Hvað um Sheik Al-Thani?

Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir Hreiðari Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings og er hann grunaður um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga,  brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks brot gegn hlutafélagalögum.

Það liggur í hlutarins eðli að við slík brot koma fleiri að málum en forstjórinn einn og því hljóta að fylgja fleiri handtökur í kjölfarið og er nærtækast að minnast þess, að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var fjöldi einstaklinga nefndur á nafn, án þess að þeir væru beinlínis ásakaðir þar um lögbrot, en þess getið að mörg mál, sem nefndin komst á snoðir um, hefðu verið send áfram til Sérstaks saksóknara.

Sumir sem við sögu komu í meintum banka- og útrásarglæpum búa erlendis, eða eru erlendir ríkisborgarar og má t.d. nefna Thengisbræður og Sheik Al-Thani, en hann er/var einkavinur og viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar í Samskip.

Sennilega gengi illa að fá sheikinn framseldan til skýrslugjafar og varðhaldssetu.

 


mbl.is Engin aðkoma alþjóðadeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband