Jóhanna og Gylfi afhjúpuð

Samkvæmt upplýsingum Ragnars Árnasonar, stjórnarmanns í Seðlabankanum, lagði Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðsins, tillöguna um hækkun launa bankastjórans um 400 þúsund krónur á mánuði, fram í samráði við forsætis- og viðskiptaráðherra og hefði hann þar með fengið þá upphæð í laun á mánuði, umfram viðmiðunarlaun ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt þeirri viðmiðun má enginn starfsmaður ríkisins vera hærra launaður en Jóhanna Sigurðardóttir.

Ráðherrarnir eru svo miklar gungur, að hvorugur vill kannast við að hafa gefið loforð um þessa launahækkun, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar um í þinginu.

Það út af fyrir sig sýnir og sannar, að það er ákaflega hæpin launaviðmiðun að hámarkið skuli vera miðað við þennan slakasta forsætisráðherra lýðveldissögunnar og líklega er það sárt fyrir metnaðarfulla starfsmenn ríkisins, að þurfa að sæta slíkri viðmiðun.

Þar sem búið er að festa þetta launaviðmið í sessi, er liklega ekki hægt að lækka laun forsætisráðherrans niður í það sem þau ættu í raun að vera.  Hins vegar væri það mikill sparnaður, sérstaklega ef það yrði til að lækka laun allra toppa hjá ríkinu um leið.


mbl.is Samráð við forsætisráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rólegur - rólegur - þetta stenst ekki.

Jóhanna er búin að segja að þetta sé ekki rétt.

Hefur þú rekið þig á að Jóhanna feli samninga eða sé ekki að standa við orð sín nú eða að hún segi ekki satt?

Reyndar þetta með samningana - en við vitum ekki um marga - bara eitthvert smáræði - sem hefði reyndar getað sett þjóðina á hausinn - en það slapp nú - að standa við orð sín - ja sko þetta með skjaldborgina - bjarga heimilunum - stöðugleikinn og svona aukaatriði - þetta er allt komið - bara ekki upp á borðið - eða þannig - að hún standi ekki við orð sín - hún Jóhanna - jú alveg klárlega - hún fer bara vel með það og ekkert að gera slíkt opinberlega - hlédræg kona - á öllum tungumálum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.5.2010 kl. 06:33

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki trúi ég að Lára V Júlíusdóttir láti Jóhönnu komast upp með að kalla sig lygara. Þegar hún var lögfræðingur hjá ASÍ átti ég fund með henni þar, ef hún lætur þetta viðgangast er hún er búin að láta flokk sinn berja sig laglega niður síðan þá.

Gunnar Heiðarsson, 7.5.2010 kl. 08:07

3 identicon

Ekki ætla ég að dæma um hverir segja satt í þessu máli, en hins vegar finnst mér fáránlegt að enn skuli fólk vera þannig hugsandi, að á meðan dregið er úr greiðslum til öryrkja og aldraðra og fjöldinn allur er atvinnulaus, sé það inni í myndinni að hækka há laun seðlabankastjóra á einu bretti um nærri þreföld laun verkafólks. Það skyldi þó ekki vera svo að laun bankastjórnarinnar dragi mið af launum seðlabankastjóra þannig að þetta sé beggja hagur (?). Það að láta sér detta þessi hækkun í hug er algjör hneisa og ættu þeir sem það gerðu að víkja nú þegar úr starfi. Og ef seðlabankastjóri getur ekki lifað af þessum rúmu þrettánhundruð þúsundum króna sem hann hefur í mánaðarlaun, þá á hann bara að fara í biðröðina hjá heimilishjálpinni, Rauða krossinum eða öðrum hjálparsamtökum.

Matthías Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 09:08

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvaða álit sem menn hafa á launum seðlabankastjóra, eða hvers annars, eða hvort eina rétta viðmiðið í launum séu laun vanhæfasta forsætisráðherra þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun, þá er algerlega út úr öllu korti, að ætla sér að fara að hækka laun eins manns um svona upphæð, þegar allt er á hvolfi í þjóðfélaginu og allir eru að taka á sig gífurlegar skerðingar, verðhækkanir og aukið skattabrjálæði.

Er nema von að enginn þori að kannast við að hafa tekið ákvörðunina?  Það er hins vegar lítilmannlegt að reyna að koma þessu yfir á Láru V.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 10:41

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Reyndar sagðist Már LÆKKA í launum, ef að farið yrði að niðurstöðu Kjararáðs. Það gefur varla annað til kynna, en að hann sé nú þegar á HÆRRI launum, en úrskurður Kjararáðs kveður á um.

Það er þá líklegt að Már sé enn á þeim launakjörum, sem hann samdi um við Forsætisráðuneytið, við ráðningu og að tillagan í bankaráðinu, eingöngu til þess að staðfesta ráðningarsamninginn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 11:06

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Viðtalið við Má í Kastljósinu, þar sem hann útskýrði hvernig 400 þúsund króna hækkunin væri í raun stórlækkun á kjörum hans, var alger snilld og spyrjandinn opinberaði sig sem algerlega vanbúinn til að spyrja þeirra spurninga, sem máli skiptu. 

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 11:16

7 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Már reyndar komst svo upp með það að segjast ekki "vita" hver laun sín væru, en hann hefði skrifað undir ákveðin kjör, sem að væru um það bil, 1575 þús auk greiðslna í eftirlauna sjóð og bílafríðinda.

Spyrillinn hefði t.d. getað spurt Má hvort að hann hafi einhvern tímann fengið útborgað samkvæmt þeim kjörum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Núna er aftaka Láru V. hafinn. Þórunn Sveinbjarnardóttir var að krefja Láru V. úr ræðustóli Alþingis, svara hvers vegna henni datt í hug að geta þess að tillagan væri lögð fram, að höfðu samráði við forsætis og efnahagsráðherra.

Þórunn í raun "dylgjaði" Láru um að hafa svert mannorð forsætisráðherra og Samfylkingarinnar, þar sem að hún væri fulltrui flokksins í bankaráðinu.

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 12:29

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Án þess að þekkja manneskjuna, hefur maður alltaf haft á tilfinningunni að Lára V. Júlíusdóttir væri heilsteypt og vönduð manneskja og ekki séð neitt misjafnt til hennar.  Að ætla að fórna henni í þessu máli er lítilmannlegt af hálfu Samfylkingarinnar.

Lára mun væntanlega svara þessum ásökunum og verja mannorð sitt.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 12:47

10 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo getum við tekið málið frá hlið að Lára sé að segja ósatt.

Þá má spyrja; hvaða ástæðu ætti Lára að hafa til þess að taka það upp hjá sjálfri sér að hygla Má Guðmundssyni?

Hvaða ástæðu hafði hún þá til þess að ganga svo nærri æru forsætisráðherra og efnahags og viðskiptaráðherra, til þess að vinna tillögu sinni fylgi innan bankaráðsins?

Það ber að hafa í huga að Lára er kennari við Lagadeild Háskóla Íslands og settur saksóknari í opinberu sakamáli.

Var þá tillagan flutt að áeggjan Más sjálfs? Hvaða trausts nýtur hann þá hjá stjórnvöldum, ef hann hefur ætlað að koma aftan að ákvörðunum stjórnvalda um laun hans?

Kristinn Karl Brynjarsson, 7.5.2010 kl. 13:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einmitt Kristinn.  Þetta er að verða hið einkennilegasta mál og afar vandræðalegt fyrir Samfylkinguna.  Þetta kallar á einhvers konar uppgjör milli manna í Samfylkingunni.  Málið er orðið þannig að sannleikurinn verður að koma í ljós.

Axel Jóhann Axelsson, 7.5.2010 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband