Útrásargarkar með litlar eignir - hér á landi

Hortugustu bullustrokkar útrásarruglsins, Jón Ásgeir í Bónusi og Pálmi í Iceland Express hafa nú mátt sæta því að eignir þeirra hérlendis hafa verið kyrrsettar vegna gruns um skattsvik FL-Group á meðan þeir gegndu þar stjórnarstörfum.

Þeir félagar hafa ekki sýnt nokkra einustu iðrun vegna gerða sinna á "bankaránsárunum" og hvað þá sýnt auðmýkt gagnvart þeim, sem illa hafa orðið úti vegna "viðskiptasnilli" þeirra.  Þvert á móti hefur Jón Ásgeir verið sérstaklega hortugur og óforskammaður í viðtölum og ekki síður í pistlum sem hann skrifar reglulega á Pressunni, en þar eys hann dylgjum og svívirðingum á báða bóga, en lýsir sjálfan sig alsaklausan af öllu því sem gerðist og olli hruninu, en bendir á alla aðra en sjálfan sig, sem sökudólg.

Nýlega sendi hann frá sér yfirlýsingu, þar sem hann lýsti því yfir að vegna einhvers misskilnings hefði skattstjóri kyrrsett eignir í sinni eigu vegna einhverrar undarlegrar sjö milljóna skattkröfu, sem hann auðvitað kannaðist ekkert við.  Nú er komið í ljós að þetta var ekki alveg nákvæm tala hjá honum, því eignir hans hafa verið kyrrsettar fyrir tvö hundruð milljóna króna skattakröfu og svipuð er krafan á hendur Pálma vini hans og félaga.

Við þessa kyrrsetningu kemur hins vegar í ljós, að þeir félagar eru tiltölulega eignalitlir hér á landi, a.m.k. miðað við umsvif þeirra og lifnaðarhátt á undanförnum árum.

Þar sem þeir segjast báðir vera undrabörn á viðskiptasviði, verður að reikna með að þeim hafi tekist að öngla saman einhverjum aurum inn á bankabækur í öruggu skjóli fyrir illa þenkjandi og ofstækisfullum skattayfirvöldum.


mbl.is Eignir Jóns Ásgeirs og Hannesar kyrrsettar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæti Axel -

hvar er samkennd þín - hvar er umburðarlyndið og kærleikurinn.

Þessir menn unnu að því hörðum höndum að tæma bankana - leggja undir sig gífurlegar eignir sem þjóðin átti - allt í þeim tilgangi að þjóðin færi sér ekki að voða með allt þetta fé - vor það ekki 940 milljarðar hjá Jóni?

Svo gerast hörmungar atburðir og þetta fé glatast - og þá eru þessir menn ofsóttir -

bjarta hliðin er sú að þjóðin þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvað skuli gera við allt þetta fé og er í þeirri stöðu að þurfa að vinna þetta allt upp aftur.

Segir ekki - vinnan göfgar manninn? og svo var Hitler með sína útgáfu.

Þökkum þessum mönnum fórnarlundina -  eeee  fórnuðu okkur ?  já þú meinar það .

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.5.2010 kl. 07:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er hart að vera bæði misskilinn og ofsóttur fyrir það eitt að vera bjargvættur þjóðarinnar.  Það er nú ekki eins og þessir menn hafi fórnað sér í eiginhagsmunaskyni.  Nei, nei, allt fyrir ánægjuna, enda engir digrir sjóðir fyrir ofsækjendurna að sækja í, vegna óréttmætra krafna um greiðslur í sameiginlega sjóði.  Ekki að spyrja að græðginni í þessum almenningi, sem ekkert kann eða skilur.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 08:51

3 identicon

Finnst þér ekkert athugavert við þessa bloggfærslu, Axel? Villtu ekki, þín vegna, skoða heimildirnar aðeins betur og sjá hvort þú sért ekki örugglega með allar staðreyndir á hreinu. Hef grun um að þú munir fljótt sjá að svo er ekki.

Kveðja

Þór

Þór (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þór, endilega leiðréttu mig og skýrðu staðreyndir málsins.  Auðvitað þurfa þær að vera á hreinu.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 13:10

5 identicon

Sæll Axel.

Þú vitnar í grein á mbl.is um kyrrsetningu á eignum Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar en fyrsta línan í bloggfærslunni þinni segir allt annað en umrædd grein fjallar um. Fannst bara rétt að benda þér á þessa örlitlu staðreyndarvillu. Að öðru leyti er ekkert við færsluna þína að athuga.

Kveðja. Þór

Þór (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 16:15

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég veit ekki betur en kyrrsetningarkrafan hafi komið frá skattstjóranum vegna hugsanlegra skatta og sekta, sem þeir gætu fengið á sig vegna persónulegra hlunninda sem þeir nutu á meðan þeir áttu og stjórnuðu FL-Group.  Síðan er félagið sjálft í rannsókn vegna undanskota á skatti og virðisaukaskatti.

Sé þetta rétt, þá er engin staðreyndarvilla í fyrstu línunni.  Þá getur færslan staðið eins og hún er.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 16:41

7 identicon

Sæll aftur.

Ekki ætla ég mér að deila við þig, Axel né gerast kverúlant. Sýndist bara greinin snúast um Jón Ásgeir og Hannes Smárason en ekki um Jón og Pálma Haralds. Kannski ég lesi mbl.is á annan hátt en þú? Læt ég hér með afskiptum mínum af umræddri bloggfærslu, lokið.

Kveðja

Þór

Þór (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 17:49

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þór, ég biðst innilega afsökunar á þessum nafnaruglingi mínum, sem ég uppgötvaði ekki einu sinni eftir ábendingar þínar.  Þarna hefur lesblinda eða eitthvað þaðan af verra farið illa með hugann.

Ég þakka þér fyrir þínar ítrekuðu leiðréttingar, sem ég uppgötvaði þó ekki fyrr en eftir þá síðustu.  Framvegis verður maður að passa sig á að hringla ekki öllu saman og reyna að nota rétt nöfn í færslunum.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband