Trúverđuleiki fréttastofu Stöđvar 2 ađ engu orđinn

Fréttastofa Stöđvar 2 flutti frétt í júlí 2009 af ţví ađ fjórir nafngreindir banka- og útrásarruglarar hefđu flutt hundruđ milljóna króna út úr Straumi-Burđarási og inn á sína einkareikninga í skatta- og bankaparadísum erlendis.  Ţetta áttu ađ hafa veriđ Björgólfsfeđgar, Karl Wernersson og Magnús Ţorsteinsson og ţrátt fyrir ákafa neitun ţeirra, lýsti fréttastofa Stöđvar ţví yfir ađ hún stćđi viđ fréttina, enda hefđi hún fyrir henni traustar heimildir.

Nú, tćpum tíu mánuđum síđar, dregur fréttastofan fréttina til baka og viđurkennir ađ hún hafi aldrei haft nein gögn til stuđnings fréttinni og ađeins byggt hana á frásögn eins heimildarmanns, sem engin gögn hafđi heldur í sínum höndum um máliđ.

Athygli vekur ađ allir ţessir umrćddu menn tilheyrđu annarri klíku en á og rekur Stöđ 2 og ţví vaknar sú spurning hvort heimildarmađurinn tilheyri eigendahópi stöđvarinnar og hafi viljandi veriđ ađ beina athygli almennings í ađrar áttir, en ađ t.d. ađaleiganda 365 miđla.

Hvađ sem ţví líđur er ţetta mál gífurlegur álitshnekkir fyrir fréttastofu Stöđvar 2 og trúverđugleiki hennar ađ engu orđinn.  Björgólfur Thór stefndi stöđinni fyrir ćrumeiđingar og ţegar sú kćra kom fram, ýtrekađi fréttasofan ađ hún stćđi viđ fréttina, enda vćri hún rétt og heimildir öruggar.

Fréttamenn hamra stöđugt á stjórnmálamönnum hvort ţeir ćtli ekki ađ "axla ábyrgđ", sem í ţeirra munni ţýđir á mannamáli ađ fréttamađurinn sé ađ gefa í skyn, ađ viđkomandi viđmćlandi eigi ađ segja af sér og yfirgefa sviđsljósiđ.

Hver mun axla ábyrgđ vegna ţessarar fréttafölsunar?


mbl.is Fréttastofa Stöđvar 2 dregur frétt til baka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona vill fara ţegar gefin eru út veiđileyfi á tilgreinda einstaklinga. Ţađ er full ástćđa ađ halda ţessu til haga og minna á skyldur fréttamanna.

Samúđ mín í garđ ţessara manna sem ţarna voru ásakađir ranglega? skerđist ţó ađ mun ţegar mér verđur hugsađ til ţess hvernig umrćddir menn tóku sér veiđleyfi á ţjóđ sína og hversu ógćtilega ţeir fóru međ ţađ.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţađ er alveg rétt, Árni, ađ samúđin međ "fórnarlömbunum" í ţessu máli er afar takmörkuđ, en ţađ breytir ekki ţví, ađ ţetta voru mjög alvarlegar ásakanir á nafgreinda menn og ţrátt fyrir andrúmsloftiđ í ţjóđfélaginu og litla ást á ţessum görkum, ţá verđur ađ fara ađ međ gát, ţegar svona stórfréttir eru fluttar.

Í svona tilfelli ćtti hreinlega ađ gefa upp nafn "heimildarmannsins" sem laug fréttamanninn fullan, án nokkurra heimilda.  Svo hélt mađur ađ fréttastofur birtu ekki stórfréttir nema ađ geta stađfrest ţćr, a.m.k. úr tveim ólíkum áttum.  Ţess vegna er ţetta mikil afhjúpun um óvönduđ vinnubrögđ á fréttastofu Stöđvar 2 og vekur upp spurningar gagnvart öđrum fréttamiđlum.

Ţannig er ţetta ekki bara hneisa fyrir Stöđ 2, heldur vekur tortryggni gagnvart fréttamönnum almennt.

Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2010 kl. 10:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband