Hreiðar Már í varðhald

Nú virðist vera kominn góður skriður á rannsóknir Sérstaks saksóknara og hefur hann nú óskað eftir að sá fyrsti sem grunaður er um stórfelld lögbrot verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, en það mun vera Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings.

Hreiðar er ákærður um skjalabrot skv. 17. kafla almennra hegningarlaga, auðgunarbrot skv. 26. kafla almennra hegningarlaga,  brot gegn lögum um verðbréfaviðskipti þ.m.t. markaðsmisnotkun og loks brot gegn hlutafélagalögum.

Hreiðar Már var aðeins einn af mörgum banka- og útrásarugludöllum og því verður að ætla að á næstu dögum fyllist allir gæsluvarðhaldsklefar af hvítflibbamönnum og álag á dómstólana verði sem aldrei fyrr.

Nú rennur upp gósentíð hjá helstu lögfræðistofum landsins, því ekki þarf að efast um að allar helstu lögfræðistofurnar verði ráðnar til að annast vörnina fyrir þessa kappa, enda mun ekki skorta fé til greiðslu þess kostnaðar, sem verjendurnir munu innheimta.

Ýmsir hafa haldið því fram frá hruninu, að yfirvöld myndu ekkert aðhafast í málum gegn þessum görpum, en nú hafa slíkar samsæriskenningar verið afsannaðar, rétt eins og rannsóknarskýrslan sannaði að aldrei stóð til að fela það sem gerðist í aðdraganda hrunsins, eða hylma yfir með neinum.

Tími uppgjörsins er runninn upp.

 


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara koma með góðfúslega ábendingu, en hann heitir Hreiðar, ekki Heiðar :)

Eyþór E. (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:00

2 identicon

Hver er Heiðar Már?

Einar (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:02

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þakka þér fyrir, Eyþór.  Ég er búinn að leiðrétta þetta.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Finnur Ingólfsson á að vera efstur á blaði í þessu en hann er fyrrum pólitíkus og veit margt um alþingismenn, eins og hverjir fengu hinar og þessar sporslur, sér fyrirgreiðslu, vaxtalaus lán fyrir vini og vandamenn, kúlulán ofl fyrir að horfa í hina áttina meðan hann rændi og ruplaði eigum almennings og er því ósnertanlegur, en ég vona að svo verði ekki. Sjá t.d. http://tidarandinn.is/taxonomy/term/161

Sævar Einarsson, 6.5.2010 kl. 16:16

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það má þakka núverandi stjórnvöldum að embætti sérstaks saksóknara er orðið sæmilega öflugt hvað varðar mannskap.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið við völd,  þau væru ennþá 3 starfsmenn hjá þessu embætti og engin Eva Joly.  Kristján Þór Júlíusson,  einn helsti valdamaður Sjálfstæðisflokksins og líklegur arftaki BB sem formaður í sumar þegar sá fyrrnenfndi þarf að segja af sér vegna fjármálaóreiðu,  var mjög óánægður með ráðningu Evu Joly og fannst það mikil sóun á fjármunum hins opinbera.

Hvernig er það annars, er Kristján Þór ennþá á tvöföldulm launum sem þingmaður og bæjarfulltrúi eða er því tímabili loksins lokið? 

Guðmundur Pétursson, 6.5.2010 kl. 16:25

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hann heitir Hreiður undir myndinni af honum í frétt mbl.is.

Þetta er góður dagur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 16:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það er alltaf gaman að fá svona djúphugsaðar og vel rökstuddar athugasemdir við færslur á blogginu.  Endilega upplýstu okkur betur um þessa vitneskju um hvernig embætti Sérstaks saksóknara hefði verið rekið, hefði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd ennþá.  Segðu okkur líka hvernig óánægja einstakra þingmanna koma þessum varðhaldsúrskurði við.

Ekki veit ég annað en að Kristján Þór, sá mæti, heiðarlegi og góði maður, sé löngu hættur í bæjarstjórn Akureyrar, en hins vegar veit ég ekki hvort allir þingmenn, sem einnig eru eða hafa verið í bæjarstjórnum samhliða þingstörfum, séu allir hættir því, en þetta mun hafa verið tíðkað nokkuð af fulltrúum allra flokka á Alþingi.  Ef þú leitar vel, er ég viss um að þú finnur dæmi um sitjandi þingmenn, sem jafnframt eru bæjarfulltrúar.  Þú lætur svo vita að þeirri rannsókn lokinni.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 16:32

8 identicon

Þarf ekki víkingasveitinn að fara á Fokker F-50 gæslunnar til Kanada og ná í Halldór Landsbankafursta ?

Ótrúlegt hvað lítið er talað um Landsbankann og hvað lítið virðist að verið sé að rannsaka hann ?

Mér dettur til dæmis í hug fyrirtækið Lífsval og hvort að eitthvað hafi verið möndlað með það innandyra rétt fyrir eða eftir hrunið ?  Ice save reikningarnir eru og voru glæpastarfsemi, hvort sem að tapið sé 300 milljarðar eða meira!

Stendur pólitíkin í vegi fyrir því að Landsbankinn er ekki innsiglaður, sem hefði auðvitað átt að gera strax ?

Halli (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 16:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sævarinn, ef þú býrð yfir meiri upplýsingum en Rannsóknarnefnd Alþingis komst yfir í sinni rannsókn, þá ber þér skylda til að koma þeirri vitneskju á framfæri við Sérstakan saksóknara.  Það er ekki jafn vönduðum manni og þér sæmandi að vera með dylgjur um menn og málefni opinberlega, án þess að hafa eitthvað í höndunum til að sanna mál þitt.  Það sem þú setur fram hér að ofan eru svo alvarlegar ásakanir á ótilgreinda menn, að þú hlýtur að lúra á stórkostlegum sönnunum um lögbrot, sem þú verður að opinbera.

Finnur Ingólfsson er örugglega ekki vandaðasti pappírinn úr viðskiptalífinu á undanförnum árum, en verðum við ekki að reikna með að hann sé undir rannsókn, eins og aðrir banka- og útrásardólgar.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 16:39

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er ekki full ástæða fyrir okkur öll að gleðjast saman yfir þessum áfanga og láta flokka lönd og leið. Tek bara undir með Axeli.

Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:45

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg sammála þér Finnur.  Ekki veit ég hvaða stjórnmálaflokka þessir banka- og útrásarbandíttar hafa kosið í gegnum tíðina og er reyndar nákvæmlega sama um það.  Glæpaeðli og siðblinda kemur stjórnmálaskoðunum ekkert við og glæpir eru í fæstum tilfellum framdir vegna stjórnmálaskoðana manna, hvað þá í nafni flokka, sem þeir kunna að styðja.

Ætli vistmenn á Litla Hrauni spanni ekki alla flóruna í pólitík, séu sem sagt þverskurður af þjóðinni að því leiti.  Ég veit ekkert  hvort einhver könnun hefur verið gerð á því, en þætti það trúlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 16:54

12 identicon

Þetta er bara gott mál.

En tíminn sem hefur farið í þessa rannsókn sannar að maður eins og Black og team honum tengt hefði átt að vera ráðið í þetta.

itg (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 17:04

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta þykir ekkert sérstaklega langu tími í rannsókn á efnahagsbrotum, enda eiga mörg ár eftir að líða þangað til ákært verður í allra stærslu málunum.

Á næstunni hljóta þó fleiri að lenda í gæsluvarðhaldi, því brotin sem Hreiðar Már er grunaður um voru ekki framin af einum manni, heldur mörgum fleiri innan bankans og svo viðskiptamönnum hans, sem tekið hafa þátt í þessum meintu brotum.  Kannski þarf að fá Sheik Al-Thani framseldan til yfirheyrslu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 17:14

14 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það heyrðust nú ekki beint hávær húrrahróp úr röðum sjálfstæðismanna þegar Eva Joly var ráðin.  Kannski hafa þeir fagnað í hljóði.  Eva þessi hefur síðan verið aðal hvatamaður og áhrifavaldur þess að embætti sérstaks saksóknara var eflt til muna.  Ég man ekki í svipan eftir tillögum frá sjálfstæðismönnum þess efnis að efla þetta embætti. 

Því öflugra sem embættið er, því meiri líkur eru á því að árangur náist.

Ef þungaviktarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, eins og Kristján Þór er,  eru opinberlega  að hvetja til þess að kostnaðinum við embættið  sé haldið í lágmarki,  þá dregur maður þá ályktun að þetta sé línan hjá flokknum.  Það hefur alltaf verið sterk tilhneyging til hjarðarhegðunar hjá flokknum og ólíklegt að Kristján Þór, sá annars ágæti maður, sé eingöngu að tala fyrir sjálfan sig í þessu máli.

Hvað varðar þá sem þyggja tvöföld laun sem bæjarfulltrúar og þingmenn eins og Kristján þór gerði,  þá finnast þeir líka innan annara flokka þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi kanski vinninginn í því máli eins og svo mörgum öðrum.   Það er líka bara eðlilegt.  Hannes Hólmsteinn, hugmyndafræðilegur leiðtogi flokksins,  hitti naglann á höfuðið þegar hann mælti   " Sjálfstæðismenn vilja græða á daginn og grilla á kvöldin"

Guðmundur Pétursson, 6.5.2010 kl. 17:28

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hafirðu lesið mín blogg þegar Eva Joly var ráðin, þá hefðirðu séð a.m.k. einn Sjálfstæðismann sem fagnaði því ákaft.  Ekkert fylgdist ég með því hvað aðrir slíkir sögðu um málið, enda er aldrei gefin út nein lína frá flokknum um það, hvað menn eigi að hugsa eða skrifa.

Sjálfsagt á Sjálfstæðisflokkurinn vinninginn í öllum málum, sem þér geta dottið í hug, enda er hann stærsti flokkur landsins og sennilega hlutfallast allt mannlífið eftir stærð stjórnmálaflokkanna.

Hver vill ekki græða á daginn og grilla á kvöldin?

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 17:33

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Allt rétt hjá þér Axel, en það er alltaf gaman að stríða sjálfstæðismönnum.

En núna verður fróðlegt að sjá hvort að gæsluvarðhaldskrafan verði samþykkt á morgun og hverjir verða ákærðir næst.

Guðmundur Pétursson, 6.5.2010 kl. 18:09

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, Sjálfstæðismenn taka gríni manna best.  Reyndu að stríða vinstri mönnum og vittu hvernig þeir bregðast við.  Þar er nú jafnaðargeðinu yfirleitt ekki fyrir að fara.

Það verður fróðlegt að fylgjast með afgreiðslu gæsluvarðhaldskröfunnar og þegar þetta er skrifað eru einmitt að birtast fréttir af því að búið sé að handtaka einn í viðbót, án þess að nafið á honum sé komið fram.

Tveir til þrír í gæsluvarðhald á dag, mun koma skapinu í lag.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 18:54

18 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Vil bara samgleðjast þér Axel og öðrum  þeim sem kunna að meta þessa frétt og skilja hvað hún eiginlega þýðir, hinir mega bara fjasa áfram í gamla farinu ;)

Hef stundum pælt í því að skutla gömlum (en góðum) brandara inn hér og annarsstaðar, þegar ég sé að fólk er óþolinmótt vegna tímans sem embætti saksóknara notar í undirbúning mála tengdum hruninu, en það er betra að vinna vandlega og ná árangri í svona málum, heldur en að láta undan þrýstingi og missa svo allt útúr höndunum.

Hér er svo brandarinn:

Tveir uxar, annar aldinn og ráðsettur, hinn ungur og óþolinmóður fullur af orku, komu labbandi upp á hæðardrag og sáu þá yfir engi fullt av kúm,  "Eigum við ekki að hlaupa niður á engið gamli, og "taka" hver okkar kú" sagði sá ungi, "Við göngum niður ungi vinur, og "tökum" þær allar" sagði sá gamli. :)

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !! Landar góðir

Kristján Hilmarsson, 6.5.2010 kl. 19:08

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er góð dæmisaga um óþolinmæði og ákefð ungu kynslóðarinnar.  Það þýðir ekki að eyða öllum kröftunum í spretthlaup og liggja svo óvígur í markinu.

Axel Jóhann Axelsson, 6.5.2010 kl. 19:22

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Axel Jóhann Axelsson: Hvað varð um Samvinnutryggingar ? þar hurfu(var rænt) 30 milljarðar sem átti að deila til fv. tryggingataka við félagsslitin, þeir bara gufuðu bara upp sí svona og hver var það aðal maðurinn ? þó ekki hann Finnur Ingólfsson, og hverjir eignuðust afganginn af SÍS? þar voru miklar eignir vel umfram skuldir. Heimildir: http://eyjan.is/blog/2009/08/09/gift-skuldar-45-milljarda-lan-kaupthings-til-giftar-tilraun-til-ad-halda-gengi-kaupthings-uppi/ http://www.hvitbok.vg/Profilar/FinnurIngolfsson/Felogin/ ekki láta eins og þú vitir ekkert Axel Jóhann Axelsson

Sævar Einarsson, 9.5.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband