfélag en Ísland.

Axel, við sjálfstæðismenn vorum neyddir til að kjósa Egil á Seljavöllum svo árum skipti.......þá var ég alltaf með ólund.  

Kristján P. gaman að sjá þig hérna. Bið að heilsa fjölskyldu þinni og þakka þér fyrir allt liðið.

Bestu kveðjur heim

sbg

Bragi Sigurður Guðmundsson, 7.6.2010 kl. 04:08

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Við kusum svosem Egil á Seljavöllum aldrei, því við vorum ekki í hans kjördæmi, en hann naut stuðnigs þar til að vera fulltrúi fólksins á lista Sjálfstæðisflokksins.  Þannig virka nú prófkjörin og þó farið væri út í persónukjör í kosningum, myndu kjördæmin alltaf velja sína fulltrúa inn á Alþingi.  Þetta er nú einu sinni kallað lýðræði og maður heldur áfram að kjósa þann flokk, sem næstur kemst manns eigin lífsskoðun í stefnu sinni, þó maður sé ósáttur við einn og einn frambjóðanda, að ekki sé talað um, ef þeir eru í framboði úti á landi, þar sem staðbundnar ástæður geta ráðið vali á lista.

Eru þetta ekki allt saman hálfgerðir Framsóknarmenn þessir kínversku stjórnmálamenn?  Er ekki aðalmunurinn sá, að kínverjarnir hugsa í öldum, á meðan íslenskir framsóknarmenn hugsa í fjögurra ára tímabilum?

Axel Jóhann Axelsson, 7.6.2010 kl. 09:58

18 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Sæll aftur.

Ástæða þess að ég sagði "við sjálfstæðismenn" er sú að Kristján P.,  (sem skrifar athugasemd hér að ofan) og ég bjuggum báðir á Neskaupstað og urðum sem sjálfstæðismenn að kjósa Egil. Engin prófkjör þá. Það varð að hafa einn grímulausan sérhagsmunagæslumann, (skítt með þjóðarhagsmuni) og var hann því látinn vera oddviti flokksins á austurlandi...

Varðandi Kínverjana myndi ég segja að þeir væru frekar kratar. En það er hárrétt hjá þér að þeir eru ekki uppteknir af næstu kosningum heldur hugsa lengra fram í tímann. Síðan eru þeir ekkert að tvínóna við það að koma glæpamönnum bak við lás og slá. Þess vegna eru engir útrásardólgar hér. Útrásardólgarnir eru því heppnir að vera ekki í Kína heldur á litla Íslandi, Íslensk yfirvöld eru jafn sein á sér og raun ber vitni. 

Bragi Sigurður Guðmundsson, 11.6.2010 kl. 03:58

19 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Sæll, Bragi Sigurður, ja hérna, ertu að kenna þeim gulu Rallý-akstur ? Bara djók ! Vita Kínverjar, að við pabbi þinn gerðum tilraun til valdaráns í Neskaupstað 1974 ? Það var kúl hjá okkur, Gðmundi heitnum Ásgeirssyni og fleira góðu fólki ! Bjarni þórðarson bæjarstjóri hélt ekki opinn fund allra frambjóðenda fyrir þær kosningar, en hann smalaði því meir á kjördegi !! " Árni Banki " hélt svo glæsilegt hanastélsboð við opnun útibús Landsbanka Íslands á mánudegi eftir kosningar, Vá, hvað þá var gaman !

Nú er öldin önnur, því að við, Íslendingar, búum við verstu stjórn í sögu Lýðveldisins Ísland .Láttu fara vel um þig og þína hjá þeim gulu, því að kreppunni er ekki lokið.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2010 kl. 10:05

20 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Svo það sé á hreinu, ég tók eftir nafnavíxlun hjá þér Sigurður Bragi. Ég reyndi það líka fyrir ca. 65 árum, en hætti því fljótlega, því að slíkt útheimti skriffinnsku.

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 12.6.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband