Jóhanna laug blákalt um launaloforðið til Más

Undanfarnar vikur haf verið miklar umræður um það, hvort Jóhanna Sigurðardóttir hafi lofað Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, miklu hærri launum en lögin hennar Jöhönnu segðu fyrir um, en samkvæmt þeim má enginn hafa hærri laun en lélegasti forsætisráðherra sögunnar, þ.e. Jóhanna sjálf.

Jóhanna hefur þrætt eindregið fyrir að hafa lofað Má þessum launakjörum og sama hafa allir aðrir gert, en Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, hefur fórnað sínu eigin mannorði með því að þegja yfir því hver lofaði hverju, í tengslum við launakjör nýja seðlabankastjórans.

Nú hefur Mogginn komist yfir tölvupósta sem gengu á milli Jóhönnu sjálfrar og Más vegna ráðningar hans í bankann og þar kemur fram, að samskiptin voru ekki eingöngu rafræn, heldur einnig símleiðis þeirra í milli.  Þar tjáði Már henni að hann myndi ekki taka starfinu, nema Jóhanna ábyrgðist honum þau launakjör sem giltu, þegar starfið var auglýst.  Þó það komi ekki skýrt fram í fréttinni, hefur Jóhanna gefið ákveðið loforð þar um, fyrst Már hætti við að draga umsókn sína til baka.

Það sem er alvarlegt við þetta mál er, að forsætisráðherra þjóðarinnar skuli blygðunarlaust ljúga, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, án þess að blikna eða blána, um þau málefni sem á hennar könnu eru.

Þó er jákvætt að þjóðin hefur nú fengið endanlega staðfestingu á óheiðarleika Jóhönnu Sigurðardóttur.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.6.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hverju orði sannara - Jóhanna Sigurðardóttir einfaldlega verður að segja af sér strax !!

Sigurður Sigurðsson, 5.6.2010 kl. 20:09

3 identicon

Fyndið hvernig blaðið sem er stýrt af manninum sem setti landið á hausinn, á tók hærri laun en Már Guðmundsson, um leið og hann hafði tvo aðra bankastjóra sér við hlið sem voru á hærri launum en Jóhanna Sigurðardóttir, engist nú af hneykslan. Má ég bara biðja um Má sem bankastjóra og Jóhönnu sem forsætisráðherra -- og Davíð Oddsson vinsamlegast að hverfa af vetvangi með sitt lið. Held að það verði þjóðinni fyrir bestu!

Pétur (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Eg vissi ad Johanna væri køld en ad hun væri bla tad eru ju frettir Axel en blatt er ju vist tiskulturinn i ar teir sem adhyllast blau høndina eru vist komnir med blaar varir lika tad er vist frekar kalt i valhøll nu um stundir.

Þorvaldur Guðmundsson, 5.6.2010 kl. 20:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Pétur, Mogginn er fréttablað og segir fréttir af því sem fréttnæmt er.  Laun Davíðs koma málinu ekkert við, né hæfni Más til að gegna seðlabankastjórastöðunni.  Hún snýst ekki heldur um upphæð eða sanngirni launa Más Guðmundssonar.  Þar fyrir utan er Davíð ritstjóri og skrifar ekki fréttirnar sjálfur.  Fréttadeildin er undir stjórn fréttastjóra, sem hefur frjálsar hendur um þær fréttir sem hann vill birta. 

Málið snýst um það, að nú er búið að fletta ofan af lygum Jóhönnu um þetta mál.

Það er stórfrétt, sem allir fjölmiðlar hafa verið að reyna að staðfesta.

Þó þér ofbjóði fréttirnar af lygum Jóhönnu, eins og öðrum, þá máttu ekki falla í þá gryfju að skjóta sendiboðann.  Þú ættir að beina skotum þínum annað.

Axel Jóhann Axelsson, 5.6.2010 kl. 20:28

6 identicon

Forsætisráðherra sem lýgur að þjóð sinni úr ræðustól Alþingis, á aðeins einn kost.: AFSÖGN !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 20:35

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tafarlaus afsögn er krafa okkar!

Sigurður Haraldsson, 6.6.2010 kl. 01:23

8 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er nú ekki eins og þessi nú staðfesta lygi Jóhönnu Sigurðardóttur komi sérstaklega á óvart. Hún hefur logið að þjóð og þingi daglega frá því að hún tók við embætti. Fullyrðir í sífellu að verið sé að gera þetta og hitt og unnið sé af alefli, en það er bara ekkert að gerast og hún kann ekki einu sinni að skammast sín. Hún mun ekki segja af sér sjálfviljug, það þarf að velta henni úr sessi.

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.6.2010 kl. 02:57

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Magnús - sammála þér - hún segir ekki af sér. Þetta er orðinn vani hjá henni - og vaninn er öflugur og versnar við ofnotkun.

Kosningar í haust - það er miklu meira en nóg komið.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.6.2010 kl. 04:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband